Jökull - 01.12.1985, Page 148
Trausti (í frakka og
með hatt) við þyngd-
armœlingar á Skóla-
vörðuhœð í Reykjavík,
1950.
til í fleiru en einu gosi, en einnig hafa athuganir annarra
á efnabreytingum sem orðið hafa við móbergsmyndun-
ina leitt líkur að því að a.m.k. sum fjöll sem talin hafa
verið mynduð undir jökli séu í raun mynduð í sjó.
Trausti reiknaði út að á síðasta ísaskeiði hafi miðhluti
íslands sigið um 350 m. Nýlegar rannsóknir benda þó
eindregið til þess að dýpi á almennt kvikulag undir
landinu sé mun minna en Trausti reiknaði með. Því er
líklegt að þunn og margbrotin skorpa gosbeltanna hafi
sigið mun meira en 350 m undan jökulfarginu, og að í
því vatni eða þeim sjó sem lá yfir gosbeltunum í lok
síðasta ísaskeiðs hafi yngstu móbergsfjöllin myndast.
Landrisið í gosbeltunum hafi síðan lyft fjöllunum í þá
hæð sem þau eru nú í.
Landrekskenningin. Trausti var á tímabili fylgjandi
landreki í einhverri mynd og skrifaði til dæmis grein um
vesturfærslu Grænlands. Síðar snérist hann gegn kenn-
ingunni og benti m.a. á þau mótrök að út frá sam-
anlagðri þykkt ganga og samanlagðri þykkt þeirra
hraunlaga sem þeir fæða af sér (með hliðsjón af rann-
sóknum á íslandi) hlyti að myndast land langs eftir
úthafshryggjunum, ef gliðnun um þá væri vegna ganga-
innskota. Slíkt land er ekki til staðar og því ályktaði
Trausti að lítið sem ekkert rek væri um þessa hryggi.
Rök Trausta áttu fyrst og fremst við um gömlu land-
reks- eða botnskriðskenninguna, en síður við þá plötu-
kenningu sem flestir aðhyllast í dag. Auk þess er fremur
auðvelt að sneiða hjá þessum rökum og ávallt varasamt
að leggja mikið upp úr neikvæðum gögnum, þ.e. því
sem ekki finnst. Trausti setti í síðari ritum sínum fram
nokkur önnur rök, einkum að því er varðaði gliðnun á
íslandi, en flest byggja þau á umdeilanlegum túlkunum
eða neikvæðum gögnum. Þótt rök Trausta gegn plötu-
kenningunni væru þannig ekki afgerandi, á hún vissu-
lega við mörg vandamál að etja. Nægir þar að nefna að
um orsakir plötuskriðs eru menn litlu nær en þegar
Wegener setti sína kenningu fram fyrir meira en 70
árum.
Þrátt fyrir ýmsa annmarka er plötukenningin óum-
deilanlega ríkjandi kenning í dag. Einfaldleiki hennar
og þar með skýringargildi hefur að vísu minnkað með
árunum, en samt verður því ekki á móti mælt að hún er
enn skásta heildarkenningin í jarðfræði. Saga vísind-
anna sýnir að menn falla ekki frá meiriháttar kenning-
146 JÖKULL 35. ÁR