Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 14
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201110 Guðfinnu Hallgrímsdóttur (2008) sem sýna að hjúkrunar­ fræðingar spyrja almennt lítið út í tóbaksnotkun. Hins vegar sögðust skólahjúkrunarfræðingarnir vera í stakk búnir til að sinna tóbaksvörnum og því faglega ekkert að vanbúnaði að gera það í meira mæli. Samt sem áður fengu innan við helmingur skólahjúkrunarfræðinganna fræðslu um tóbaksvarnir í námi sínu og einungis þriðjungur hafði sótt fræðslu eða námskeið í tóbaksvörnum eftir að þeir luku námi. Því er ljóst að minnsta kosti fjórðungur skólahjúkrunarfræðinganna hafði ekki fengið neina sértæka fræðslu um tóbaksvarnir. Það námsefni sem mest var notað í tóbaksvörnum grunnskólanna var heilbrigðisfræðslan 6H heilsunnar sem er notuð af skólaheilsugæslunni. Sá þáttur sem var mest notaður í tóbaksvörnum 6H heilsunnar var ,,hugrekki“, en hann miðar að því að nemendur öðlist góða sjálfsmynd, sjálfstraust og færni í að taka góðar ákvarðanir (Lýðheilsustöð, 2006). Það sem virðist skorta á í tóbaksvarnahluta 6H heilsunnar er fræðsla, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization, 1999) og Lynch og Bonnie (1994) er sá þáttur ekki síður mikilvægur en aðrir til að tóbaksvarnirnar verði heildrænar, en mikilvægt er að börn og ungmenni taki upplýsta ákvörðun um að hafna ávana­ og fíkniefnum og því er fræðslan mikilvæg í því samhengi. Viðbótarniðurstöður komu fram í rannsókninni varðandi mun milli svara skólastjóra og skólahjúkrunarfræðinga í nokkrum þáttum rannsóknarinnar. Einn af þeim þáttum tengdist hvaða námsefni væri notað í tóbaksvörnum. Skólastjórar töldu að námsefnið ,,Vertu frjáls – reyklaus“ væri algengast og því líklegt að það sé algengasta námsefnið sem kennarar nota í tóbaksvörnum. Námsefnið ,,Vertu frjáls – reyklaus“ er frá árinu 1997, en rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að námsefni í tóbaksvörnum sé sífellt í endurskoðun og taki mið af þeim tíðaranda og þeirri tóbaksnotkun sem er algengust á hverjum tíma (Sherman og Primack, 2009). Því ættu tóbaksvarnir ekki síst að snúa að munntóbaksnotkun í dag, þar sem veruleg aukning er á munntóbaksnotkun meðal ungmenna (Þórhallur Ólafsson o.fl., 2010). Þrátt fyrir að tóbaksvarnir flokkist undir lífsleikni í aðalnámskrá grunnskólanna, þá var meira en fjórðungur skóla þátttakenda ekki með tóbaksvarnir í námskrám sínum. Jafnframt svaraði enginn þátttakandi því til hver ætti að sinna tóbaksvörnum samkvæmt námskránni og því líklegt að það sé ekki skilgreint hver eigi að sinna þeim í námskrám skólanna. Skólar flestra þátttakenda voru með reglur um tóbaksnotkun, en um helmingur með skriflegar leiðbeiningar um hvernig taka ætti á tóbaksnotkun. Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að hafa reglur um tóbaksnotkun og að þær séu veigamikill hluti af tóbaksvörnum skólanna (Adams o.fl., 2009; Boyce o.fl., 2009). Þó nokkur munur var á svörum skólastjóra og skólahjúkrunar­ fræðinga varðandi námskrár, reglur um tóbaksnotkun og skriflegar leiðbeiningar um hvernig taka ætti á tóbaksnotkun. Skólahjúkrunarfræðingar svöruðu mun oftar ,,veit ekki“ heldur en skólastjórarnir og þeir koma yfirleitt ekki beint að gerð námskráa, reglna, né skriflegra leiðbeininga fyrir skólastarfið, en skólastjórar koma beint að þeim þáttum í starfi sínu. Varlega ber að fara í túlkun á þeim mun sem fram kom milli starfsstéttanna, þar sem rannsóknin var ekki hönnuð til að athuga hann sérstaklega. Þessar viðbótarniðurstöður benda þó til þess að heildarmynd af tóbaksvörnum í skólunum hefði ekki náðst nema með því að leita bæði til fulltrúa skólans og skólaheilsugæslunnar. Einnig gætu þær bent til þess að samskipti og samvinnu þessara aðila mætti auka enn frekar en nú er. ÁLYKTUN OG LOKAORÐ Tóbaksvörnum er sinnt í flestum skólum landsins að einhverju leyti, en þó mætti gera mun betur. Algengast er að tóbaksvarnir fari einungis fram í 7.­10. bekk, en lítið sem ekkert í 1.­6. bekk. Algengasta verkefnið í tóbaksvörnum er ,,Reyklaus bekkur“ og algengasta námsefnið er 6H heilsunnar sem inniheldur litla fræðslu til nemenda um tóbak. Jafnframt er hvatning til reykleysis í fáum skólum landsins. Í aðalnámskrá kemur skýrt fram að fræða eigi um tóbak, en samt eru tóbaksvarnir ekki í námskrám nema hluta skóla landsins og þar sem tóbaksvarnir eru í námskrám er ekki skilgreint hver eigi að sinna þeim. Þeir sem aðallega sinna tóbaksvarnastarfi grunnskólanna eru skólahjúkrunarfræðingar og umsjónarkennarar. Þrátt fyrir það koma margir skólahjúkrunarfræðingar ekkert að tóbaksvörnum í sínum skólum og spyrja jafnvel ekki út í tóbaksnotkun í viðtölum við nemendur. Rannsókn þessi ætti því að geta nýst bæði skólastjórum og skólahjúkrunarfræðingum til að vinna betur að tóbaksvörnum innan skólans. Tóbaksvarnir ættu að koma að öllu skólastarfinu, þ.e. bæði að stefnu og reglum skólanna, námskrá, sem og lífsleikni og fræðslu um tóbak. Allir þessir þættir vinna svo saman til að gera tóbaksvarnir skólanna heildstæðar. Mikilvægt er að huga að rót vandans og stuðla að því að börn og ungmenni byrji ekki að neyta tóbaks. Það er fullseint að grípa til aðgerða þegar börn eru byrjuð að neyta ávana­ og fíkniefna, því þarf að huga vel að forvörnum og byrgja brunninn frá upphafi skólagöngu en ekki eingöngu þegar nemendur eru komnir upp á efri ár grunnskólans. ÞAKKIR Kærar þakkir til þátttakenda sem gáfu sér tíma til að svara spurningalista rannsóknarinnar. Félag íslenskra hjúkrunar­ fræðinga og Lýðheilsustöð fá kærar þakkir fyrir fjárhagslegan stuðning við gerð rannsóknarinnar. HEIMILDIR Adams, M. L., Jason, L. A., Pokorny, S., og Hunt, Y. (2009). The relationship between school policies and youth tobacco use. Journal of School Health, 79 (1), 17­23. Álfgeir L. Kristjánsson, Hrefna Pálsdóttir, Inga D. Sigfúsdóttir og Jón Sigfússon (2008). Vímuefnanotkun framhaldsskólanema á Íslandi: Rannsókn meðal framhaldsskólanema á Íslandi árið 2007. Samanburður rannsókna frá 2000, 2004 og 2007. Reykjavík: Rannsóknir og greining. Bassi, S., Cray, J., og Caldrello, L. (2008). A tobacco­free service­learning pilot project. Journal of Nursing Education, 47 (4), 174­178. Boyce, J. C., Mueller, N. B., Hogan­Watts, M., og Luke, D. A. (2009). Evaluating the strength of school tobacco policies: The development of a practical rating system. Journal of School Health, 79 (10), 495­504. Buka, S. L., Shenassa, E. D., og Niaura, R. (2003). Elevated risk of tobacco dependence among offspring of mothers who smoked during pregnancy: A 30­year prospective study. The American Journal of Psychiatry, 160 (11), 1978­1984. Campbell, R., Starkey, F., Holliday, J., Audrey, S., Bloor, M., Parry­Langdon, N., o.fl. (2008). An informal school­based peer­led intervention for

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.