Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 93

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 93
Þýðingar á islenskum markaði 2001 kvæm. Tækninni fleygir stöðugt fram í þessum fræðum og þrátt fýrir að fáir séu farnir að nýta sér þýðingarminni eða hjálpargögn af þeirri gerðinni reynist netið flestum óendanlegur viskubrunnur. A netinu geta þýðendur komist inn f fjöldann allan af erlendum orðabókum auk þess að geta leit- að sér upplýsinga almenns eðlis. Það var mjög misjafnt eftir hópum hversu mikið og þá hvernig þýðendur notuðu tæknina. Eðlilega bera þýðendur í tölvugeiranum höfuð og herðar yfir aðra þýðendur hvað þetta varðar. Nánast allir sem fengust við slíkar þýðingar hafa þýðingarminni til um- ráða, en fæstir aðrir höfðu í rauninni kynnt sér slík tæki til hlítar. Eins og heimurinn þróast í dag má þó gera ráð fyrir að mun fleiri þýðendur verði farnir að nýta sér þýðingarminni áður en langt um líður. í sumum gerðum þýðinga koma þýðingarminni aldrei til með að nýtast að nokkru viti, t.a.m. í þýðingum í dagblöðum og tímaritum þar sem helst mátti ekki tala um að verið væri að vinna þýðingar heldur skrifa blaðagreinar með erlend- ar heimildir til hliðsjónar. Það er misleitur hópur sem vinnur að þýðingum á íslandi. Flest er þetta vel menntað fólk, í það minnsta með háskólagráðu sem jafngildir B.A.- prófi. Nær undantekningarlaust er þessi menntun á sviði hugvísinda; tungumála, málvísinda, sálfræði eða sagnfræði svo eitthvað sé nefnt. Það var samdóma álit viðmælenda að góð og fjölbreytt menntun og reynsla nýttist vel í þessu starfi. Ekki spillir fýrir að hún sé dálítið þverfagleg. Mest áhersla er í öllum tilvikum lögð á góða kunnáttu á markmálinu. Færni í frummálinu er ekki eins áríðandi því þar má alltaf nota orðabækur og önn- ur hjálpargögn. Með því að leggja áherslu á íslenskuna, enda er markmál- ið í flestum tilfellum íslenska, er ekki endilega átt við að þýðendur þurfi í öllum tilvikum að hafa skapandi skrif rithöfundarins á sínu valdi þó að í einhverjum tilfellum sé það nauðsynlegt. Þýðandi verður hins vegar að geta komið frá sér góðum texta; liprum og læsilegum og lausum við villur. Hvað er rétt og villulaust er hins vegar mjög mismunandi effir flokkum. í þýðingum á viðskiptatextum og öllu sem lýtur að slíku er krafan um hár- nákvæma, nánast orðrétta þýðingu góð og gild. í bókmenntaþýðingum á slík krafa alls ekki við heldur er aðaláherslan á jafngildið. Þá skiptir meira máli að ná fram andblæ og stíl verksins en að koma til skila orðrétt öllu því sem kemur fram í textanum. í þýðingum á fjölmiðlum, hvort heldur um er að ræða ritmiðla eða skjámiðla, eru hagkvæmnissjónarmið efst á baugi. í skjámiðlum setur sá takmarkaði stafafjöldi sem skjátextar hafa yfir að ráða þýðendum ákveðnar skorður. Skjáþýðendur þurfa svo að glíma við það vandamál að koma talmáli yfir á ritmál. Skjáþýðandans er einnig að vinsa úr aðalatriðin og koma þeim til skila á sem bestan hátt. í ritmiðla- þýðingum þarf sömuleiðis að hreinsa burt aukaatriðin svo aðalatriðin fái d .jrfœýr/iíá — Þegar stríð að stríðinu verður 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.