Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 86

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 86
Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir án endurgjalds eða prófraunar af fullnægt er öllum skilyrðum til að öðl- ast löggildingu. ■ 6. gr. Sá einn má nefna sig dómtúlk eða skjalaþýðanda sem hefúr til þess löggildingu. Öðrum er óheimilt að nota íslensk eða erlend heiti sem til þess eru fallin að villast megi á þeim og þessum heitum hvort sem um er að ræða starfsheiti einstakra manna eða firmaheiti. Brot gegn þessu varða sektum. ■ 7. gr. Lög þessi öðlast gildi i. júlí 2001.18 Sífellt færri þýðendur virðast sjá hag í því að ná sér í löggildingu. Það virð- ist vera nóg að gera án hennar. Viðskiptavinir sem við ræddum við sögðu að vissulega væri löggilding bónus, enda eini fasti mælikvarðinn sem hægt er að setja á þýðendur, en löggilding væri engan veginn nauðsyn. Sá hópur sem fæst við þessa gerð þýðinga er misleitur. Hlutfall löggiltra skjalaþýðenda og dómtúlka í þeim flokki sem við kjósum að kalla skjala- þýðingar er vitaskuld eitthvað hærra en í öðrum flokkum, þó hefur stærsti hlutinn ekki löggildingu. Þýðendur hafa yfirleitt góða en sundurleita menntun, en reynsla þeirra er þyngri á metunum. Þýðendur eru ýmist ein- yrkjar eða starfa hjá þýðingastofum þar sem margir vinna undir einum hatti. Vinnutími hjá þeim sem vinna á þýðingastofum er vitaskuld hefð- bundinn skrifstofutími en einyrkjarnir hafa frjálsari hendur og geta hliðr- að vinnutíma sínum til. Algengt er að þýðendur hafi búið og/eða lært er- lendis, hafi stundað nám á viðkomandi tungu eða séu af erlendu bergi brotnir. Þýðendur gera mismunandi kröfur til sjálfra sín en flestir eru þeirrar skoðunar að viðskiptavinurinn komi aftur ef þýðandinn er kröfu- harður á eigin vinnu. Til eru lög og reglugerð um löggilta skjalaþýðendur og dómtúlka varðandi vinnubrögð og vinnureglur en þeir sem hafa ekki þreytt prófið búa ekki við neinar kvaðir og því erfiðara að gera einhverjar ákveðnar kröfur um vinnubrögð. Aður fyrr báru þýðendur sig saman um verð, en með tilkomu samkeppnislaga frá 1994 var slíku hætt. Staðan er samt sem áður sú í dag að flestir setja upp svipaða ef ekki sömu taxta. Við- mælendur virðast almennt sammála um að starfið gefi vel af sér um leið og komin er góð reynsla. Flestir þýðendur eiga sína föstu viðskiptavini sem leita til þeirra aftur og aftur. Þýðingar sem heyra undir þennan flokk eru í flestum tilfellum textar sem krefjast mikillar nákvæmni í þýðingum frem- ur en mikillar skáldgáfu eða skapandi skrifa. Þýðendur sem rætt var við þvertóku hins vegar fyrir það að þetta væri þurr eða leiðinleg vinna. Til er stéttarfélag skjalaþýðenda, en að sögn Jóns Skaptasonar er það „gersamlega óvirkt“. Annar viðmælandi, Lars Andersen, stakk upp á því að 18 Lög nr. 148 2000 84 á . ffiœydjá - Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.