Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 146
Jón Sveinbjömsson
texta og fara eftir þeim lestrartáknum sem í honum eru. Merkar rannsóknir hafa
verið gerðar á aðferðum mælskumanna og heimspekinga og áhrifum þeirra á rit
Nýja testamentisins. Jafnframt hefur verið bent á að grískir höfundar hafi samið
texta á fjölbreytilegan og sjálfstæðan hátt og oft látið innihaldið ráða ferðinni
fremur en formið.3 Það getur því verið varasamt að taka forskriftir mælskufræð-
innar of bókstaflega.
Sá sem þýðir forna texta þarf því ekki aðeins að skilja orðin og orðasambönd-
in sem eru í textanum heldur þarf hann líka að átta sig á þeim aðferðum sem höf-
undurinn beitti til þess að koma boðskap sínum til skila við upphaflega áheyr-
endur og lesendur.
Biblíuþýðing nýr texti
En biblíuþýðandinn getur ekki staðnæmst á miðri leið og látið sér nægja að skilja
lestrartáknin í frumtextanum, samspil merkingareindanna, og gera sér grein fyrir
því hvernig textinn var notaður. Hann verður ltka að koma innihaldi og áherslum
frumtextans til skila með því að búa til nýjan texta með þeim lestrartáknum sem
líklegt er að lesandinn kunni að vinna með.
Mjög snemma tóku menn að þýða ritningarnar á þjóðtungur sínar og færa
innihald þeirra til nýrra aðstæðna. Gyðingar þýddu og útskýrðu hebresku textana
sem lesnir voru við guðsþjónustur þeirra á arameísku, en um Krists burð er talið
að fæstir hafi skilið hebresku. Þessar þýðingar nefndust targúm (targum í flt.
targumim og merkir þýðing eða túlkun4). Upphaflega er talið að þýðendurnir
(meturgeman) hafi þýtt textana munnlega en síðar voru targúmin skráð niður.
Þetta eru þýðingar og umritanir (parafrasar) ásamt útleggingu á hebreska text-
anum, lögmálinu og spámönnunum, sem varpa ljósi á túlkunaraðferðir Gyðinga.5
Þýðing Gamla testamentisins á grísku, Septuaginta eða Sjötíumannaþýðingin,
var gerð fyrir Gyðinga sem höfðu grísku sem móðurmál og var hún í raun fyrsta
Biblía frumkristninnar.6 Þörf er á að rannsaka þær þýðingaraðferðir sem þar
3 D.F. Watson, „Rhetorical Criticism of the Pauline Epistles Since 1975,“ í: Currents in Re-
search 3 (1995) s. 219-248; C.J. Classen, „Paulus und die antike Rhetorik," ZNTW 82 (1991)
s. 1-33; W. Wuellner, „Death and Rebirth of Rhetoric in Late Twentieth Century Biblical
Exegesis," í: T. Fornberg & D. Hellholm (ritstj.), Texts and Contexts. Biblical Texts in Their
Textual and Situational Contexts. 1995 s. 917-930; D. Litfin, St. Paul ’s Theology of Proclama-
tion. 1 Corinthians 1-4 and Greco-Roman rhetoric. Cambridge University Press (1994); R.D.
Anderson, Ancient Rhetorical Theory and Paul. Kok Pharos Publishing House (Kampen) 1996.
4 Ph.S. Alexander, „Targum, Targumim" í: Tlie Anchor Bible Dictionary VI Doubleday (New
York) 1992 s. 320nn.
5 H. Maccoby, Early Rabbinic Writings. Cambridge University Press (Cambridge) 1988, 29n;
185-204.
6 M.Miiller, The First Bible of the Church: A Plea for tlte Septuagint. JSOT 206, Sheffield
Academic Press 1996.
144