Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 66

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Page 66
Aubna HöddJónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir stig vinna höfundar — eða sköpun verksins — og annað stig er vinna þýð- anda og aðferðir hans til að endurskapa verkið á markmálinu. Þriðja stig- ið felst í vinnu leikstjóra og annarra aðila sem standa að ákvarðanatöku í uppfærslu verksins, s.s. hverju skuli sleppt og hvað skuli sýnt, hvar verkið skuli sýnt og hverjir verði í hlutverkunum, og fjórða stigið felst síðan í vinnu leikaranna sjálfra sem endurskapa hvert hlutverk fyrir sig með minniháttar breytingum á málsniði og orðavali og jafnvel öðrum áherslum en höfundur eða þýðandi höfðu upprunalega hugsað sér. Þýðendur bregðast við þessum breytingum á höfundarverki sínu á mis- munandi vegu. Allir gera þeir sér grein fyrir að þeim er ekki kleift að standa ósveigjanlegir á höfundarrétti sínum því þá vildi einfaldlega enginn skipta við þá aftur. Þeir hörðustu segja að ef breytingar séu gerðar þurfi einfaldlega að fjarlæga nafn þeirra því þetta sé ekki lengur þeirra höfund- arverk. Sumir sleppa hreinlega algjörlega hendinni af verkinu þegar þýð- ingu er lokið og þá er leikhúsinu frjálst að gera hvaða breytingar sem er, í raun réttri í nafni þýðandans. Enn aðrir fylgja verki sínu eftir og mæta á samlestra og æfingar til að aðstoða leikara og leikstjóra í að leysa þau vandamál sem koma upp varðandi textann. Þýðandi nokkur, sem fylgir verkum sínum samviskusamlega eftir, sagði það verstu reynslu sína sem þýðanda þegar leikarar eða leikstjórar læddu þágufallssýki eða hliðstæðum villum inn í höfundarverk hans. Með því að mæta á samlestra og æfingar getur hann þó afstýrt því að misræmis gæti í málsniði og orðavali eða að inn læðist málfarsvillur. Eins og áður sagði eru flestir þýðendur verktakar. Leikhúsin bjóða að jafnaði ekki upp á neina vinnuaðstöðu þýðandanum til handa og því fer þýðingarvinnan mest fram heima hjá þýðandanum. Opinberu leikhúsin borga samkvæmt taxta en Leikfélag Islands, sem borgaði í upphafi skv. taxta, er nú með árangurstengdar greiðslur. Engar formlegar menntunarkröfur virðast gerðar til leikritaþýðenda. Eins og á öðrum sviðum þýðinga virðist allt byggjast á reynslu og hinu dýrmæta orðspori. Gott vald á íslensku er frumskilyrði og einnig skilning- ur á hvernig leikhúsið virkar. Trúmennska við höfundinn er mikilvæg þótt ætíð þurfi að klippa og stytta. Þó virðast gamanleikrit og farsar vera undantekningin hvað trú- mennsku við frumtextann varðar því þar má endalaust breyta og staðfæra. Þetta segir Magnús Geir, leikhússtjóri Leikfélags íslands, stafa af því að fyrst og fremst sé þess krafist að aðstandendur verksins séu trúir grunnhug- myndinni eða tilfinningunni í verkinu. Stundum er ekki hægt að þýða orðaleiki eða brandara og þarf því að sleppa sumu alveg en þá er bætt við brandara á svipuðum stað til að bygging verksins haldist. Eins er nauðsyn- 64 at — Tímarit I’Ýðenda nr. 7 / 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.