Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 27
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 23 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER ÚTDRÁTTUR Tilgangur þessarar rannsóknar var að öðlast þekkingu á vandaðri og árangursríkri heimaþjónustu sem stuðlar að vellíðan eldri borgara sem eru 80 ára og eldri og búa heima. Athyglin beindist að starfs háttum í heimahjúkrun. Í þessari grein er fjallað um sam vinnu. Byggt var á gerenda netskenningunni (Actor Network Theory) þar sem reynt er að rekja hvernig tengsl skapa og móta gerendur og hafa áhrif á störf og daglegt líf. Aðferðin var etnógrafísk og gagnasöfnun fór fram á fjórum mánuðum árið 2010. Rannsóknargögn voru vettvangslýsingar af samstarfs fundum og heimsóknum hjúkrunarfræðinga (N 5) og sjúkraliða (N 4) til eldri borgara (N 15) og viðtöl við sömu aðila. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að samvinna meðal starfsmanna heimaþjónustunnar, við sjúklinga og aðstandendur þeirra og við samstarfsaðila innan heilbrigðis­ og félagsþjónustunnar var lykilatriði í árangursríkri þjónustu. Þessi samvinna byggði á fjölbreyttri þekkingu og einkenndist af sameiginlegum skilningi á áhersluatriðum. Heimahjúkrun má líkja við viðkvæmt net sem starfsmenn reyna að styrkja og nýta. Álykta má út frá ofangreindum niðurstöðum að forsenda fyrir árangursríkri heimahjúkrun sé að tekist hafi að mynda góða samvinnu og samstarf hinna fjölmörgu aðila sem aðstoða eldri borgara við að líða vel á heimilum sínum. Bent er á leiðir til að viðhalda og efla þá samvinnu og þætti sem veikja hana. Lykilorð: Heimaþjónusta, heimahjúkrun, samvinna, teymisvinna, gerendanetskenning, etnógrafía. INNGANGUR Í stefnumótun stjórnvalda og fræðilegri umfjöllun er oft dregin upp sú mynd að í framtíðinni verði dvöl á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum skammvinn og takmörkuð. Því er spáð að heilbrigðisþjónusta sem veitt er á slíkum stofnunum verði einungis ætluð þeim sem eru bráðveikir eða geta á engan hátt séð um sig. Aðrir muni dvelja á heimilum sínum og fá heilbrigðisþjónustu þangað eða sækja hana á göngudeildir eða dagdeildir. Því ríður á að þróa árangursríkar leiðir til að stuðla að vellíðan þeirra sem búa heima en eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Í þessari grein beinist athyglin að heimahjúkrun sem er mikilvægur þáttur í heimaþjónustu. Sagt verður frá rannsókn þar sem markmiðið var að skapa þekkingu um vandaða og árangursríka heimahjúkrun sem stuðlar að vellíðan eldri borgara sem búa við langvinn heilsufarsvandamál og búa á heimilum sínum. Í niðurstöðum hennar kom fram að starf í heimaþjónustu byggist á fjölþættri samvinnu sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna og er að stórum hluta fjölfaglegt. Það útheimtir færni í samvinnu við einstaklinga með ólíkan bakgrunn og tengsl. Í þessari grein verður leitast við að varpa ljósi á eðli þessarar samvinnu með hliðsjón af heimahjúkrun. Kristín Björnsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands SAMVINNA Í HEIMAHJÚKRUN ELDRI BORGARA ENGLISH SUMMARY Bjornsdottir, K. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 23-27 COLLABORATION IN HOME NURSING CARE The purpose of this study was to develop knowledge regarding effective and quality home care services that enhances the well being of the elderly, 80 years and older who live in their own home. The focus was on home care nursing practice and this paper addresses collaboration. It draws on Actor Network Theory (ANT) and describes how relationships create and shape actors as they perform their work and daily life. The research method was ethnographic and data were collected over a four months period in 2010. Data were field notes from staff meetings and visits by RN‘s (N 5) and LPN‘s to elderly individuals (N 15) in addition to interviews with all of participants. The findings showed that collaboration in home care, between home care workers and the elderly and their relatives as well as health and social care workers was of key importance in creating effective and quality home care. This collaboration was based on complex knowledge and was characterized by a common understanding regarding emphasis and aims. Home care nursing is like a net that the workers try to strengthen and use to reach their goals. From the above findings it can be concluded that the formation of good collaboration among the different individuals who participate in assisting the elderly to live comfortably at home is a pre­condition for effective and quality home care. A number of strategies that maintain and foster such collaboration and factors that prevent it are identified. Key words: Home care, home care nursing, collaboration, teamwork, Actor Network Theory, ethnography. Correspondance: kristbj@hi.is Fræðilegur bakgrunnur Heimahjúkrun er formleg heilbrigðisþjónusta sem er veitt af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á heimilum þeirra sem þarfnast fræðslu, stuðnings, aðstoðar, umönnunar og meðferðar vegna veikinda eða minnkaðrar færni. Hún er hluti af heimaþjónustu en hún hefur verið skilgreind sem umönnun sem fagfólk veitir einstaklingi á heimili hans eða hennar þar sem markmiðið er ekki einungis að auka lífsgæði

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.