Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Side 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Side 65
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 61 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER fjárhagslegri stöðu og togstreitu sem skapast gjarnan á milli þess að mæta kröfum móðurhlutverksins og eigin þörfum til vaxtar og þroska. Íslenskar rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að ungur aldur móður auki líkur á foreldrastreitu og þunglyndiseinkennum (Sigfríður Inga Karlsdóttir o.fl., 2007; Thome, 1998). Samkvæmt rannsókn Mörgu Thome (1998) eru helstu streituvaldar íslenskra mæðra þessir: sambúðar­ og samskiptaerfiðleikar, erfiðleikar við uppeldi barna, félagslegir erfiðleikar og heilsufarsvandi móður og annarra fjölskyldumeðlima. Rannsóknir eru samhljóma um þá staðreynd að unglingsmæður samanborið við eldri mæður eru um það bil tvisvar sinnum líklegri til að fá einkenni þunglyndis (Sigfríður Inga Karlsdóttir o.fl., 2007; Cox o.fl., 2008). Auk þunglyndis finna unglingsmæður oft fyrir einangrun, einmanaleika og dapurleika sem getur haft áhrif á skynjað álag sem stúlkan upplifir sem og sjálfsálit hennar tengdu uppeldi barnsins (Cox o.fl., 2008). Lágt sjálfsálit unglingsstúlkna eykur líkur á þróun kvíða og fæðingarþunglyndis og dregur úr getu þeirra til að tengjast barninu tilfinningaböndum (Wahn og Nissen, 2008). Góður stuðningur við þungaðar stúlkur, einkum í formi tilfinningalegs stuðnings, beinnrar aðstoðar og efnahagslegs stuðnings hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan þeirra, ýtir undir vellíðan og skilar sér einnig í bættri líðan barns (Benson, 2004; Molina o.fl., 2009). Fjölbreyttur félagslegur stuðningur getur veitt vörn gegn mögulegum skaða á heilsu og andlegri líðan unglingsmæðra og dregið úr foreldrastreitu og þunglyndiseinkennum (Latrourneau o.fl., 2004; Thome, 1998; Molina o.fl., 2009). Þó svo að stuðningur fagaðila sé mikilvægur þá hefur einmitt komið í ljós að fjölskyldan veitir unglingsmæðrum hvað mestan stuðning og hefur jákvæð áhrif á sjálfsálit og lífsánægju þeirra (Benson, 2004). Rannsókn sem gerð var í Norðvestur­Englandi sýndi að árangursríkasti stuðningurinn kom frá einstaklingum sem stúlkan þekkti vel og bar traust til en móðir stúlkunnar, maki hennar eða ljósmóðir voru þeir aðilar sem oftast voru nefndir sem helstu stuðningsaðilarnir (Dykes o.fl., 2003). Rannsókn Judith (2006) sýndi að það sem skipti mestu varðandi vellíðan á meðgöngu og í móðurhlutverki var góður stuðningur, einkum frá móður. Mæður gegna lykilhlutverki í að veita hagnýtar upplýsingar, eru einnig best til þess fallnar að sinna barnagæslu og veita fjárhagslegan stuðning. Þessi stuðningur hefur sýnt fram á jákvæð áhrif á andlega líðan unglingsmæðra og hefur einnig jákvæð áhrif á skólagöngu þeirra (Maposa og SmithBattle, 2008). Stuðningur frá fjölskyldu stuðlar einnig að betri samskiptum stúlku við barn sitt og hefur jákvæð áhrif á þroska þess. Þegar unglingsmóðir er í góðu sambandi við barnsföður sinn hefur það leitt af sér meiri lífsánægju stúlkunnar og jákvæðari lífsviðhorf en því miður hefur reynslan sýnt að þessi sambönd unglingsmæðra við barnsfeður sína eru yfirleitt ekki langlíf (Latrourneau o.fl., 2004). Stuðningur frá samfélaginu eða frá viðeigandi stofnunum skiptir meginmáli í áframhaldandi skólagöngu stúlkunnar. Niðurstöður rannsóknar Sadler o.fl., (2007) sýndu að þær mæður sem héldu áfram námi, með aðstoð stuðningskerfis sérstaklega sniðnu að unglingsforeldrum, voru líklegri til þess að halda áfram í skóla og útskrifast. Haldi stúlkur áfram skólagöngu eru þær líklegri til að mynda sterkari tengsl við börn sín, minni líkur eru á endurtekinni þungun og börnin virðast ná betri heilsu og auknum þroska (Benson, 2004). Ungar mæður eru viðkvæmur hópur og líklegri til að þjást af þunglyndi, finna fyrir ýmsum heilsufars­ og álagsþáttum auk þess að takast frekar á við ákveðna togstreitu vegna krafna móðurhlutverksins og þörf fyrir að þroskast áfram sem unglingur. Rannsóknir sýna að góður stuðningur dregur úr álagi og eykur á vellíðan ungra mæðra. Á höfuðborgarsvæðinu virðast sérhæfð úrræði fyrir ungar mæður ekki vera ýkja mörg utan starfsemi nokkurra stuðningshópa auk verkefnisins Meðganga, móðir, barn sem nýlega var sett á laggirnar. Engar rannsóknir hérlendis hafa, að því höfundar best vita, verið gerðar á viðfangsefninu. Megintilgangur rannsóknarinnar var að skyggnast inn í reynsluheim unglingsmæðra í gegnum barneignaferlið og leitast við að öðlast dýpri sýn á aðstæður þeirra hvað félagslegan stuðning varðar og skynjun þeirra á stuðningi frá nánasta umhverfi og samfélaginu í heild. AÐFERÐ Rannsóknarsnið. Rannsóknarsniðið er eigindlegt og var stuðst við fyrirbærafræðilega nálgun. Með viðtölum var skyggnst inn í reynsluheim þátttakenda og hvernig þeir skynja stuðning og stuðningsleysi. Gögnin voru síðan greind með hliðsjón af aðferð Colaizzi (Munhall, 1994; Sanders, 2003). Til að tryggja réttmæti gagnanna var, meðan á viðtölunum stóð, leitað skýringa á frásögnum og staðfestingar á skilningi rannsakanda. Í þeim tilvikum sem tekin voru tvö viðtöl var í síðara viðtalinu leitað staðfestinga á atriðum fyrra viðtals, ef eitthvað reyndist óljóst (Kvale, 1996). Val á þátttakendum. Tilgangsúrtak sex unglingsmæðra var valið í samstarfi við ljósmæður í mæðravernd við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en þær kynntu rannsóknina fyrir þátttakendum og komu þeim í samband við rannsakendur. Skilyrði til þátttöku var að stúlkurnar væru 18 ára eða yngri og að þær ættu von á barni eða hefðu nýlega eignast barn. Stúlkurnar voru á aldrinum 14­17 ára við upphaf meðgöngu. Viðtölin voru alls níu þar sem helmingur þátttakenda hitti rannsakanda bæði á meðgöngu og eftir fæðingu en helmingur einungis eftir fæðingu. Börnin voru tveggja til átta mánaða gömul þegar viðtölin voru tekin. Mikill samhljómur var í reynslu stúlknanna þannig að ákveðin mettun náðist í gagnasöfnuninni og úrtakstærð því raunhæf. Viðtalsrammi. Skyggnst var inn í reynsluheim stúlknanna frá því að þær uppgötvuðu þungunina þar til nokkrum vikum eða mánuðum eftir fæðingu. Einkum var lögð áhersla á að skoða skynjaðan stuðning og stuðningsleysi. Dæmi um lykilspurningar voru: Hvað skynjaðir þú sem mestan stuðning á þessum tíma? Í hverju fólst stuðningurinn? Hvað var jákvæður stuðningur og hvað ekki? Siðfræði. Áður en til gagnaöflunar kom voru leyfi fengin fyrir framkvæmd rannsóknarinnar frá vísindasiðanefnd heilbrigðis­ ráðuneytis (09­139) og forstöðumönnum Heilsugæslu höfuð­ borgar svæðisins auk þess að rannsóknin var tilkynnt til

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.