Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 21 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER greindar. Vísbending kom þó fram um aukningu á einkennum tilfinningaþrots á lyflækningasviði I (p=0,06). Einkenni um tilfinningaþrot á skurðlækningasviði mældust hins vegar svipuð og í fyrri rannsókn. Einkenni um hlutgervingu mældust marktækt meiri nú á báðum starfssviðum. Mat á eigin vinnuafköstum mældist lakara nú en í fyrri rannsókn og voru niðurstöðurnar marktækar þegar heildarniðurstöður hópsins voru skoðaðar. Mat á vinnuafköstum var marktækt lakara nú en áður á lyflækningasviðinu en niðurstöður fyrir skurðlækningasviðið voru ekki marktækar. Í töflu 3 sjást niðurstöður kulnunarmælinganna, samanburður milli ára og starfssviða og marktækur munur sýndur þar sem það á við. UMRÆÐA Vinnuálag Niðurstöðurnar gáfu til kynna að vinnuálag meðal hjúkrunarfræðinganna hafi verið mikið á þeim tíma sem rannsóknin fór fram og samræmast þær fyrri niðurstöðum um mikið vinnuálag hjúkrunarfræðinga LSH (Kristinn Tómasson o.fl., 2003; Ómar H. Kristmundsson, 2007; Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Þó ekki liggi fyrir margar íslenskar rannsóknir á áhrifaþáttum sálfélagslegrar heilsu heilbrigðisstarfsmanna benda nýlegar og eldri, erlendar rannsóknarniðurstöður eindregið til þess að vinnuálag sé einn af stóru neikvæðu áhrifaþáttunum á heilsu starfsmanna (deJonge o.fl., 2010; Karasek og Theorell, 1990; van Bogaert o.fl., 2010) og geti jafnframt ógnað öryggi sjúklinga (Kramer o.fl., 2011). Í ljósi þessa er mikilvægt að starfsmenn og stjórnendur LSH leiti leiða til að koma í veg fyrir of mikið vinnuálag hjúkrunarfræðinga svo komast megi hjá neikvæðum afleiðingum þess. Ástæður meira vinnuálags á lyflækningasviði I en skurðlækningasviði verða ekki skýrðar með þessum gögnum en vangaveltur höfunda lúta einkum að nokkrum atriðum. Í fyrsta lagi hvort mismunandi mönnun á sviðunum hafi haft hér áhrif. Í öðru lagi hvort um sé að ræða auðveldari stýringu á flæði sjúklinga á skurðlækningadeildum sem hafi áhrif á vinnuálag starfsfólks. Í þriðja lagi hvort vinnuálag skýrist af hærri hjúkrunarþyngd á lyflækningadeildum vegna stærra hlutfalls sjúklinga með flókin heilsufarsleg vandamál þar en á skurðlækningadeildunum. Víst er að fleiri og jafnvel flóknari þættir hafa áhrif á muninn á vinnuálagi milli starfssviðanna og því er frekari athugana þörf til að kanna ástæður fyrir ólíkri upplifun hjúkrunarfræðinganna af starfsumhverfinu. Ákvarðanavald - sjálfræði Hjúkrunarfræðingarnir töldu sig hafa minni stjórn á vinnuhraða sínum en fyrri rannsóknir höfðu leitt í ljós (Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2003). Niðurstöður sýndu einnig að þriðjungur hjúkrunarfræðinganna sagðist fremur oft geta haft áhrif á ákvarðanir sem miklu skipta fyrir starfið. Þetta er mun lægra hlutfall en það sem fram kom í fyrri rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga á LSH þar sem þrír af hverjum fjórum hjúkrunarfræðingum sögðust hafa frelsi til ákvarðanatöku í mikilvægum málum fyrir hjúkrunarstarfið og meðferð sjúklinga (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Niðurstöðurnar hér eru hins vegar í samræmi við rannsóknarniðurstöður um starfsumhverfi lækna LSH þar sem aðeins um þriðjungur þeirra taldi sig oft geta haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir um starf sitt eða starfsumhverfi (Kristinn Tómasson o.fl., 2003). Niðurstöðurnar hér eru einnig í samræmi við fjölmargar erlendar rannsóknir sem benda eindregið til þess að sjálfræði heilbrigðisstarfsmanna sé takmarkað og að samskipti þeirra á milli hafi mikil áhrif á heilsu þeirra, árangur í heilbrigðisþjónustunni sem og öryggi sjúklinga (IOM 2010; Kramer o.fl., 2011; Westbrook o.fl., 2010). Jákvæð upplifun hjúkrunarfræðinga á eigin sjálfræði í fyrri rannsókn á LSH gæti hafa orðið til þess að draga úr neikvæðum áhrifum of mikils vinnuálags enda hafa hjúkrunarfræðingar talið sjálfræði sitt eina af lykilforsendum vellíðunar í starfi og hágæðahjúkrunarþjónustu (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Stjórn á eigin starfsaðstæðum er talin eitt öflugasta bjargráðið til að koma í veg fyrir starfstengda streitu (Theorell, 2002) og því er ákvarðanavald og sjálfræði heilbrigðisstarfsfólks mikilvægur þáttur í vellíðan þeirra og góðum árangri og rekstri LSH. Það er áhyggjuefni ef faglegt sjálfræði heilbrigðisstétta hefur minnkað og að einungis þriðjungur hjúkrunarfræðinga og lækna á LSH telur sig oft eða alltaf geta haft áhrif á mikilvægar ákvarðanir um starf sitt og starfsumhverfi. Leiða má líkur að því að með minnkandi sjálfræði séu hjúkrunarfræðingar frekar útsettir fyrir heilsufarslegum vandamálum (Karasek og Theorell, 1990) og að líkur á kulnun aukist (Schaufeli o.fl., 2009). Til að meta betur sjálfræði í vinnu og ákvarðanavald hjúkrunarfræðinga þarf enn frekari rannsóknir. Stuðningur Niðurstöðurnar sýndu að hjúkrunarfræðingarnir töldu sig búa við góðan félagslegan stuðning í störfum sínum. Þetta samræmist niðurstöðum fyrri rannsóknar á LSH (Gunnarsdóttir o.fl. 2009) og má ætla að stuðningurinn vegi á móti neikvæðum áhrifum vinnuálags, dragi úr streitu og ýti undir jákvæða upplifun hjúkrunarfræðinganna af framlagi sínu (Karasek og Theorell, 1990). Stuðningur við starfsmenn er einn af mikilvægustu þáttum starfsumhverfis og skiptir máli fyrir vellíðan og heilsu starfsfólks og gæði þjónustu (Aiken o.fl., 2002; Gunnarsdóttir o.fl., 2009; IOM, 2010; Kramer o.fl., 2011). Jafnvel má draga þá ályktun að meiri stuðningur við yngra starfsfólkið hafi orðið til þess að munur á vinnuálagi mældist ekki milli aldurs­ og starfsaldurshópa í rannsókninni. Góður stuðningur við unga og óreynda hjúkrunarfræðinga er nauðsynlegur til að tryggja góða aðlögun og árangur í starfi. Stuðningur á vinnustað tengist flestum áhrifaþáttum kulnunar svo sem virðingu, samvinnu, hvatningu við ákvarðanatöku og umbun í formi jákvæðs viðmóts (Demerouti o.fl., 2000). Svipaðar niðurstöður má sjá í rannsóknum meðal lækna á LSH (Kristinn Tómasson o.fl., 2003). Kulnun Kulnun mældist lítil nema á mælikvarðanum fyrir vinnuafköst þar sem merki voru um miðlungskulnun. Almennt er um að ræða lítils háttar aukningu frá fyrri rannsókn (Gunnarsdóttir o.fl., 2009) sem helst mætti skýra með auknu vinnuálagi (Elísabet Guðmundsdóttir o.fl., 2007) og því að hjúkrunarfræðingarnir telji
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.