Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2011, Síða 73
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 87. árg. 2011 69 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER á inngripi (sogun, súrefnisgjöf, verkjalyfjagjöf, sonduísetning eða glycerol stíll). Blóðsykursgildi (mmól/L), hvort þörf hafi verið á fæðugjöf og þá í hvaða formi (þurrmjólk eða brjóstagjöf) og magni (ml). Útskilnaður (já/nei), ástæða komu, meðgöngulengd (dagar), Apgar, þyngd (grömm), kyn (drengur eða stúlka). Einnig hvort gerðar hafi verið einhverjar rannsóknir (blóðgös, röntgen­ myndataka af lungum, blóðprufur, þvagástunga, röntgen­ myndataka af kviði, hemoccult, hjartalínurit (EKG) eða röntgen­ myndataka. Gögn voru skráð í Excel en færð til úrvinnslu í sérstaka skrá í SPSS 16. Notuð var lýsandi tölfræði. NIÐURSTÖÐUR Samsetning hópsins Árið 2008 voru 838 börn lögð inn á vökudeild, þar af fóru 437 í áhættumat, af þeim voru 11 útilokuð úr rannsókninni vegna skorts á upplýsingum en 38 þeirra voru lögð inn á legudeild og falla því brott úr úrtakinu. Samtals voru því 398 börn í úrtakinu. Börn sem komu í áhættumat voru 12,9% af öllum börnum fæddum á LSH það ár (N=3376). Úrtakið er því 90,1% þeirra barna. Flest barnanna fæddust í júlí (11,3%), ágúst (10,3%) og nóvember (9,5%) en fæst í apríl. Stúlkur voru 179 (45%) og drengir 219 (55%). Af 213 börnum fæddum fyrir 37 vikna meðgöngu komu aðeins 16,4% í áhættumat án þess að vera lögð inn á legudeild annaðhvort beint eða í kjölfar áhættumats. Meðalmeðgöngulengd var 39 vikur og 4 dagar og spannaði 35 vikur sléttar í 42 vikur og 6 daga. Fæðingarþyngd barnanna var 2185­5090 g en meðalþyngd var 3601 g. Meðalfæðingarþyngd drengja var 3641 g og stúlkna 3558 g. Algengasti Apgar við eina mínútu var 9 (20,6 %) og sá næstalgengasti 8 (17,3%). Algengasti Apgar við 5 mínútur var einnig 9 (32,9%) og sá næstalgengasti 7 (20,1%). Hjá 7,3% barnanna var gefinn Apgar eftir 10 mínútur. Í töflu 1 má sjá kynjaskiptingu, meðalþyngd, algengasta Apgar við 1 og 5 mínútur og helstu lífsmörk við komu miðað við meðgöngulengd. Misjafnt var hversu oft lífsmörk voru mæld á meðan á áhættumati stóð eða allt frá einu sinni upp í ellefu sinnum, en að meðaltali var mælt fjórum sinnum. Til þess að skoða samsetningu hópsins nánar var fundin spönn og meðaltal helstu lífsmarkamælinga við komu á deild. Líkamshiti var mældur hjá 94% barnanna og var á bili 35,3­38,9°C. Þar sem meðalslagæðaþrýstingur (MAP) er talinn gefa bestu vísbendingu um breytingar á blóðrásarkerfi og erfitt er að finna viðmiðunargildi fyrir systólískan og díastólískan þrýsting var hann skoðaður. MAP var mældur hjá 81,4% barnanna og var á bili 27­95 mmHg. Hjá 75,6% barna var mældur blóðsykur við komu og reyndist hann vera á bili 1,3­10,2 mmól/L. Öndunartíðni var mæld hjá 95,5% barnanna og var á bili 22­104 sinnum á mínútu. Súrefnismettun var mæld hjá 392 börnum og var frá 72% í 100%. Ástæður komu Í flestum tilvikum voru skráðar fleiri en ein ástæða komu hjá hverju barni og í heildina voru ástæður komu 703. Tafla 2 sýnir dreifingu á ástæðu komu í áhættumat eftir lengd meðgöngu. Hvert barn var með að meðaltali tæpar tvær ástæður komu. Algengasta ástæða komu var öndunarerfiðleikar (60,6%) og er algengari hjá börnum fæddum í 37. viku og aftur hjá börnum fæddum í 39. til 43. viku. Þar á eftir kemur slappt barn eða lélegur Apgar 18,1% og grænt legvatn 12,8%. Tangar­ og sogklukkufæðingar voru 9,8% og keisarafæðingar 16,8%, en fyrirburar (<37 vikna meðganga) 8,8% af börnum í úrtakinu. Sambærilegar tölur úr fæðingarskrá LSH 2008 eru 8,2% tangar­ og sogklukkufæðingar, 17,1% keisarafæðingar og 8,8% fyrirburar. Í töflu 2 sést hvernig innlagnarástæður dreifast mismunandi eftir meðgöngulengd. Áhættuþættir barnanna fyrir og eftir fæðingu Skoðaðar voru ástæður komu eftir meðgöngulengd en hún getur gefið vísbendingar um hugsanlega áhættuþætti barna nna eftir aldri þeirra og þroska (sjá töflu 2). Munur var á ástæðum Tafla 2. Hlutfallsleg (%) dreifing dvalarástæða eftir meðgöngulengd (N= 398). Dvalarástæða 35v- 35v6d 36v- 36v6d 37v- 37v6d 38v- 38v6d 39v- 39v6d 40v- 40v6d 41v- 41v6d 42v- 42v6d n=17 n=18 n=30 n=45 n=105 n=83 n=73 n=27 Öndunarerfiðleikar 35,3 55,6 46,7 57,8 66,7 63,9 63,0 59,3 Lágur blóðsykur 23,5 11,1 13,3 8,9 6,7 2,4 1,4 59,3 Óeðlilegt fósturrit 0 0 6,7 4,4 4,8 10,8 8,2 3,7 Sogklukka/tangir 0 0 0 4,4 10,5 10,8 15,1 7,4 Meðgöngusykursýki 0 11,1 6,7 4,4 6,7 0 1,4 22,2 Sykursýki móður 0 0 3,3 2,2 4,8 0 0 0 Grænt legvatn 0 0 3,3 2,2 8,6 21,7 24,7 0 Keisarafæðing 0 5,6 23,3 33,3 19,0 12,0 15,1 14,8 Barn slappt/lél. APGAR 5,9 22,2 20,0 20,0 11,4 19,3 26 11,1 Stutt/löng meðgöngulengd 58,8 38,8 3,3 0 0 0 0 18,5 Vaxtarskerðing barns 5,9 5,6 6,7 4,4 1,9 4,8 0 0

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.