Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 62
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201158 með húðvandamál voru meðvitaðir um að ástand húðarinnar væri ekki eðlilegt. Eins og í rannsókn Herlufsen o.fl. (2006) jókst vitund stómaþeganna eftir því sem ástand húðar varð alvarlegra. Flestir þessara einstaklinga virðast ekki telja ástand húðarinnar óeðlilegt fyrr en um meðal alvarleg eða alvarleg vandamál er að ræða. Niðurstöðurnar benda til þess að þörf sé á aukinni fræðslu til stómaþega um útlit heilbrigðrar húðar í kringum stóma og mikilvægi þess að greina og meðhöndla húðvandamál á byrjunarstigi. Leki hægða undir stómaplötu hafði sterka fylgni við húðvandamál og einstaklingar með hátt lekastig höfðu alvarlegri húðvandamál en þeir sem voru með lágt lekastig. Húðvandamál voru algengari hjá einstaklingum með garnastóma en einstaklingum með ristilstóma sem ef til vill skýrist af því að lekavandamál voru tíðari. Þetta hafa fleiri rannsóknir sýnt (Herlufsen o.fl., 2006) og bendir til þess að erfiðara sé að koma í veg fyrir leka hjá stómaþegum með garnastóma vegna þynnri úrgangs en algengasta ástæða húðvandmála var einmittt erti­snerti húðbólga sem meðal annars getur stafað af því að hægðir liggja við húðina (Herlufsen o.fl., 2006; Lyon o.fl., 2000). Því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar tryggi að þessi hópur hafi úræði og leiðbeiningar til að koma í veg fyrir leka og húðvandamál. Erfitt getur reynst að fá stómabúnað til að festast tryggilega við húð sem ekki er heil sem enn eykur á leka. Það er því mikilvægt að ná að brjóta upp vítahring leka og húðrofs (Rolstad og Erwin­Toth, 2004). Á rannsóknartímabilinu lækkaði hlutfall þeirra sem kvaðst eiga við tíð lekavandamál að stríða og ástand húðar batnaði. Sá þáttur sem hafði hvað sterkust tengsl við bætt ástand húðar var að skipta úr flatri yfir í kúpta stóma plötu en um helmingur íslenskra stómaþega var með kúpta plötu í upphafi rannsóknar. Í viðtali 1 fengu þátttakendur leiðbeiningar um meðferð húðar og stómabúnað sem hentaði þörfum hvers og eins. Draga má þá ályktun að með réttu vali á stómabúnaði sé hægt að minnka leka sem, ásamt ráðleggingum hjúkrunarfræðings um umhirðu húðar, hefur jákvæð áhrif á ástand húðarinnar. Lífsgæði mældust minni eftir því sem húðvandamál urðu alvarlegri sem samræmist niðurstöðum Nybaek o.fl. (2010) þar sem húðvandamál í kringum stóma hafði fylgni við minni lífsgæði. Meðallífsgæðastig íslenska úrtaksins í viðtali 1 mældist 63 af 100 stigum. Kald o.fl., (2008) notuðu einnig Stóma QoL til að meta lífsgæði stómaþega og fengu sambærilegar niðurstöður. Ánægjulegt var að sjá að Stóma QoL stig íslenska úrtaksins í upphafi rannsóknar mældist hærra en stig heildar úrtaksins. Mjög jákvætt var að sjá að lífsgæði einstaklinganna mældust betri eftir því sem lengra var liðið frá aðgerð, sem bendir til þess að líf með stóma verði auðveldara eftir því sem árin líða. Reglulegt eftirlit hafði ekki fylgni við Stóma QoL. Sú niðurstaða stangast á við fyrri rannsóknir sem sýndu að eftirlit stómahjúkrunarfræðinga hafði jákvæð áhrif á lífsgæði stómaþega (Karadaq o.fl., 2003; Marquis o.fl., 2003). Það vekur athygli hversu stór hluti íslensku þátttakendanna kvaðst Í fjölþjóðlegu niðurstöðunum var leki sá þáttur sem hafði mesta fylgni við lífsgæði. Eftir því sem leki undir plötu var tíðari þeim mun lægra var Stóma QoL stigið, að meðaltali 2,17 stig fyrir hvert lekastig. Munur á milli þess að segjast alltaf eða aldrei upplifa leka undir plötu var að meðaltali 9,9 stig (p<0,0001). (Tafla 2). Ástand húðar hafði einnig áhrif á lífsgæði. Að meðaltali lækkuðu Stóma QoL stigin um 0,32 stig fyrir hvert hækkað DET stig (p<0,0001). Þeir þátttakendur sem höfðu farið í eftirlit vegna stómans fyrir minna en 6 mánuðum höfðu lægra Stóma QoL stig en þeir þátttakendur sem höfðu ekki farið í eftirlit í meira en ár (p=0,024). Reglulegt eftirlit hafði ekki áhrif á Stóma QoL stig. Í fjölþjóðlegu niðurstöðunum mældust meðal Stóma QoL stigin fleiri í viðtali 2 eða 59,9 (±9,9) (p<0,0001). Hækkunin var mest hjá einstaklingum sem voru oftast með leka undir plötu í upphafi rannsóknar (p<0,001), í tilfellum þar sem tíðni leka hafði minnkað mest milli viðtala (p<0,0001) og hjá þeim sem voru með fæstu Stóma QoL stigin í upphafi rannsóknar. Að meðaltali 4,9 stig hjá lægstu 25% úrtaksins, samanborið við 0,1 stig hjá hæstu 50% úrtaksins (p<0,0001). Þættir tengdir stómabúnaði Í upphafi rannsóknar sögðust 57% allra þátttakenda upplifa leka (alltaf, oft eða stundum) undir plötu og 56% þurfa að skipta óvænt um stómabúnað. Hlutfall þátttakenda sem sögðust aldrei verða fyrir leka undir plötu, hækkaði frá 13% í upphafi rannsóknar í 36% í lok rannsóknar (p<0,0001). Hlutfall þátttakenda sem sögðust aldrei þurfa að skipta óvænt á stómabúnaði hækkaði úr 12% í 34% milli viðtala (p<0,001). Af þeim sem notuðu kúpta plötu sögðust 67%, alltaf, oft eða stundum upplifa leka samanborið við 54% þeirra sem notuðu flata plötu og 63% þeirra sem notuðu kúpta plötu, sögðust alltaf, oft eða stundum þurfa að skipta óvænt um stómabúnað, samanborið við 55% þeirra sem notuðu flata plötu. Þátttakendur með garnastóma upplifðu frekar leka og þörf fyrir óvænt skipti á stómabúnaði en þátttakendur með ristilstóma. Milli viðtala minnkuðu lekavandamál meira hjá einstaklingum með garnastóma (p<0,0001). UMRÆÐUR Tíðni og alvarleiki húðvandamála meðal íslenskra stómaþega hefur ekki verið skoðaður áður með þessum hætti. Rannsóknin leiddi í ljós háa tíðni húðvandamála heildarúrtaksins (60%), sem samræmist fyrri rannsóknum (Colwell o.fl., 2001; Gooszen o.fl., 2000; Herlufsen o.fl., 2006; Lyon o.fl., 2000; Nugent o.fl., 1999; Robertson o.fl., 2005; Salvadalena, 2008) og að ástand húðar íslenskra stómaþega er sambærilegt og í öðrum löndum. Flest þessara húðvandamála voru mild eða meðal alvarleg (84%) sem samræmist niðurstöðum Herlufsen o.fl. (2006) þar sem 90% húðvandamála flokkuðust sem mild eða meðal alvarleg. Vitund stómaþega á heilbrigði eigin húðar var betri í þessari rannsókn en í rannsókn Herlufsen o.fl. (2006) þar sem einungis 38% stómaþega sem greindir voru

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.