Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 195
Hirðir og hjörð
legt að kanna í þessu sambandi hvernig hann beitir því.
Aðventa er meðal útbreiddustu bóka Gunnars Gunnarssonar og hefur verið
þýdd á fjölda tungumála. Það er kunnara én frá þurfi að segja að hún er í megin-
atriðum sannsögulegs efnis, byggð á frásögum af frægum svaðilförum Benedikts
Sigurjónssonar, öðru nafni Fjalla-Bensa, á Mýrdalsöræfum og einkum þó eftir-
leitarferð sem hann fór í desember 1925.
En sagan Aðventa er ekki fyrst og fremst saga af íslenskri hetjulund. Miklu
fremur er hún kristin dæmisaga, um breytni eftir Kristi, að feta í fótspor hans.
í búningi Gunnars Gunnarssonar verður þessi sannsögulega saga af Fjalla-
Bensa að áhrifamikilli prédikun þar sem margvíslegur skyldleiki er við guðspjall
fyrsta sunnudags í aðventu, en á þeim degi lagði Bensi upp í árlega för sína upp
á fjöll og firnindi til þess að leita uppi eftirlegukindur sem mönnum hafði sést
yfir í haustgöngunum þremur. Benedikt var jafnan einn síns liðs í þessari árlegu
eftirleit sinni, að öðru leyti en því að hundurinn Leó og sauðurinn Eitill voru með
í för.
Á þessum árstíma er allra veðra von og oftast var hreint ekki gott leitarveður
fyrir Fjalla-Bensa, og ferðafélaga hans þá Leó og Eitil. Þeir ferðuðust stundum
um nótt í tunglsljósi, inn á milli þögulla fjalla. Þeir höfðu takmark fram undan
og þekktu það. Þeir leituðu að týndum kindum, eftirlegukindum óralangt frá al-
fara leiðum. Benedikt átti sjálfur aðeins fáar kindur og þær voru allar komnar af
fjalli. Hann leitaði því ekki síns eigin, eftirleit hans var þjónusta sem hann innti
af hendi af fúsum og frjálsum vilja við aðra bændur í sveitinni. Raunar var það
ekki fyrst og fremst vegna bændanna. Nei, það voru eftirlegukindurnar sjálfar,
sem hann var á hnotskóg eftir.
Þær skyldu ógjarnan krókna eða falla úr hungri á fjöllum uppi, af þeirri ástæðu einni, að enginn
nennti eða þyrði að leita þær uppi og koma þeim til byggða. Þær voru lifandi verur. Og það var
sem hann bæri einhvers konar ábyrgð á þeim. Það, sem fyrir honum vakti, var blátt áfram
ekkert annað en það að finna þær og koma þeim heilu og höldnu undir þak, áður en hátíðin
mikla breiddi helgi sína yfir jörðina og fyllti friði og velþóknan hugi þeirra manna, sem gert
hafa getu sína.
Hundurinn Leó og sauðurinn Eitill gegna stóru hlutverki í sögunni og minna
kannski einhvern á folann og ösnuna, sem sagt er frá í guðspjalli dagsins af inn-
reið Jesú í Jerúsalem. Þar er talað um hinn hógværa konung, Jesú. Hógværðin er
einmitt eitt megineinkenni Fjalla-Bensa eða Benedikts. Og þá minnumst við þess
að þannig var hirðinum Móse líka lýst (4M 12:3).
Orðið Aðventa hafði líka í sér fólgna mikla helgi í huga Benedikts.
42 Til gamans vil ég geta þess að þann sið tók ég upp eftir prófessor T.N.D. Mettinger í Lundi,
sem var aðalleiðbeinandi minn í doktorsnámi mínu.
193