Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 37
Ritrýnd fræðigrein
SCIENTIFIC PAPER
KaiserMeyerOlkin próf reyndist vera 0,884 og því var ákveðið
að þáttagreina gögnin. Við upphaflegu þáttagreininguna komu
fram fjórir þættir en þar sem fylgni milli þátta var undir 0,3 var
ákveðið að nota hornréttan snúning (Varimax) til að fá fram
undirliggjandi þætti í gagnasafninu. Enn á ný komu fram fjórir
þættir en í fjórða þættinum reyndist aðeins vera ein fullyrðing
(Ég get ekki ímyndað mér hvernig líf mitt verður eftir 10 ár) sem
var með yfir 0,3 í þáttahleðslu. Þar sem sama fullyrðing hlóð
einnig yfir 0,3 á þætti númer 3 var ákveðið að flytja hana yfir
á þann þátt. Þættirnir fjórir skýrðu 56,38% af heildardreifingu
gagnanna en þrír þættir skýrðu 50,89% af heildardreifni
gagnanna. Eigingildi fyrsta þáttar var 7,147, annars þáttar
var 1,748 og þriðja þáttar var 1,283. Þættirnir þrír sem komu
fram í þáttagreiningu heildargagnasafnsins endurspegla skort
á áhughvöt, jákvæðar væntingar til framtíðar og viðhorf til
framtíðar. Einnig var athugaður innri áreiðanleiki þáttanna
þriggja með Chronbachs alfa (sjá töflu 3). Innri áreiðanleiki
Tafla 1. Lýsing á úrtaki og meðaltöl á vonleysiskvarða Becks.
Breytur Fjöldi (n) Hlutfall (%) Meðaltöl Staðalfrávik (Sf) Spönn
Kyn
Karlar 48 34,8 10,04 5,51 0 20
Konur 90 65,2 10,01 5,45 0 19
Aldur
29 ára og yngri 26 18,6 8,65 5,45 0 19
30 49 ára 69 49,3 10,32 5,50 1 20
50 ára og eldri 45 32,1 10,76 5,55 0 19
Hjúskaparstaða
Einhleyp/ur 36 25,7 10,28 6,20 0 20
Gift/ur eða í sambúð 67 47,9 9,84 5,51 0 20
Fráskilin/n eða sambúðarslit 33 23,5 10,18 4,82 0 17
Ekkja/ekkill 4 2,9 14,00 4,90 8 18
Barneignir
Foreldrar 107 77,0 10,41 5,47 0 20
Barnlausir 32 23,0 9,41 5,74 0 20
Menntun
Grunnskólapróf 58 41,4 10,36 5,91 0 20
Framhaldsskólapróf 18 12,9 10,33 5,87 2 20
Nám að loknum framhaldsskóla, ekki
háskólanám
23 16,4 10,52 4,87 0 17
Háskólapróf 28 20,0 9,71 5,02 1 19
Annað 13 9,3 9,23 5,96 0 18
Atvinnuþátttaka
Í vinnu eða námi 29 20,7 9,90 6,08 0 20
Frá vinnu vegna veikinda 44 31,4 9,61 4,79 1 19
Öryrki/ellilífeyrisþegi 64 45,7 10,64 5,85 0 20
Annað 3 2,2 10,00 3,46 8 14
Mat á eigin fjárhagsstöðu
Góð 23 16,4 8,78 5,22 0 19
Hvorki né 48 34,3 9,00 6,01 0 20
Slæm 69 49,3 11,41 5,03 1 20
Tafla 2. Skipting úrtaks eftir stigafjölda á vonleysiskvarða Becks.
Stigafjöldi Fjöldi einstaklinga N (%)
0 3 18 (12,8)
4 8 44 (31,2)
9 14 41 (29,0)
15 20 38 (27,0)
Samtals 141 (100)