Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 6
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 20112 Í fyrsta skipti í sögu ráðstefnu hjúkrunar hérlendis var ákveðið að gefa út greinasafn með ritrýndum fræðigreinum. Öllum sem vildu senda inn ágrip af erindum fyrir ráðstefnuna Hjúkrun 2011 var boðið að reyna að fá grein byggða á erindinu birta í Tímariti hjúkrunarfræðinga. Áhuginn var meiri en skipuleggjendur þorðu að vona. Alls eru birtar í þessu tölublaði ellefu rannsóknagreinar. Greinarnar bera þess vitni að vísindavinna hjúkrunar­ fræðinga er margvísleg og fjölbreytileg. Greinarnar fjalla meðal annars um forprófun á spurningalistum til að nota í klínískri vinnu, hvernig nota megi tóbaksvarnir í grunnskólum, starfsmannaveltu meðal hjúkrunarfræðinga á Landspítala og fjölþjóðlega rannsókn á húð og lífsgæðum stómaþega. Þær rannsóknir sem þessar greinar byggjast á sýna gróskuna í rannsóknum og þróunarvinnu hjúkrunarfræðinga. Þegar grein birtist í vísindatímariti er vinnsluferli handrits oft hálft ár eða lengra. Hér liðu einungis tæpir 3 mánuðir frá því að handrit var sent inn til birtingar þar til það er nú komið út á prenti sem ritrýnd fræðigrein. Að baki því var samstillt átak margra aðila. Því viljum við ritstjórar ritrýndra fræðigreina nota tækifærið og þakka öllum sem komu að þeirri vinnu. Fyrst og fremst viljum við þakka þeim ritrýnum sem lögðu fram vinnu sína við að ritrýna fræðigreinarnar. Það sýnir velvilja þeirra að hægt var að hringja í þá, jafnvel til útlanda þar sem þeir voru í sumarfríi með fjölskyldu sinni, og enginn skoraðist undan að gera það sem um var beðið. Ritnefnd naut ómetanlegrar aðstoðar Helgu Garðarsdóttur og Halldórs Þráinssonar. Þau sáu meðal annars um samskipti við höfunda og prófarkalestur. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga, Christer Magnusson hefur fylgst vel með þessari vinnu og aðstoðað við að tryggja útgáfu á tilsettum tíma. Án góðrar samvinnu allra þessara aðila hefði þetta varla tekist. Það er mat ritstjóra ritrýndra fræðigreina að margt sé hægt að læra af þessari vinnu. Mikilvægasti lærdómurinn er þó sá að gerlegt er að birta ritrýndar vísindagreinar í tengslum við hjúkrunarráðstefnur hérlendis. Fagstétt sem á slíkan mannauð sem birtist í fjölda og fjölbreytni innsendra ágripa á ráðstefnuna Hjúkrun 2011 þarf ekki að kvíða framtíðinni. Árún K. Sigurðardóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir voru ritstjórar ritrýnda fræðigreina vegna ráðstefnunar Hjúkrun 2011. Pistill ritnefndar Hjúkrunar 2011 FYRSTA GREINASAFN HJÚKRUNARRÁÐSTEFNU Á ÍSLANDI

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.