Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 128
Kristján Búason
laudamus (Þig Guð, lofum vér). Þetta er upphaf lofgjörðarsálms í morgunguðs-
þjónustu Vesturkirkjunnar. Sálmurinn er nr. 39 í Sálmabók íslenzku þjóðkirkj-
unnar í þýðingu herra Sigurbjörns Einarssonar, biskups, og hefst sálmurinn með
þessum orðunum:
„Drottinn Guð, þig göfgum vér.“
I miðjum sálmi segir :
„Ó, faðir vor, vér þökkum þér,
ó, Kristur Drottinn, dýrð sé þér,
ó, lífsins andi, lof sé þér,
þig, heilög þrenning, heiðrum vér.
Guðs sonur, Kristur, kóngur hár,
sem komst að græða mein og sár,
þú gerðist hold til hjálpar oss
og háðung leiðst og dóm og kross.
Þú hefur dauðans afli eytt
og oss til lífsins veginn greitt.“
Efni sálmsins hefur málarinn haft í huga og eins söfnuðurinn, þegar horft var
á þessa mynd.
Að norðanverðu við myndina af þrenningunni er mynd af eirorminum og að
sunnanverðu mynd af fóm Isaks. Að norðanverðu við myndina af mettuninni er
mynd af mannaundrinu, en að sunnanverðu mynd af því, þegar Móses sló vatn úr
klettinum.
Þegar þessar myndir eru bornar saman við handrit af Biblia Pauperum, þá
blasir við, að málarinn í Danmarkskirkju tekur mið af fletinum, sem hann hefur
til umráða. Hér verður ekki reynt að finna, hvaða handrit, tréþrykk eða kopar-
stungu málarinn hefur haft sem fyrirmynd að myndbyggingu, en víða má sjá lík-
indi við tréþrykk afBiblia Pauperum. Það er augljóst, að málarinn í Danmarks-
kirkju byggir myndval og týpologíu á samfellum í Biblia Pauperum. Það sést af
vali fyrirmynda. Vegna takmarkaðs rúms velur hann úr og aðlagar. Hann notar
myndina af hinum krossfesta í myndinni af þrenningunni, sem aðalmynd (anti-
typus) til viðbótar myndinni af krossfestingunni á norðurvegg kórsins. í Biblia
Pauperum eru fyrirmyndir að krossfestingunni af eirorminum og fórn ísaks eins
og í Danmarkskirkju (Mynd 4). En málarinn slær saman við myndina af fóm
ísaks mynd af því, þegar ísak ber viðinn, en það er samkvæmt Biblia Pauperum
fyrirmynd að krossburðinum. Þá er myndin af því, þegar Móses slær vatn af
klettinum fyrirmynd síðusársins, þar sem blóð og vatn rann. Tengslin við kvöld-
máltíðina eru jafnframt fyrir hendi. En myndin af mannaundrinu er tengd kvöld-
máltíðinni (Mynd 6).
126