Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Side 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201134 ÚTDRÁTTUR Tilgangur þessarar rannsóknar var að þýða og forprófa vonleysiskvarða Becks og meta áreiðanleika og réttmæti íslensku þýðingarinnar. Vonleysiskvarðinn hefur aðallega verið notaður til að meta vonleysi meðal þunglyndra einstaklinga auk þess sem hann spáir fyrir um sjálfsvígshættu. Kvarðinn inniheldur 20 fullyrðingar og metur jákvæð og neikvæð viðhorf einstaklingsins til framtíðarinnar. Aðferð: Þýðingin var unnin samkvæmt þýðingarferli Brislin og var forprófun gerð á geðsviði Reykjalundar. Hún fór fram í tveimur áföngum og var um hentugleikaúrtak að ræða. Listinn var lagður fyrir 161 einstakling sem einnig voru spurðir um kyn, aldur, hjúskaparstöðu, barneignir, menntun, atvinnu, fjárhag og innlagnarástæðu. Niðurstöður: Um helmingur þátttakenda var á aldursbilinu 30­49 ára og voru konur í meirihluta (65,2%). Flestir nefndu þunglyndi sem innlagnarástæðu (84,5%) en einnig nefndu margir kvíða (66,5%) og verki (44,7%). Að meðaltali reyndist vonleysi meðal sjúklingahópsins vera 10,02 stig (Sf=5,45) eða miðlungs vonleysi og var meira en helmingur þátttakenda (56%) með miðlungs eða alvarlegt vonleysi. Marktækur munur reyndist vera á vonleysi eftir fjárhagsstöðu en vonleysi var meira meðal þeirra sem töldu fjárhagsstöðu sína slæma (49,3%). Forprófunin leiddi í ljós að innri áreiðanleiki íslensku þýðingarinnar eða Chronbachs alfa var góður eða 0,90. Þáttagreining leiddi í ljós þrjá meginþætti en þeir voru nefndir: Skortur á áhugahvöt, jákvæðar væntingar til framtíðar og viðhorf til framtíðar. Ályktanir: Rannsakendur vonast til að vonleysiskvarði Becks geti nýst sem viðbót við annað faglegt mat á sálrænni líðan og að hægt verði að nota hann í forvarnarskyni til að koma auga á einstaklinga í áhættu hvað varðar vonleysi og sjálfsvígshættu. Lykilorð: Vonleysi, vonleysiskvarði Becks, þýðing og forprófun. INNGANGUR Von og vonleysi eru náskyld hugtök þó birtingarmynd þeirra sé ólík. Hjúkrunarfræðingar hafa gert margar rannsóknir þar sem þeir hafa leitast við að skilgreina hugtakið von og skoða áhrif hennar á líf og heilsu (Farran o.fl., 1995; Kylmä o.fl., 2009). Minna hefur verið um rannsóknir innan hjúkrunar á vonleysi en þeim hefur farið fjölgandi á seinustu árum einkum innan krabbameinshjúkrunar. Þær rannsóknir beinast aðallega að því að skoða tengsl vonleysis við sálræna líðan og verki (Mystakidou o.fl., 2007; Yildirim o.fl., 2009). Vonleysi Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að skilgreina vonleysi og uppruna þess. Talið er að það sé ekki einungis lífsreynslan sjálf sem skeri úr um hvort fólk fyllist vonleysi eða ekki heldur Rósa María Guðmundsdóttir, Reykjalundi Jóhanna Bernharðsdóttir, Háskóla Íslands og Landspítala ÞÝÐING OG FORPRÓFUN Á VONLEYSISKVARÐA BECKS ENGLISH SUMMARY Gudmundsdottir, R. M., Bernhardsdottir, J. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 34-40 TRANSLATION AND PRE-TEST OF BECK´S HOPELESSNESS SCALE Aim: The main aim of this study was to translate and pre­ test the Beck Hopelessness Scale (BHS) and to evaluate the reliability and validity of the Icelandic translation. The BHS has mostly been used to assess hopelessness among depressed individuals and to predict the risk of suicide. It consists of 20 statements to measure positive and negative beliefs towards the future. Methods: The translation was based on Brislin back­ translation procedure and the pre­test was conducted in two phases at the psychiatric unit of Reykjalundur Rehabilitation Centre. This was a convenience sample and consisted of 161 individuals. The participants were also asked about their sex, age, marital status, children, education, work, financial status and the reason for their admition. Findings: About half of the participants were between the age of 30 to 49 years and the majority was women (65.2%). The most common reasons for admission were depression (84.5%), anxiety (66.5%) and pain (44.7%). The mean hopelessness score among the patients was 10.02 (SD =5.45) and roughly half of the sample (56%) scored moderate to severe hopelessness. A significant difference was found between financial status and the level of hopelessness, those who considered their financial status poor (49.3%) scored higher on the BHS. Results of the pre­test showed good reliability or .90 Chronbach’s alpha. Three factors were extracted: Loss of motivation, positive expectations towards the future and beliefs towards the future. Conclusion: The authors hope that The Beck Hopelessness Scale will serve as an addition to clinical assessment to identify people at risk of becoming hopeless so preventive measures can be taken. Key words: Hopelessness, Beck Hopelessness Scale, translation and pre­test. Correspondance: rosamaria@reykjalundur.is

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.