Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 95

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 95
Þýðitigar á íslenskum markaSi 2001 rétturinn kaupandans. Harðar deilur hafa komið upp vegna þessa milli Ríkissjónvarpsins og þýðendanna, sem allir eru verktakar. Það er líka mis- jafnt hversu hátíðlega höfundarrétturinn er tekinn. Það er algengt í þýð- ingum sem tengjast viðskiptalífmu að kaupandinn telji það sjálfsagðan rétt sinn að breyta þýðingunni að vild eftir að þýðandi hefur skilað henni af sér þrátt fyrir að ekki hafi verið samið sérstaklega um kaup á höfundarrétti. Þetta hefur þó okkur vitanlega ekki valdið miklum uppþotum enn sem komið er. I leikhúsunum er höfundarrétturinn margþættur og þar hafa breytingar ekki heldur valdið neinum stórum vandræðum. Hver og einn listamaður virðir þörf annars til að skapa. Höfundurinn skapar verkið, þýðandinn þýðinguna, leikstjórinn uppfærsluna og að síðustu leikarinn persónuna. I þessu flókna ferli spretta sífellt fram einhverjar breytingar. Oft eru breytingar sem leikstjóri eða leikari gerir bornar undir þýðandann ef hann fylgir verkinu eftir allt fram á frumsýningu. Aðrir þýðendur sleppa hins vegar hendinni af verkinu um leið og handriti er lokið en gera sér grein fyrir að einhverjar breytingar eiga eftir að verða í ferlinu. Miklar hræringar eru á þýðingamarkaði í dag. Þýðingastofum, þar sem margir vinna undir einu þaki, fer fjölgandi og markaðurinn er orðinn svo stór að þær eru jafnvel farnar að auglýsa vinnu sína í sjónvarpi. Fagleg um- ræða og gagnrýni er að aukast í þessu fagi sem og virðing fyrir því sem sér- stakri starfsgrein. Skjáþýðendur eru og hafa alltaf verið undir smásjánni hvað gagnrýni varðar, þó ekki geti sú gagnrýni alltaf talist mjög fagleg. Astæða þess að fólk á svo auðvelt með að gagnrýna skjáþýðingar er vitaskuld sú að neyt- andinn hefur alltaf frummálið í eyrunum og getur því komið auga á eitthvað sem þýðandanum sást yfir. Innan akademíunnar er að verða vitundarvakn- ing. Sérstök orðræða um þýðingafræði er að verða til og nú er farið að bjóða upp á þýðingafræði sem nám á meistarastigi. Allt ætti þetta að hjálpa til við að færa þýðingastarfið til vegs og virðingar, einkum ef þýðendur eru meðvit- aðir um þessa þróun og leggja sig fram um að beina henni í rétta átt. Heilmildaskrá Björn Þór Vilhjálmsson. 1999. „Saga bandarískra kvikmynda.“ Heimur kvikmyndanna, bls. 3-43. Ritstjóri Guðni Elísson. Forlagið, Reykjavík. Eggert Þór Bernharðsson. 1999. „íslenskur texti og erlendar kvikmyndir.“ Heimur kvik- myndatma, bls. 874-885. Ritstjóri Guðni Elísson. Forlagið, Reykjavík. Ellert B. Sigurbjörnsson. 1999. Mál og mynd, Ríkisútvarpið - Sjónvarp, Reykjavík. Hagstofa fslands. 1999. „Hagskýrslur á vefnum - Fjölmiðlun og menning.“ http://www.hagstofa.is/ Hagstofa íslands. 1999. „Hagskýrslur á vefnum - Nýmiðlar." http://www.hagstofa.is/ á . — Þegar stríð að stríðinu verður 93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.