Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Blaðsíða 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 29 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER hætti störfum á Íslandi séu sambærilegar við önnur lönd, það er laun, vinnutími, álag í starfi, vaktavinna og árekstrar milli vinnu og einkalífs (Sigríður Edda Hafberg, 2008), en umfang og alvarleiki viðfangsefnisins er ókannaður. Kröfur eru gerðar til hjúkrunarfræðinga um að vinna hratt í flóknu umhverfi og hafa ungir hjúkrunarfræðingar lýst því sem streituvaldandi aðstæðum (Pellico o.fl., 2009). Hjúkrunarfræðingar telja of mikið vinnuálag ógna öryggi sjúklinga þar sem meiri hætta er á að þeir geri mistök sem geta skaðað sjúklinga (Ramanujam o.fl., 2008). Sýnt er að of mikið vinnuálag getur valdið auknu andlegu og líkamlegu álagi og það getur leitt til aukinna veikinda, bæði af andlegum og líkamlegum toga (Rajbhandary og Basu, 2010). Skynjun hjúkrunarfræðinga af álagi í starfi og tíðum veikindafjarvistum er lýst í nýlegum, eigindlegum rannsóknum á meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga, en í hvorri rannsókn voru tekin viðtöl við 10 hjúkrunarfræðinga (Bryndís Þorvaldsdóttir, 2008; Sigríður Edda Hafberg, 2008). Niðurstöður þeirra rannsókna benda til þess að þátttakendur hafi skynjað mikið álag í sinni vinnu. Rannsóknir vantar hér á landi til að staðfesta tengsl starfsmannaveltu, veikindafjarvista og vinnuálags í hjúkrun. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvista hjá hjúkrunarfræðingum í bráðaþjónustu á Íslandi við hjúkrunarþyngd sjúklinga. Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga og mönnun Árið 2006 var það mat Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands (2006) að það þyrftu að vera 14% fleiri hjúkrunarfræðingar við störf til að svara þörf innan heilbrigðisþjónustunnar hér á landi. Ekki liggur fyrir nýrra mat á þörf íslensks samfélags fyrir hjúkrunarfræðinga næstu árin og áratugina en gera má ráð fyrir að þörfin sé enn til staðar þó að dregið hafi úr eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum til starfa í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Skortur á hjúkrunarfræðingum í Bandaríkjunum er það mikill að hann er talinn ógna öryggi sjúklinga. Talið er að það vanti um 20% hjúkrunarfræðinga, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu (DiMeglio o.fl., 2005). Nokkrir samverkandi þættir eru taldir hafa leitt til þessarar vöntunar, svo sem auknar kröfur um gæði innan heilbrigðisþjónustunnar, lítil hækkun launa hjúkrunarfræðinga, aukið álag og streituvaldandi vinnuumhverfi (Buerhaus o.fl., 2007). Því er spáð að skortur á hjúkrunarfræðingum aukist á næstu tuttugu árum og að hann verði 20­36% árið 2020 í Bandaríkjunum og víðar ef ekkert verður að gert (Allan og Aldebron, 2008). Það hefur neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar þegar hjúkrunarfræðinga vantar til starfa á heilbrigðisstofnanir. Rannsóknir sýna marktæk tengsl milli fullrar mönnunar hjúkrunarfræðinga og færri endurinnlagna, lægri dánartíðni og betri líðan sjúklinga (Aiken o.fl.,2008). Vísbendingar eru um að lítil starfsmannavelta tengist betra samstarfi innan hjúkrunar á deildum, færri lyfjamistökum, ánægðari sjúklingum og færri byltum (Bae o.fl., 2010). Ákveðin starfsmannavelta er nauðsynleg en hún má í raun hvorki vera of mikil né of lítil (Bae o.fl., 2010). Eðlileg starfsmannavelta er talin vera 10%. Mikil starfsmannavelta er kostnaðarsöm en lítil starfsmannavelta getur leitt til stöðnunar (Beardwell og Claydon, 2007). Talið er að meðalkostnaður við að missa einn reyndan starfsmann úr vinnu samsvari einum árslaunum en sá kostnaður hækkar fljótt þegar starfsmannaveltan er mikil (Branham, 2005). Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítala (LSH) var meðalstarfsmannavelta hjúkrunarfræðinga árin 2006­2010 minnst 8,1% árið 2010 og mest 11,6% árin 2007 og 2008 og meðalstarfsmannavelta fyrir alla starfsmenn á sama tímabili var minnst 11,6% árið 2009 og mest 15,7% árið 2007 (Landspítali, e.d.). Veikindafjarvistir hjúkrunarfræðinga Niðurstöður erlendra rannsókna sýna tengsl á milli vinnuálags og veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga (Rajbahandary og Basu, 2010; Rauhala o.fl., 2006). Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi en niðurstöður nýlegrar, eigindlegrar rannsóknar þar sem tekin voru viðtöl við 10 hjúkrunarfræðinga á LSH, sýndu að þátttakendur töldu orsakir eigin veikinda helst vera mikið álag, lág laun og erfiðleika við að samræma vinnu og einkalíf (Bryndís Þorvaldsdóttir, 2008). Erlendar rannsóknir benda til þess að depurð, lengd og tegund vakta hafi marktæk áhrif á veikindafjarvistir hjúkrunarfræðinga (Rajbhandary og Basu, 2010). Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru skuldbundnari vinnustaðnum og finnst þeir njóta virðingar yfirmanna og samstarfsfólks eru síður fjarverandi frá vinnu vegna veikinda (Schreuder o.fl., 2010). Hjúkrunarþyngd Ýmiss konar sjúklingaflokkunarkerfi, sem hafa þann tilgang að meta hjúkrunarþyngd sjúklinga, finnast innan hjúkrunar. Þau eru oftast notuð í þeim tilgangi að rökstyðja mönnunarþörf legudeilda. Hjúkrunarþyngd sjúklinga byggist á faglegu mati hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarþörf sjúklinga í þeirra umsjá með þar til gerðum lista. Slík flokkunarkerfi eru hönnuð í þeim tilgangi að greina á hlutlægan hátt hjúkrunarþörf sjúklinga og viðeigandi mönnunarþörf á hverjum tíma. Algengur mælikvarði sjúklingaflokkunarkerfa er hjúkrunarþyngdarstuðull sjúklinga. Tafla 1. Sex flokka sjúklingaflokkunarkerfi. Flokkur Mæling I II III IV V VI Hjúkrunarklukkustundir 0 ­ 4 4 ­ 7 7 ­ 10 10 ­ 14 14 ­ 20 20 + Hjúkrunarþyngd 0,7 1,0 1,5 2,3 3,1 4,6 Stigafjöldi 0 ­ 11 12 ­ 33 34 ­ 55 56 ­ 85 86 ­ 178 179 +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.