Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 58
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201154 ÚTDRÁTTUR Tilgangur: Að meta lífsgæði stómaþega og kanna tíðni og alvarleika húðvandamála í kringum stóma og áhrif SenSura stómabúnaðar á þessa þætti. Aðferð: Fjölþjóðleg rannsókn á 3.017 stómaþegum í 18 löndum, þar af 73 á Íslandi. Í tveimur viðtölum með 6­8 vikna millibili voru lífsgæði metin með Stóma QoL spurningalistanum, húð í kringum stóma metin með Ostomy Skin Tool (OST) og þátttakendur spurðir hvort þeir ættu við húðvandamál að etja. Marktæknimörk í tölfræðigreiningum voru sett við p≤0,05. Niðurstöður: Í fyrra viðtali greindust húðvandamál hjá 60% þátttakenda. Af þeim töldu 53% sig eiga við húðvandamál að etja. Tíðni húðvandamála hafði fylgni við hækkandi aldur (p=0,025) og lengri tíma frá aðgerð (p=0,021). Ástand húðar var betra hjá einstaklingum sem notuðu eins hluta stómabúnað (p=0,024) og hjá þeim sem notuðu flata plötu (p=0,002). Stóma QoL stig voru fleiri eftir því sem ástand húðar var betra. Sá þáttur sem hafði mesta fylgni við ástand húðar og lífsgæði var leki hægða undir plötu. Algengustu ástæður húðvandamála voru erti­snerti húðbólga og áverkar. Meðal Stóma QoL stig og ástand húðar var marktækt betra í viðtali 2 (p<0,0001). Ályktanir: Húðvandamál eru algeng meðal stómaþega en einungis hluti þeirra gerir sér grein fyrir því. Niðurstöður benda til þess að sambland af ráðleggingum hjúkrunarfræðings og notkun á SenSura stómabúnaði geti haft áhrif á ástand húðar og lífsgæði stómaþega. Stöðluð matstæki eins og OST og Stóma QoL geta gert hjúkrunarmeðferð stómaþega markvissari og stuðlað að bættum lífsgæðum þeirra. Lykilorð: Stóma, lífsgæði, húðvandamál, stómahjúkrun. INNGANGUR Árlega eru gerðar um 60­80 stómaaðgerðir á Íslandi. Íslenskir stómaþegar eru um 500 en nákvæmur fjöldi þeirra er ekki þekktur (Geirþrúður Pálsdóttir, munnleg heimild, 1. júlí 2011). Í stómaaðgerð er hluti ristils (ristilstóma), garna (garnastóma) eða þvagleiðara (þvagstóma) leitt út í gegnum kviðvegginn. Þar til gerður poki er límdur á húðina yfir stómað til að taka á móti þvagi eða hægðum. Algengustu ástæður þess að einstaklingur fær stóma eru bólgusjúkdómar og illkynja sjúkdómar í meltingarvegi og þvagfærum og getur þá verið um að ræða varanlegt eða tímabundið stóma (Colwell o.fl., 2001; Lyon o.fl., 2000). Stómaaðgerðir og ýmis búnaður tengdur stóma hefur þróast mikið síðastliðin ár. Þrátt fyrir það þarf stómaþegi oft á tíðum að takast á við margvíslega fylgikvilla. Líkamlegir fylgikvillar geta meðal annars verið kviðslit, þrengingar, inndráttur eða framfall stóma. Leki hægða undir stómaplötu er einnig þekkt vandamál (Colwell Margrét Hrönn Svavarsdóttir, heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Oddfríður Jónsdóttir, Landspítala Geirþrúður Pálsdóttir, Icepharma ÁSTAND HÚÐAR OG LÍFSGÆÐI STÓMAÞEGA ENGLISH SUMMARY Svavarsdottir, M. H., Jonsdottir, O., Palsdottir, G. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 54-59 QUALITY OF LIFE AND PERISTOMAL SKIN CONDITION IN PEOPLE WITH OSTOMY Purpose: To assess quality of life, frequency and severity of peristomal skin disorder among ostomates and explore the impact of SenSura stoma appliance. Method: Multinational study on 3.017 ostomates in 18 countries, thereof 73 from Iceland. In two clinical visits, 6–8 weeks apart, participants filled out the Stoma­QoL questionnaire, peristomal skin conditions were assessed using the Ostomy Skin Tool (OST) and participants were asked if they had peristomal skin complications. Statistical significance was set at p≤0.05. Results: At vistit 1, 60% of participants had a skin disorder, of those 53% considered themselves to have a skin disorder. There was a significant correlation between skin problems and increasing age (p=0.025) and longer time from surgery (p=0.021). The skin condition was better on those using 1­piece appliance (p=0.024) and on those using flat baseplate (p=0.002). QoL score increased with improved skin condition. Leakage had significant effect on QoL and skin condition. The most common cause of skin disorder was irritant contact dermatitis followed by mechanical trauma. There was a significant improvement in skin condition and QoL between visit 1 and 2 (p<0.0001). Conclusions: Peristomal skin problems are common among individuals with stoma who often are not aware of the problem. The results indicate that a combination of evidence­based nursing and SenSura stoma appliances can improve skin condition and QoL for people with stoma. Standardised tools like OST and Stoma QoL can help improve nursing treatment, peristomal skin condition and QoL. Key words: Ostomy, quality of life, skin ulcer, ostomy nursing. Correspondance: mhs@unak.is o.fl., 2001; Gooszen o.fl., 2000; Robertson o.fl., 2005) sem getur valdið ertingu og alvarlegum húðvandamálum. Margar rannsóknir hafa sýnt að húðvandamál eru algeng meðal stómaþega (Colwell o.fl., 2001; Gooszen o.fl., 2000;

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.