Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 70

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Qupperneq 70
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 201166 ÚTDRÁTTUR Á vökudeild Barnaspítala Hringsins kemur fjöldi nýbura á ári í áhættumat í stuttan tíma strax eftir fæðingu vegna ýmissa skammvinnra vandamála. Ástand þeirra og inngrip er skráð á sérstök athugunareyðublöð. Samsetning þessa hóps er lítt þekkt og engin markviss athugun eða rannsókn liggur fyrir um ástand þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta ástand þeirra barna sem ekki verða lögð inn á gjörgæslu í kjölfar áhættumats, ástæður fyrir matsinnlögn þeirra, lengd dvalar og gagnreynt fræðilegt samhengi þess áhættumats sem fram fer. Í úrtaki voru börn skráð í áhættumat allt árið 2008 sem ekki lögðust inn á vökudeild í kjölfarið. Ferlið frá innlögn til áhættumats að útskrift var skoðað og upplýsingar fengnar um samsetningu hópsins, lengd áhættumatsins og hvaða mynd athugunarblöðin gáfu af þeim. Af 409 nýburum voru gögn frá 398 skoðuð en upplýsingum var ábótavant hjá 11 barnanna. Í úrtaki voru drengir í meirihluta (55%) og áhættumatið varði skemur en 2 klst. hjá 74,5% barnanna en skemmst í 10 mín. og lengst í 13 klst. Algengustu ástæður áhættumats voru öndunarerfiðleikar (34,5%), slappleiki og/eða lágur Apgar (10,2%), keisarafæðing (9,5%) og grænt legvatn (7,3%). Meðgöngulengd spannaði 245 til 300 daga, 277 dagar að meðaltali. Samspil ástands og lengdar legu benti til að stytta mætti legutíma stórs hluta úrtaks og að e.t.v. hefði mátt sleppa áhættumatsinnlögn í allt að þriðjungi tilfella. Þekking þessi nýtist til skoðunar á því hvernig megi bæta eftirlit með áhættunýburum. Frekari rannsókna er þörf til að koma í veg fyrir óþarfa aðskilnað móður og barns vegna áhættumats í kjölfar fæðingar. Lykilorð: Nýburi, áhættumat, lífsmörk, öndunarerfiðleikar, Apgar. INNGANGUR Á nýburadeildum sameinast öll stig hjúkrunar og lækninga. Vökudeildin er nýburadeild og gjörgæsla Barnaspítala Hringsins á Landspítala (LSH) og sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Til þæginda er skráning á vökudeild tvískipt, á dagdeild eru öll áhættumatsbörn skráð og á legudeild eru skráðar allar innlagnir. Á dagdeild koma um 300­450 nýburar á ári í áhættumat (e. triage) til eftirlits vegna ýmissa skammvinnra vandamála, til dæmis öndunarerfiðleika, en flest án þess að leggjast svo inn á vökudeild. Á fæðingarstofu metur ljósmóðir í samráði við deildarlækni hvort barn dveljist hjá móður eftir fæðingu, þarfnist tafarlausrar innlagnar á vökudeild eða hvort þörf sé á áhættumati á vökudeild til að úrskurða um áframhaldandi innlögn. Allison og Burcin (2011) skilgreina áhættumat nýbura sem stutta innlögn, allt að 12 klst., til mats og eftirlits eftir fæðingu. Á vökudeild er miðað við að þau séu í áhættumati í 2­4 klst. sem þó getur dregist í allt að 12 klst. bæði vegna ástands barns eða að útskriftarskoðun tefjist vegna anna. Ástand þeirra (svo sem Gróa Sturludóttir, vökudeild 23D, Landspítala Katrín Kolka Jónsdóttir, vökudeild 23D, Landspítala Margrét Eyþórsdóttir, vökudeild 23D, Landspítala Guðrún Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands NÝBURAR Í ÁHÆTTUMATI Á VÖKUDEILD: LÝSANDI RANNSÓKN Á EFTIRLITI EINS ÁRGANGS ENGLISH SUMMARY Sturludottir, G., Jonsdottir, K. K., Eythorsdottir, M., Kristjansdottir, G. The Icelandic Journal of Nursing (2011), 87 (4), 66-71 NEWBORN TRIAGE IN THE NICU: A DESCRIPTIVE RETROSPECTIVE STUDY OF A ONE YEAR COHORT Triage admissions to the Neonatal Intensive Care Unit (NICU) at the Children’s Hospital in Reykjavik is a part of everyday service to newborns. Their conditions are documented on specific forms for relevant interventions. The goal of this study was to appraise the condition of the newborns not admitted to the NICU after triage, the reasons for triage, its duration and the evidence based theoretical context of such services. Of 409 newborns admitted for triage in 2008 and were not successively admitted to the NICU 398 were included. The process of admission for triage, surveillance and discharge was reviewed and the excisting information on health profile and length of triage. More boys (55%) than girls were admitted for triage, and 74.5% stayed less than 2 hours. Triage lasted from 10 minutes to 13 hours. The most common reasons for triage were problems breathing (34.5 %), sluggish/weak newborn and/or low Apgar score (10.2%), cesarean birth (9.5%) and meconium stained fluid (7.3%). Gestational age varied from 245 to 300 days. Interplay between the newborns‘ condition and the duration of triage indicated that length of duration could be shorter for a good part of the sample and might have been unnecessary for one third of them. A profiling of the newborn risk assessment after birth adds knowledge to the factors contributing to the non­ admittance to the NICU and can be used to improve newborn triage and the criteria for neonatal surveillance post­delivery. Further studies are needed to avoid unnecessary separation of the mother and newborn. Keywords: Newborn, triage, vital signs, breathing problems, Apgar score. Correspondance: groa1982@gmail.com öndun, blóðrás, hiti og súrefnismettun) og inngrip (sogun, blóðsykurmæling og rannsóknir) er skráð með reglulegum hætti á sérstök athugunarblöð. Lítið er vitað um samsetningu þessa hóps og engin markviss athugun eða rannsókn liggur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.