Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 31 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Starfsmannavelta Til að reikna út starfsmannaveltu á ákveðnu tímabili er algengast að finna fjölda þeirra sem hætta störfum og reikna sem hlutfall af meðalfjölda starfsmanna (Beardwell og Claydon, 2007). Eftirfarandi formúla var notuð til að reikna út starfsmannaveltu: Veikindafjarvistir Á Landspítala er veikindum starfsfólks skipt í þrjá flokka eftir því hversu lengi þau vara. Skammtímaveikindi eru 40 samfelldar vinnustundir eða færri. Meðallöng veikindi eru 40,01 til 240 samfelldar vinnustundir. Langvarandi veikindi eru meira en 240 samfelldar vinnustundir. Hjúkrunarþyngd Árið 2008 var notast við sex flokka sjúklingaflokkunarkerfi til að mæla hjúkrunarþyngd á öllum legudeildum LSH. Deildir skráðu einnig jafnhliða upplýsingar um hversu margir hjúkrunarfræðingar voru að störfum þann dag, til samanburðar við þá mönnun sem reiknast æskileg út frá hjúkrunarþyngd sjúklinganna. Með því að skoða muninn á æskilegum og veittum hjúkrunarklukkustundum má fá vísbendingar um hvenær of margir eða of fáir hjúkrunarfræðingar voru að störfum. Siðfræði rannsóknar Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (nr. S4220/2009) þegar fyrir lá samþykki framkvæmdastjóra fjárreiðna og upplýsinga og framkvæmdastjóra hjúkrunar auk leyfis siðanefndar stjórnsýslurannsókna á LSH (nr. 04/2009). Gögnin voru öll á tölulegu formi og innihéldu engar persónulegar upplýsingar um einstaka starfsmenn eða sjúklinga. NIÐURSTÖÐUR Úrtakið náði til 24,6% af stöðugildum allra hjúkrunarfræðinga á LSH. Tafla 2 sýnir yfirlit yfir starfsmannaveltu, veikindafjarvistir og hjúkrunarþyngd eftir sviðum árið 2008. Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga var skoðuð í samhengi við fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga árið 2008. Af þeim 19 deildum sem skoðaðar voru hættu mest fjórir hjúkrunarfræðingar störfum á einni deild á tímabilinu. Hjúkrunar­ fræðingarnir sem hættu störfum voru á aldrinum 25­65 ára. Heildarfjöldi veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga á sviðunum sem skoðuð voru fyrir árið 2008 voru um 4.000 dagar. Að jafnaði var hver hjúkrunarfræðingur veikur í tæpa 12 daga og alls samsvöruðu veikindin 17 ársverkum. Tengsl starfsmannaveltu og veikindafjarvista Skoðuð voru tengsl starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga við veikinda fjarvistir miðað við heildarfjölda veikindafjarvista hjúkrunar fræðinga á ári fyrir hverja deild. Ekki reyndist tölfræði­ lega marktæk fylgni milli starfsmannaveltu og fjölda veikinda ­ daga hjúkrunarfræðinga. Tvær deildir voru ekki með neina starfsmannaveltu hjúkrunar­ fræðinga en mesta starfsmannaveltan var 23,1%. Þegar þessar deildir voru skoðaðar sérstaklega mátti sjá að veikindahlutfall hjúkrunarfræðinga var annars vegar 5,4% og 5,2% á deildunum með enga starfsmannaveltu og hins vegar 4,8% þar sem starfsmannaveltan var mest. Þær deildir sem hér um ræðir eru hins vegar misstórar en á þeirri deild sem var með mestu starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga var meðalfjöldi flokkaðra sjúklinga á dag 10,3 en 16,7 og 20,3 á hinum deildunum tveimur. Tengsl starfsmannaveltu og hjúkrunarþyngdar Fylgni milli starfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar­ þyngdar hverrar deildar fyrir sig reyndist ekki tölfræðilega marktæk. Þrátt fyrir það má sjá að á lyflækningasviði II var starfs mannavelta og hjúkrunarþyngd hærri en á hinum tveimur sviðunum í úrtakinu (tafla 2). Að auki var það eina sviðið þar sem veittar hjúkrunarklukkustundir voru færri en æskilegar (skv. sjúklingaflokkunarkerfinu Quadramed). Tengsl veikindafjarvista og hjúkrunarþyngdar Fylgni milli hjúkrunarþyngdar og heildarfjölda veikindafjarvista hjúkrunarfræðinga var ekki tölfræðilega marktæk. Þegar tölur eru skoðaðar fyrir hvern mánuð fyrir sig yfir árið í heild má sjá ákveðna fylgni milli hjúkrunarþyngdar og veikinda eins og sést á mynd 1. UMRÆÐUR Starfsmannavelta hjúkrunarfræðinga á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði LSH árið 2008 var tæp 11% og telst það viðunandi. Það er sambærilegt heildarstarfsmannaveltu hjúkrunarfræðinga á LSH undanfarin ár sem var 8,1­11,6% en minna en meðalstarfsmannavelta fyrir alla starfsmenn spítalans sem var 11,6­15,7% (Landspítali, e.d.), Það er einnig minna en það sem þekkist á almennum vinnumarkaði og hjá opinberum stofnunum. Samkvæmt upplýsingum frá ParX viðskiptaráðgjöf IBM var starfsmannavelta 14,6% hjá þeim 20­50 fyrirtækjum sem tóku þátt í könnun ParX árið 2008 (ParX viðskiptaráðgjöf, 2009). Veikindadagar hjúkrunarfræðinga á lyflækningasviðum I og II og skurðlækningasviði voru alls rúmir 4.000 árið 2008. Miðað við meðalfjölda hjúkrunarfræðinga þetta árið gerir þetta tæpa Mynd 1. Meðalhjúkrunarþyngd og veikindadagar. 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 jan. feb. mar. apr. maí jún. sep. okt. nóv. des.ág.júl. 1,14 1,12 1,1 1,08 1,06 1,04 1,02 1 0,98 0,96 0,94 Hjúkrunarþyngd Veikindadagar Fjöldi hjúkrunarfr. sem hættu á LSH á tímabili (Fjöldi starfandi hjúkrunarfr. í upphafi árs+ fjöldi starfandi hjúkrunarfr í lok árs)/2 x100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.