Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Síða 23
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 19 Bókin Family nursing in action kom út í júlí 2011. Hún er gefin út hérlendis þrátt fyrir að vera á ensku en Háskólaútgáfan gefur út. Ritstjórar eru Erla Kolbrún Svavarsdóttir og Helga Jónsdóttir. Í bókinni eru fimmtán kaflar eftir hjúkrunarfræðinga frá fjórum heimsálfum og taka þeir fyrir fjölskylduhjúkrun frá mörgum sjónarhornum. Veglegt útgáfuteiti var haldið 1. september sl. í húsakynnum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þrír fræðimenn, þær Kristín Björnsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Marga Thome, voru fengnar til að rýna í sinn hluta bókarinnar hver. Í fyrri hluta bókarinnar eru kynntar kenningar og aðferðafræði við rannsóknir í fjölskylduhjúkrun, miðhlutinn fjallar um niðurstöður meðferðarrannsókna og í síðasta hlutanum er sjónum beint að hvernig nota megi rannsóknarniðurstöður í klíník. Niðurstaða rýnanna er að bókin sé mikilvægt framlag til fjölskylduhjúkrunar. Allir íslensku höfundarnir saman komnir í útgáfu- teiti 1. september sl. Frá vinstri Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Þorbjörg Sóley Ingadóttir, Helga Jónsdóttir og Anna Ólafía Sigurðardóttir. NÝ BÓK UM FJÖLSKYLDUHJÚKRUN Urðarapótek er í viðskiptum hjá okkur Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Guðrún Pálsdóttir stofnaði Urðarapótek og keppir við þá stóru á markaðnum með áherslu á góð kjör og betri þjónustu. Við þekkjum slíkar aðstæður mjög vel. Þess vegna er Urðarapótek í viðskiptum hjá okkur. F í t o n / S Í A

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.