Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 59
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Herlufsen o.fl., 2006; Lyon o.fl., 2000; Nugent o.fl., 1999; Robertson o.fl., 2005; Salvadalena, 2008) og algengasta ástæðan er leki hægða eða þvags undir stómaplötu (Herlufsen o.fl., 2006; Lyon o.fl., 2000; Rolstad og Erwin­Toth, 2004). Húðvandamál valda ekki einungis óþægindum og sársauka, heldur geta þau einnig leitt til þess að að erfitt er að festa stómabúnað tryggilega við húðina sem eykur líkur á leka og hefur áhrif á lífsgæði stómaþegans (Pittman o.fl., 2008; Nybaek o.fl., 2010). Stóma hefur einnig áhrif á andlega líðan stómaþega (Richbourg o.fl., 2007). Þeir þurfa að takast á við margvíslegar breytingar, svo sem að horfast í augu við breytta líkamsímynd (Pieper og Mikols, 1996), kynlífsvandamál (Nugent o.fl., 1999; Pieper og Mikols, 1996; Richbourg o.fl., 2007), breytingar á svefni (Richbourg o.fl., 2007) og áhyggjur vegna leka og lyktar (Pieper og Mikols, 1996). Þrátt fyrir að mörgum stómaþegum gangi vel að aðlagast lífi með stóma þá er einnig stór hluti sem á í erfiðleikum og fylgikvillar stómans geta leitt til kvíða (Nugent o.fl., 1999), félagslegrar einangrunar (Gooszen o.fl., 2000), breytinga á lífsstíl og minnkaðra lífsgæða einstaklingsins (Nugent o.fl., 1999). Markmið rannsóknarinnar var að meta ástand húðar kringum stóma og lífsgæði stómaþega, ásamt því að kanna áhrif SenSura stómabúnaðar á þessa þætti. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var fjölþjóðleg megindleg rannsókn án saman­ burðar, í kjölfar markaðssetningar á stómabúnaði, með áherslu á ástand húðar og lífsgæði. Þátttakendur Þátttakendur voru 3.017 stómaþegar í 18 löndum, þar af 73 á Íslandi. Í öllum þátttökulöndum nema Íslandi, voru mögulegir þátttakendur fundnir í sjúkraskýrslum og þeim boðin þátttaka bréflega eða símleiðis. Á Íslandi var notast við þýðis úrtak. Öllum stómaþegum var sent kynningarbréf frá dreifingaraðila stómavara þar sem þeim var boðin þátttaka í rannsókninni. Rannsóknin var einnig kynnt á fundi Stómasamtakanna á Akureyri og í Reykjavík, í tímariti og á heimasíðu samtakanna. Skilyrði fyrir þátttöku voru að hafa verið með ristil­ garna­ eða þvagstóma í að minnsta kosti 6 mánuði, vera að minnsta kosti 18 ára og með vitsmunalega getu til að skilja spurningalistana og rannsóknina. Þungaðar konur, konur með barn á brjósti, einstaklingar með fleiri en eitt stóma og einstaklingar sem notuðu tappa í stóma voru útilokaðir frá rannsókninni. Þar sem SenSura stómabúnaður fyrir þvagstóma var ekki kominn á markað á Íslandi þegar rannsóknin var framkvæmd var sá hópur ekki hafður með í íslenska þýðinu. Það sama gilti um fleiri þátttökulönd. Mælitæki Við framkvæmd rannsóknarinnar var notað staðlað matstæki, Ostomy Skin Tool (hér eftir kallað OST), til að meta ástand húðar og greina orsök húðvandamála. Matstækið sem var þróað af alþjóðlegum hópi 12 sérfræðinga í stómahjúkrun metur þrjá þætti: litabreytingu (Discolouration), fleiður (Erosion) og ofholdgun (Tissue overgrowth) húðar. Fyrir hvern þátt eru gefin stig frá 0­2 eftir vaxandi umfangi húðvandamáls og 0­3 eftir vaxandi alvarleika. Stigin eru lögð saman og þannig fást að hámarki 5 stig fyrir hvern þátt. Ef umfang húðvandamáls er 0 verður alvarleika stig sjálfkrafa 0 (stig getur því aldrei orðið 1). Stig fyrir alla þrjá þættina samanlagt kallast DET stig og eru á bilinu 0­15. Við greiningu á húðvandamálum var notaður við leiðarvísir þar sem útliti og einkennum algengra húðsjúkdóma sem tengjast stóma er lýst. Vandamálin voru flokkuð samkvæmt þessu í erti-snerti húðbólgu, snertiofnæmi, áverka, ástand vegna undirliggjandi sjúkdóms, sýkingar og annað (Martins o.fl., 2008). Réttmæti og áreiðanleiki OST matstækisins hefur reynst viðunandi þegar það er notað af stómahjúkrunarfræðingum þjálfuðum í notkun þess. Innra samræmi (K=0,84) og samræmi milli matsmanna (K=0,54) var mælt með kappastuðli Cohens (K) (Jemec o.fl., 2011). Við mat á réttmæti voru niðurstöður á mati á húð samkvæmt OST bornar saman við mat hóps sérfræðinga eftir “Gold Standard” þar sem húðvandamálum var skipt í mild (DET 2­3), meðal (DET 4­6) og alvarleg (DET 7­15) húðvandamál. Samræmi milli mats stómahjúkrunarfræðinga og sérfræðinga hópsins var 83% (Martins o.fl., 2010). Ekki var talin þörf á frekari prófun á íslenskri þýðingu OST þar sem matstækið byggist ekki síður á myndum en orðum. Við mat á lífsgæðum var notað matstæki sem heitir Stoma QoL (hér eftir Stóma QoL) og var það hannað og staðlað af Prieto o.fl. (2005) til að meta lífsgæði einstaklinga með ristil eða garnastóma. Spurningalistinn byggist á þarfapýramída Maslows og niðurstöðum úr eigindlegri rannsókn með 169 stómaþegum um hvaða þættir varða lífsgæði þeirra mest. Sambærileg atriði úr viðtölunum voru fundin og útbúinn listi með 37 fullyrðingum sem var fækkað niður í 20 með þáttagreiningu. Fullyrðingarnar snúa að áhyggjum varðandi: svefn, athafnir daglegs lífs (þar á meðal þáttum sem tengjast umönnun stóma), samband við fjölskyldu og nána vini og önnur félagsleg samskipti. Svarmöguleikar eru á fjögurra þrepa raðkvarða: alltaf (1), stundum (2), sjaldan (3) og aldrei (4). Samanlögð stig (20­80) voru umreiknuð yfir á 0 til 100 skala, þar sem fleiri stig gefa til kynna betri lífsgæði. Við forprófun spurningalistans (Prieto o.fl., 2005) reyndist innri áreiðanleiki, Cronbachs alfa, vera 0,92. Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar, Spearman fylgnistuðull, reyndist 0,88. Stóma QoL matstækið var þýtt úr ensku yfir á íslensku fyrir þessa rannsókn, bakþýtt og forprófað með vitrænni viðtalstækni (Cognitive Interviewing) með níu stómaþegum. Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar á íslenskuðum spurningalista var sambærilegur við ensku útgáfuna, Spearman fylgnistuðull 0,95 og innri áreiðanleiki 0,9. Eftir forprófun voru gerðar smávægilegar breytingar á orðalagi fjögurra spurninga (Guðrún Petra Árnadóttir o.fl., 2008).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.