Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 20116 Helga Jónsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Bryndís S. Halldórsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir, helgaj@hi.is EFTIRTEKTARVERÐUR ÁRANGUR AF HJÚKRUNARÞJÓNUSTU FYRIR LANGVEIKA LUNGNASJÚKLINGA Hjúkrun er árangursrík og skilvirk þegar hjúkrunarfræðingar starfa náið með sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Hér er sýnt fram á markverðan árangur af hjúkrunarþjónustu fyrir lungnasjúklinga og ætti greinin að nýtast þeim vel sem hafa hug á að efla slíka þjónustu, einkum fyrir langveikt fólk og fjölskyldur þeirra. Höfundar greinarinnar ásamt öðrum hjúkrunarfræðingum á göngudeild fyrir lungnasjúklinga í Fossvogi. Frá vinstri Stella Hrafnkelsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Bryndís S. Halldórsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Ingibjörg K. Stefánsdóttir og Rósa Karlsdóttir. Þarfir fólks með langvinna sjúkdóma og fjölskyldna þeirra ættu að vera megin­ viðfangsefni vestrænnar heilbrigðis­ þjónustu. Hins vegar er það viðurkennd staðreynd að það fyrir komulag, sem ríkt hefur þar sem bráð veikindi eru meginviðfangsefni, gerir það einungis að takmörkuðu leyti. Þessi staðreynd ásamt auknum kröfum um hag­ kvæmni kallar á að farnar séu nýjar leiðir í heilbrigðisþjónustunni. Einkum þarf að beina athyglinni að þörfum þeirra einstaklinga, sem hafa flókna og erfiða sjúkdóma, og fjölskyldum þeirra. Byggja þarf upp fjölþætta, samfellda og þverfaglega heilbrigðisþjónustu. Fjölskyldur fólks með langvinna sjúkdóma bera hitann og þungann af meðferð og afleiðingum sjúkdómanna frá degi til dags og því þarf heilbrigðisþjónustan að miða að því að efla sjálfsbjörg og lífsgæði þeirra. Á Íslandi hefur orðið bið á að hrinda þessari hugsun í framkvæmd þó nú sé að verða á því breyting. Langvinnir lungnasjúkdómar eru ört vaxandi heilsufarsvandamál á alþjóðavísu. Því er spáð að langvinn lungnateppa (LLT) verði þriðja algengasta dánarorsök í heiminum árið 2020 og hefur þá færst fram um þrjú sæti í samanburði við árið 1990 (Rabe o.fl., 2007). Alvarleiki LLT er oft vanmetinn (Pauwels og Rabe, 2004) auk þess sem LLT er vangreint heilsufarsvandamál. Það kom skýrt fram í íslenskri faraldursfræðilegri rannsókn sem sýndi að einungis 8,3% þeirra sem uppfylltu skilmerki um sjúkdóminn vissu um tilvist hans (Bryndís Benediktsdóttir o.fl., 2007). Tíðni endurinnlagna fólks með LLT á sjúkrahús er um 60% miðað við eitt ár (Gudmundsson o.fl., 2005). Alvarleg versnun, einkum ef hún leiðir til innlagnar á sjúkrahús, er sterk vísbending um að fólk með LLT eigi ekki langt eftir ólifað (Vestbo, 2004). Fjölskyldur fólks með LLT hafa fengið óverulega athygli í rannsóknum og heilbrigðisþjónustu en ljóst er að vandi þeirra er ærinn (Bryndís S. Halldórsdóttir, 2009; Ingadottir og Jonsdottir, 2006a; Jonsdottir, 2007). Samráð við sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og fjölskyldur þeirra Hjúkrunarþjónustu, sem tekur mið af eðli heilsu farsvanda fólks með langvinna lungna sjúkdóma og fjölskyldna þeirra, var komið á fót á göngudeild A­3 á Land­ spítalanum árið 2005. Meginmarkmið þjónustunnar eru að viðhalda og auka lífsgæði og draga úr eða koma í veg fyrir að sjúklingum versni og þar með einnig að þá þurfi að leggja inn á sjúkrahús, auk þess að tryggja greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Samhliða hefur verið lögð áhersla á að göngudeildin sé öflugur vettvangur fyrir kennslu hjúkrunarfræðinema í grunn­ og framhaldsnámi. Upphaf þessarar þjónustu má finna í greinargerð þar sem gerð var grein fyrir drögum að fræðilegum ramma til að leiðbeina um áherslur í hjúkruninni (Helga Jónsdóttir, Guðrún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.