Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201118 hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980). Til að ná markmiðum laganna er mikilvægt að kanna líðan heilbrigðisstarfsfólks reglulega og hafa góða mynd af því sem getur verndað heilsu og öryggi starfsfólks og þar með sjúklinga. Vinnuálag í heilbrigðisþjónustu hér á landi fer vaxandi (Landspítali háskólasjúkrahús, 2010) og margt bendir til þess að samdráttur og aðhald í rekstri spítalans, sem og annarra heilbrigðisstofnana, geti haft þau áhrif að svo verði áfram. Nýjar erlendar rannsóknir undirstrika mikilvægi úrbóta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna, einkum með hliðsjón af nauðsyn þess að starfsfólk geti haft áhrif á ákvarðanir er varða þess eigin störf og þörf fyrir félagslegan stuðning samstarfsfólks og stjórnenda (IOM, 2010; Kramer o.fl., 2011). Íslenskar rannsóknir styðja þessar niðurstöður (Gunnarsdóttir o.fl., 2009; Sveinsdóttir og Gunnarsdóttir, 2008) en þó eru enn fáar hér á landi sem lýsa tengslum mikilvægra áhrifaþátta í starfsumhverfi heilbrigðisþjónustu við sálfélagslega líðan starfsmanna. Mikilvægt er að auka þekkingu á áhrifum álags, sjálfræðis og stuðnings á vinnustað í starfsumhverfi heilbrigðisþjónustu hér á landi. Því var tilgangur rannsóknarinnar að meta einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum á Landspítala og kanna hugsanleg tengsl við sálfélagslega þætti í starfsumhverfi, einkum vinnuálag, sjálfræði og stuðning í starfi. Til að varpa skýrara ljósi á niðurstöður um einkenni kulnunar voru þær bornar saman við niðurstöður rannsóknar sem gerð var með sama mælitæki á LSH árið 2002 (Gunnarsdóttir o.fl., 2009). Sálfélagslegir áhrifaþættir Mikið vinnuálag getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsmenn svo sem starfstengda þreytu og andlega örmögnun (Schaufeli o.fl., 2009). Tímaskortur er ennfremur streituvaldur (Karasek og Theorell, 1990) og rannsóknir sýna að mikið vinnuálag og undirmönnun hafa neikvæð áhrif á líðan og heilsu heilbrigðisstarfsmanna sem og gæði heilbrigðisþjónustu (Hayes o.fl., 2006). Í rannsóknum meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur komið fram að vinnuálag sé mikið og fari vaxandi og hafa starfsmenn lýst áhyggjum vegna þess (Gunnarsdóttir o.fl., 2009; Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2003). Skýrslur Hag­ og upplýsingasviðs LSH hafa stutt þessar niðurstöður (Elísabet Guðmundsdóttir o.fl., 2007). Við gerð áhættumats meðal hjúkrunarstjórnenda á LSH kom fram að álag og streita í starfi reyndust helstu áhættuþættir vanlíðanar (Svava Þorkelsdóttir, 2007). Lítið ákvarðanavald um tilhögun vinnu og vinnutíma tengist ennfremur vanlíðan og verri heilsu starfsmanna (Karasek og Theorell, 1990). Takmarkað sjálfræði getur dregið úr starfsánægju og starfsgetu hjúkrunarfræðinga (Kramer o.fl., 2011) og það getur haft neikvæð áhrif á heilsu ef ábyrgð á verkefnum fylgir ekki ákvarðanatöku um framkvæmd þeirra (Demerouti o.fl., 2000). Í könnun sem gerð var árin 2002 og 2003 kom fram að meira en þriðjungur íslenskra hjúkrunarfræðinga hafði litla stjórn yfir vinnuhraða og verkefnum vegna tímaskorts og álags (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Þó töldu hjúkrunarfræðingar í rannsókninni ákvarðanavald sitt um meðferð sjúklinga mikið (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Sýnt hefur verið fram á þörf fyrir aukna þekkingu á sjálfræði hjúkrunarfræðinga (Kramer o.fl., 2011) en ekki liggja fyrir nýjar rannsóknir á þessu sviði hérlendis. Stuðningur yfirmanna og samstarfsfólks á vinnustað er einnig mikilvægur þáttur fyrir vellíðan og góðan árangur starfsmanna (Aiken o.fl., 2002; Gunnarsdóttir o.fl., 2009; IOM, 2010). Stuðningur deildarstjóra og samskipti hjúkrunarfræðinga og lækna hafa reynst lykilþættir fyrir starfsánægju og gæði hjúkrunarþjónustu á LSH (Gunnarsdóttir o.fl., 2009) og eru þessir þættir meðal þeirra sem hjúkrunarfræðingar telja gjarnan hvað mikilvægasta fyrir vellíðan og árangur í starfi (Kramer o.fl., 2011). Kulnun Kulnun (e. burnout) er skilgreind sem mikil starfs­ og tilfinningaþreyta og tengist langvarandi álagi og streituvöldum á vinnustað (Kramer o.fl., 2011; Laschinger o.fl., 2006; Schaufeli o.fl., 2009). Fólki er vinnur störf sem fela í sér sér náin samskipti, svo sem í heilbrigðisþjónustu, er hættara við kulnun en starfsfólki í annars konar störfum (Schaufeli o.fl., 2009). Lítil kulnun mældist meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á LSH í rannsókn sem gerð var árið 2002 (Gunnarsdóttir o.fl., 2009) en niðurstöðurnar sýndu að undirmönnun reyndist stærsti einstaki áhrifaþáttur kulnunar. Niðurstöður sambærilegrar rannsóknar á kulnun meðal hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum, Kanada, Skotlandi, Englandi og Þýskalandi voru bornar saman við íslenska hjúkrunarfræðinga og voru einkenni kulnunar minnst meðal þeirra íslensku (Aiken o.fl., 2002). AÐFERÐ Rannsóknarsnið og þátttakendur Um var að ræða lýsandi þversniðsrannsókn og þýðið hjúkrunarfræðingar sem störfuðu á bráðalegudeildum skurðlækningasviðs og lyflækningasviðs I þann 1. febrúar 2008 samkvæmt skráningu skrifstofu starfsmannamála LSH, alls 206 hjúkrunarfræðingar. Stjórnendur og fólk í leyfum frá störfum var ekki hluti þýðisins. Mælitæki Spurningalistinn samanstóð af tveimur mælitækjum; Norræna spurningalistanum um sálfélagslega þætti í vinnunni (QPSNordic) og spurningalista Maslach um kulnun (Maslach Burnout Inventory). Að auki var spurt um bakgrunn þátttakenda; aldur, starfsaldur á LSH, fjölda barna, vinnufyrirkomulag, starfshlutfall og starfssvið. Norræni spurningalistinn (QPSNordic) mælir sálræna og félagslega þætti vinnunnar; einkennandi þætti fyrir starfið og vinnustaðinn ásamt viðhorfum starfsmanna til þeirra. Í rannsókninni var styttri útgáfa spurningalistans notuð. Hún samanstendur af 32 spurningum í 18 undirflokkum: Kröfur um afköst (2), kröfur um þekkingaröflun (2), hlutverk skýrt (2), hlutverk óskýrt (1), jákvæðar áskoranir (2), ákvarðanafrelsi (2), stjórn á verkhraða (2), forspá um næsta mánuð (1), tilfinning um færni (1), stuðningur yfirmanns (2), stuðningur samstarfsmanna (1), stuðningur vina og fjölskyldu (1), hvetjandi stjórnun (2),
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.