Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Page 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 19 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER starfsandinn (3), frumkvæði (2), misrétti (2), starfsmannastefna (2), hópvinna (2). Að auki voru fimm spurningar utan undirflokkanna: Um félagslegan stuðning (1), forspá um vinnuna (1), streitu (1) og hversu gefandi vinnan er (2). Spurningunum var svarað á 5 gilda kvarða þar sem 1= mjög sjaldan eða aldrei / mjög lítið eða alls ekki og 5 = mjög oft eða alltaf / mjög mikið. Fyrri rannsóknir hafa staðfest áreiðanleika mælitækisins (Chronbachs alfa er 0,60­0,88) (Lindström o.fl., 2000). Maslach Burnout Inventory (MBI) mælitækið kom út árið 1981 og mælir kulnun meðal starfsfólks sem vinnur í nánum, persónulegum samskiptum við fólk (MBI­HSS) (Demerouti o.fl., 2000; Maslach o.fl., 1996). Spurningalistinn hefur verið þýddur og staðfærður víða (Maslach o.fl., 1996), m.a. hér á landi (Gunnarsdóttir o.fl., 2009). Hér var notuð útgáfa listans sem hefur verið gerð fyrir starfsfólk í heilbrigðis­ og velferðarþjónustu og kennslu (Maslach o.fl., 1996). MBI­HSS felur í sér 22 atriði til að mæla þrjá undirflokka kulnunar. 1) Tilfinningaþrot (e. emotional exhaustion, 5 atriði) mælir tilfinningalega örmögnun starfsmanns vegna vinnu. 2) Með spurningum um hlutgervingu (e. depersonalization, 5 atriði) er lagt mat á ópersónulegt og kuldalegt viðmót starfsmanns gagnvart skjólstæðingum sínum. 3) Með mati á vinnuafköstum (e. personal accomplishment, 8 atriði) er upplifun starfsmanns á árangri sínum í starfi metin. Spurningunum er svarað á 7 gilda kvarða þar sem 0=aldrei og 6=á hverjum degi (Maslach o.fl., 1996). Fyrri rannsóknir hafa staðfest áreiðanleika mælitækisins (Cronbachs alfa fyrir kvarðana þrjá er 0,67 til 0,84) (Maslach o.fl., 1996). Siðfræði Leyfi fékkst fyrir rannsókninni hjá Siðanefnd stjórnsýslurannsókna og framkvæmdastjóra hjúkrunar á LSH og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Ennfremur fékk rannsakandi leyfi sviðsstjóra lyflækningasviðs I og skurðlækningasviðs til að kynna rannsóknina á deildarstjórafundum þar sem deildarstjórar bráðalegudeildanna samþykktu að rannsóknin færi fram. Tilgangur og framkvæmd rannsóknarinnar voru kynnt fyrir þátttakendum í formála að spurningalistanum og þar kom fram að rannsóknin væri nafnlaus og fyllsta trúnaðar yrði gætt. Litið var á svörun lista sem samþykki fyrir þátttöku í rannsókninni. Framkvæmd Spurningalisti var lagður fyrir alla (n=206) almenna hjúkrunarfræðinga á bráðalegudeildum skurðlækningasviðs og lyflækningasviðs I frá 5. mars til 15. apríl 2008. Farið var með listana á deildirnar í umslögum merktum hverjum og einum. Svarkössum var komið fyrir á deildunum og listunum skilað í nafnlausum umslögum í kassana sem rannsakandi sótti á deildirnar. Úrvinnsla Svör við spurningunum voru slegin inn í SPSS 16.0. Lýsandi tölfræði var notuð við framsetningu niðurstaðna. Kí­kvaðrat var notað til að skoða tengsl bakgrunnsbreyta við stakar spurningar úr QPSNordic­listanum. T­próf óháðra hópa voru notuð til að meta hvort marktækur munur væri á algengi kulnunar milli skurð­ og lyflækningasviðsins, sem og hvort munur væri á algengi kulnunar í þessari rannsókn og í rannsókn sem framkvæmd var árið 2002 (Gunnarsdóttir o.fl., 2009). NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur Af 206 hjúkrunarfræðingum sem fengu sendan spurningalista svöruðu 139 (67,5%). Af þeim voru 67 (48,2%) á lyflækningasviði I og 72 (51,8%) á skurðlækningasviði. Helstu upplýsingar um hópinn eru sýndar í töflu 1. Vinnuálag Yfir 50% hjúkrunarfræðinganna sögðust oft eða alltaf hafa of mikið að gera. Hjúkrunarfræðingar á lyflækningasviði I höfðu að meðaltali oftar of mikið að gera en hjúkrunarfræðingar á skurðlækningasviði (χ² (1) 14,611, p<0.01) (tafla 2). Hjúkrunarfræðingar á lyflækningasviði I töldu vinnuálagið að meðaltali ójafnara og töldu verkefni frekar hlaðast upp en hjúkrunarfræðingar á skurðlækningasviði (χ² (2) 4,027 p<0,01). Marktækur munur mældist ekki á vinnuálagi eftir öðrum grunnbreytum. Ákvarðanavald - sjálfræði Ríflega þriðjungur þátttakenda sagðist oft eða alltaf geta haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir í starfinu en um helmingur sagðist stundum geta haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir (tafla 2). Um 64% hjúkrunarfræðinganna sögðust sjaldan eða aldrei geta stjórnað vinnuálagi í eigin starfi en um tíundi hver þátttakandi sagðist fremur oft geta stjórnað eigin vinnuálagi. Enginn þátttakenda sagðist mjög oft eða alltaf geta stjórnað vinnuálagi sínu. Þátttakendur 30 ára og yngri sögðust síður Tafla 1. Upplýsingar um þátttakendur. Aldur N % Starfsaldur N % Vinnutími N % Starfshlutfall N % 20­30 ára 26 18,8 0­5 ár 45 32.4 Morgunv. 6 4,3 80­100% 75 54,4 31­40 ára 50 35,5 6­10 ár 32 23 Kvöldv. 4 2,9 50­79% 54 39,1 41­50 ára 41 29,7 11­15 ár 26 18,7 Næturv. 7 5 < 49% 9 6,5 51­60 ára 19 13,8 16­25 ár 23 16,5 Tvísk. v. 54 38,9 > 61 árs 3 2,2 > 26 ár 13 9,4 Þrísk. v. 68 48,9 Alls 139 100 Alls 139 100 Alls 139 100 Alls 138 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.