Jökull - 01.12.1984, Síða 98
Richey, J. E. 1939: The dykes of Scotland. Trans.
Edin. Geol. Soc. 13: 393—435.
Roberts, J. L. 1982: Introduction to Geological
Maps and Structures. Pergamon, Oxford, 332
pp.
Saemundsson, K. 1979: Outline of the geology of
Iceland. Jökull 29: 7—28.
Sigurdsson, H. 1967: Dykes, fractures and folds
in the basalt plateau of western Iceland. In: S.
Björnsson (Ed.). Iceland and Mid-Ocean
Ridges. Soc. Sci. Islandica, Rit 38: 162—169.
Thoroddsen, Th. 1906: Island. Grundriss der
Geographie und Geologie. Petermanns Mitt.,
Erganzungsh. 152 und 153, 358 pp.
Walker, G. P. L. 1959: Geology of the Reydar-
fjördur area, eastern Iceland. O. J. Geol.
Soc. London 114:367—393.
Walker, G. P. L. 1960: Zeolite zones and dike
distribution in relation to the structure of the
basalts of eastern Iceland. J. Geol. 68: 515—
527.
Walker, G. P. L. 1974: The structure of eastern
Iceland. In: L. Kristjánsson (Ed.). Geodyna-
mics of Iceland and the North Atlantic Area.
D. Reidel, Dordrecht, pp. 177—188.
Manuscript accepted 15 Jan 1984.
Ágrip
BERGGANGARÁ
SUÐURHLUTA VESTFJARÐA
Ágúst Guðmundsson
Menntaskólanum við Sund
Um 400 gangar á sunnanverðum Vestfjörðum
(mynd 1) voru kannaðir í 15 sniðum (mynd 2).
Um 94% ganganna víkja minna en 10° frá lóð-
réttu (mynd 3 og 4). Þrjár meginstefnur ganga
eru á rannsóknarsvæðunum, en um 57% gang-
anna hafa stefnu milli N50°A og A (myndir 5-7).
Meðalþykkt ganganna er 4.3 m (mynd 8), en
meðalþykktin í einstökum sniðum er frá 5.5 m
niður í 2.2 m (mynd 9). Hlutfall lengdar og
breiddar 12 ganga sem auðvelt var að rekja á
loftmyndum er frá um 300 til um 1500 (tafla 2).
Ellefu sáust enda upp á við í lóðréttu sniði (mynd
12), en enginn gangur sást tengjast hraunlagi, það
er að segja, enginn gangur fannst sem örugglega
hafði fætt af sér hraunlag.
Gangarnir eru flestir margfaldir í þeim skiln-
ingi að þeir eru gerðið úr mörgum, samsíða
stuðlaröðum. Stuðlaraðirnir eru oft um 1 m á
þykkt, og geta verið yfir 20 slíkar í einum gangi.
Sú tilgáta er sett fram til skýringar á stuðlaröðun-
um að hver gangur myndist í einu eða fleiri
kvikuhlaupum (mynd 19). Kvikan í hverju kviku-
hlaupi myndar tvær stuðlaraðir þegar hún kólnar.
Þannig myndast gangur sem telur 12 stuðlaraðir í
sex kvikuhlaupum. Sýnt er fram á að tíminn milli
kvikuhlaupa er nokkur hundruð dagar, sem er
sambærilegt við tímann milli kvikuhlaupa í
Kröflu.
Gliðnun lands vegna ganganna er mest um
17%, og þá miðað við gliðnun fyrir hverja 185 m.
Heildargliðnun í nokkurra kílómetra löngum
sniðum (mynd 2) er hins vegar ekki nema 5—6%,
að meðaltali. Meðalhalli 68 siggengja á rann-
sóknarsvæðinu er um 69°. Lóðrétt færsla um sig-
gengin er 0,5-25,0 m (mynd 16), að meðaltali 5,3
m. Engir gangar sáust sitja í venjulegum sig-
gengjum, það er, siggengjum sem halla 60°—70°.
Hins vegar virtust hraunlögin lóðrétt hliðruð um
18 ganga. Þessir 18 gangar eru nær lóðréttir og
mun skýringin á sýndarhliðruninni, sem er um 3
m að meðaltali, vera sú að gangarnir skera hraun-
lögin undir minna en 90° horni (mynd 18). Sú
tilgáta er sett fram að lítill togstyrkur hraunlag-
anna valdi því að auðveldara sé fyrir gangana að
opna eigin, lóðréttar, sprungur, heldur en að
brjótast upp eftir hallandi siggengjum sem þeir
kunna að mæta á leið sinni í átt að yfirborði.
Allir gangarnir eru úr basalti, sömu gerðar og
það sem finnst í hraunlögunum sem gangarnir
skera. Samanburður við Berufjörð og Breiðdal á
Austfjörðum sýnir að þunnir gangar eru hlutfalls-
lega algengari á Vestfjörðum þótt meðalþykktin
sé svipuð á báðum stöðum. Einnig eru siggengi
algengari á Vestfjörðum og lóðrétta færslan um
þau er að meðaltali stærri en hjá siggengjum á
Austfjörðum. Loks má nefna að gangaþyrping-
arnar á Austfjörðum eru mun afmarkaðri og
skýrari en á Vestfjörðum, sem ræðst sennilega af
því að Austfirðir eru meira rofnir en Vestfirðir.
96 JÖKULL 34. ÁR