Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 95
Guðfrœðin, innræti og starfsþjálfun prestsefna
Guðfræði varð skólamál
Þegar kom fram yfir siðbót og með eflingu háskóla færðist hugtakið guðfræði frá
trúariðju hins skynsemisleitandi kristna manns yfir á viðfangsefni þeirra kennara
og nema innan háskóla, sem höfðu hin trúarlegu mál sérstaklega á sínum snær-
um. Guðfræðin varð að vísindum, afmarkaður veruleiki, innan ramma skóla, og
slitnaði að nokkru úr tengslum við líf hins kristna og kirkjunnar.
Guðfræðideild, hið ferhyrnda virki
Guðfræðin var þar með á leið til stofnanavæðingar. Guðfræði varð deild við hlið
annarra deilda í háskóla, með ákveðið viðfang og eigin aðferðir. Guðfræðideild-
irnar voru að jafnaði fjórþættar, eins og ferningslaga hús. Þessi fjögur hom guð-
fræði urðu biblíugreinar, kirkjusaga, samstæðileg guðfræði og kennimannleg
guðfræði. Greinarnar fóru sínar eigin leiðir og fjarlægðust í ýmsu. Þær urðu í
tímans rás mismunandi greinar, studdust við ólíkar aðferðir og vom án sameig-
inlegrar eða samþættandi þungamiðju. Menn höfðu vissulega ýmsar hugmyndir
um hvað væri sameinandi, en oftar en ekki sneiddu guðfræðideildir hjá að ræða
um einingu og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Því olli og veldur m.a. tog-
streita milli greina og þar með kennara. Raunar má halda fram að þessi sé einn
helsti Akkilesarhæll guðfræðináms almennt, eininguna skortir oft og ástæðan er
ekki síst hin sögulega þróun, sem guðfræðideildir hafa átt óhægt með að gera
upp. A síðari árum er farið að bæta í safn þeirra greina sem kenndar eru í guð-
fræðideildum. Ekki er alltaf ljóst hvort nokkrar veigamiklar guðfræðilegar
ástæður stýra ferð og hvort viðbæturnar eru lítið meira en plástrar.
Þegar grannt er skoðað má sjá í sögu guðfræðideilda sögu háskólanna í hnot-
skurn. Saga guðfræðideilda er örsaga háskólanna. Þeir bera um allan hinn vest-
ræna heim í heiti sínu einingarnafn, universitas, university o.s.frv. Hver er ein-
ingin, hvað sameinar? Vissulega einkennast fullveðja háskólar af gagnrýnum og
vönduðum rannsóknaraðferðum. En er það allt og sumt? Viljum við ekki að há-
skóli sé málsvari og vörður gilda, sem hafa verið hjartablóð og næring skólanna?
Umræða um þessa þætti er mikilvæg og hver deild háskóla hefur skyldu til að
velta vöngum yfir réttlætingu og hlutverki sínu. Sérstaklega hefur guðfræðideild
þeirri skyldu að gegna að verða ekki sérfræði og sundurhyggju að bráð.
Guðfræði sem trúfræði
Lokaniðurstaða í merkingarþróun hugtaksins guðfræði varð í hinum enskumæl-
andi heimi þar sem guðfræði varð fyrst og fremst trúfræði. Málhefð evrópskrar
guðfræði er önnur en hinnar amerísku og fulltrúar hennar hafa ekki með sama
hætti rennt sér alla leið niður hina sögulegu rennu. Guðfræði er ekki aðeins sam-
stæðilegar greinar eða trúfræði heldur fremur það sem menn iðka í guðfræði-