Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201136 Dæmi um fullyrðingar á kvarðanum eru: a) Ég get einfaldlega gefist upp þar sem ég get ekkert gert til að bæta líf mitt. b) Mér finnst framtíð mín dökk. c) Þegar hlutirnir ganga illa þá hjálpar það mér að vita að þannig verður þetta ekki alltaf. d) Reynsla mín hefur undirbúið mig vel fyrir framtíðina (Rósa Friðriksdóttir og Rósa M. Guðmundsdóttir, 2001). Einungis er hægt að merkja við rétt eða rangt. Við hvert svar sem bendir til neikvæðra viðhorfa til framtíðar er gefið eitt stig. Mögulegur stigafjöldi er frá 0­20 en 0­3 stig benda ekki til vonleysis, 4­8 stig gefa til kynna vægt vonleysi, 9­14 stig benda til miðlungs vonleysis og 15­20 stig benda til alvarlegs vonleysis (Beck o.fl., 1974). Viðmiðunarmörkin fyrir vonleysi eru níu stig en þeir sem fá níu stig eða meira eru taldir vera fjórum sinnum líklegri til að fremja sjálfsvíg en þeir sem eru með átta stig eða minna (Beck o.fl., 1990; Brown o.fl., 2000). Meðaltöl á vonleysiskvarðanum fyrir hina ýmsu hópa hafa einnig verið rannsökuð en meðal almennings eru þau yfirleitt frá 2,4 upp í 4,6 stig (Haatinen o.fl., 2004; Rósa Friðriksdóttir og Rósa M. Guðmundsdóttir, 2001; Viñas Poch o.fl., 2004). Vonleysi meðal þeirra sem eru með einhvers konar geðrænan vanda er einnig breytilegt eftir gerð og alvarleika sjúkdómsins. Meðal sjúklinga á göngu­ og geðdeildum sýna rannsóknir að vonleysi er algengast á bilinu 6,28­12,06 stig (Rósa M. Guðmundsdóttir, 2007; Young o.fl., 1992). Þeir sem fá flest stig (12,4­13,47) eru einstaklingar sem gert hafa sjálfsvígstilraunir eða síðar tekið líf sitt (Dahlsgard o.fl.,1998; Duberstein o.fl., 2001). Vonleysiskvarði Becks var upphaflega hannaður til að meta vonleysi meðal einstaklinga með geðræna sjúkdóma (Beck o.fl., 1974) en hann hefur einnig verið töluvert notaður við mat á vonleysi meðal sjúklinga með alvarlega líkamlega sjúkdóma eins og krabbamein (Mystakidou o.fl., 2007; Yildrim o.fl., 2009) og alnæmi (Rosenfeld o.fl., 2004). Á seinni árum hefur notkun hans farið vaxandi við rannsóknir á vonleysi meðal almennings (Haatainen o.fl., 2004; Viñas Poch o.fl., 2004). Fáar rannsóknir hafa verið gerðar af hjúkrunarfræðingum þar sem vonleysi er metið samkvæmt vonleysiskvarða Becks. Helst má þar nefna gríska rannsókn (Mystakidou o.fl., 2007) meðal sjúklinga með langt gengið krabbamein en þar komu fram marktæk sterk tengsl milli vonleysis­ og þunglyndiskvarða Becks. Meðalstigafjöldi þátttakenda á vonleysiskvarðanum var 7,78 stig. Einnig má nefna rannsókn sem gerð var meðal tyrkneskra kvenna sem höfðu farið í aðgerð vegna brjóstakrabbameins en að meðaltali var vonleysi þeirra 8,27 stig (Yildrim o.fl., 2009). Þýðingarferli Þýðing vonleysiskvarðans var unnin samkvæmt þýðingarferli Brislin (1970) en þar er meðal annars lögð áhersla á bakþýðingu þýdda textans og að nokkrir einstaklingar lesi yfir þýðinguna og gefi álit á henni. Greinarhöfundar ásamt Rósu Friðriksdóttur hjúkrunarfræðingi þýddu upprunalega listann yfir á íslensku. Tveir Íslendingar með góða enskuþekkingu bakþýddu íslensku þýðinguna yfir á ensku. Til að meta yfirborðsréttmæti íslensku þýðingarinnar var leitað til heilbrigðisstarfsfólks og kennara með góða íslenskukunnáttu. Hjúkrunarfræðingar sem unnu við geðhjúkrun og geðlæknir lásu yfir listann með tilliti til þess hvort íslenska þýðingin væri í raun að meta hugtakið vonleysi og þar með innihaldsréttmæti hans. Auk þess var leitað til tveggja sjúklinga á geðsviði Reykjalundar sem höfðu góða enskukunnáttu og þeir beðnir að svara listanum bæði á íslensku og ensku. Rannsakendur unnu síðan úr ábendingum og aðlöguðu kvarðann. Í nokkrum tilfellum reyndist ekki hægt að nota beinustu þýðingu orða en áhersla var lögð á að raunveruleg merking kæmi fram. Rannsóknarleyfi Tilskilinna leyfa var aflað hjá Vísindasiðanefnd (nr. 01­024, 01­024­V1 og 01­024­V2), framkvæmdastjórn Reykjalundar og eigendum listans, The Psychological Corporation í San Antonio í Texasfylki. Einnig var Persónuvernd send tilkynning um rannsóknina (nr. 105/2001 og nr. 104/2001) og starfsfólki geðsviðsins sent bréf og leitað eftir aðstoð þeirra. Þátttakendur fengu upplýsingablað um tilgang forprófunarinnar og framkvæmdaráætlun en þar kom meðal annars fram að þátttaka þeirra hefði engin áhrif á þá þjónustu sem þeim stæði til boða á Reykjalundi. NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur í rannsókninni voru alls 161 en ákveðið var að nota einungis lista þar sem öllum fullyrðingum var svarað. Flestir slepptu aðeins einni fullyrðingu en það var nægjanlegt til að ekki var hægt að nota kvarðann við útreikninga á áreiðanleika. Engar ákveðnar spurningar skáru sig úr hvað þetta varðaði en flestir, eða sjö einstaklingar, slepptu að svara fullyrðingunni: Ég sé fram á fleiri góðar stundir í framtíðinni en slæmar. Eftirfarandi niðurstöður eru því byggðar á svörum þeirra sem svöruðu öllum fullyrðingunum og reyndist það vera 141 (87,6%). Konur voru í meirihluta í úrtakinu eða 65,2% og var tæplega helmingur þátttakenda giftur eða í sambúð (47,9%). Flestir áttu börn (77,0%) og var algengasti fjöldi þrjú börn (32,9%). Um helmingur (49,3%) var á aldursbilinu 30­49 ára. Þegar menntunarstig var skoðað kom í ljós að um helmingur þátttakenda var með framhaldsskólapróf eða frekari menntun (49,3%). Meirihluti þátttakenda (77,1%) hafði verið frá vinnu vegna veikinda eða var á örorkubótum (sjá töflu 1). Flestir nefndu þunglyndi sem innlagnarástæðu (84,5%) en einnig nefndu margir kvíða (66,5%) og verki (44,7%). Að meðaltali mældist vonleysi meðal einstaklinga á geðsviði Reykjalundar 10,02 stig (sf=5,45). Svörin spönnuðu allan kvarðann eða frá 0 stigum til 20. Á töflu 2 sést skipting úrtaks eftir stigafjölda. Meira en helmingur þátttakenda (56,0%) reyndist haldinn miðlungs eða alvarlegu vonleysi (9­20 stig) og vonleysi reyndist mest meðal þeirra sem misst höfðu maka sinn, en þar sem einungis var um fjóra einstaklinga að ræða kom ekki fram marktækur munur eftir hjúskaparstöðu. Aftur á móti reyndist vera marktækur munur á alvarleika vonleysis eftir því hvernig þátttakendur mátu fjárhagsstöðu sína F(2,139) =3,672, p<0,10. Vonleysi reyndist meira meðal þeirra sem töldu fjárhagsstöðu sína slæma en þeirra sem mátu hana góða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.