Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Qupperneq 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 201128 hefur aukist. Vegna smæðar samfélagsins eru atvinnumöguleikar hjúkrunarfræðinga á hverjum stað bundnir við eina stofnun. Ef hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við starfsaðstæður eða kjör þýðir það flutning á milli svæða með öllu því raski fyrir fjölskyldur þeirra sem því fylgir. Áhrif efnahagskreppunnar á hjúkrunarfræðimenntun á Íslandi Efnahagskreppan hefur augljóslega ekki einungis áhrif á heilbrigðiskerfið á Íslandi heldur ekki síður á menntakerfið. Háskólarnir hafa þurft að skera jafnvel meira niður en heilbrigðisstofnanir landsins. Sú fjölgun námsplássa fyrir hjúkrunarfræðinema, sem vonast var eftir, mun ekki ganga fram þó þörfin til að fylla þær stöður, sem losna þegar stórir árgangar hjúkrunarfræðinga fara á eftirlaun, sé sannarlega fyrir hendi. Nám í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár svo undirbúa þarf þær breytingar vel sem verða á hópi hjúkrunarfræðinga á næstu árum. FÍH hefur varað við því að fjöldi brautskráðra hjúkrunarfræðinga sé hvergi nærri nægur til að fylla í skörð þeirra sem fara á lífeyri. Úttekt, sem FÍH gerði 2007, sýndi að 170 hjúkrunarfræðingar þurfa að brautskrást árlega til að halda í við þörfina. Undanfarin fimm ár hafa hins vegar einungis 112 hjúkrunarfræðingar brautskráðst að meðaltali á ári. Reynslan af fyrri alþjóðlegum efnahagskreppum kennir okkur að eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu eykst mjög þegar kreppan gengur yfir. Þá verður hins vegar of seint að bregðast við með fjölgun hjúkrunarfræðinema í ljósi þess að námið tekur fjögur ár. Aðsókn að námi í hjúkrunarfræði tvöfaldaðist á milli áranna 2008 og 2009. Vegna takmarkana á klínískum námsplássum þarf þó enn að takmarka fjölda nemenda þannig að einungis um helmingur þeirra sem hefja nú nám í hjúkrunarfræði fær að halda áfram námi að loknu fyrsta misseri. Aðsókn að meistaranámi í hjúkrun hefur dregist saman eftir hrun. Hjúkrunarfræðingar virðast hvorki hafa persónulegar aðstæður eða fjármagn til að fara í nám né heldur fá þeir námsleyfi frá vinnu veitanda. Þetta er að mínu mati mikið áhyggju efni þar sem það dregur úr rannsóknum í hjúkrun og kemur í veg fyrir að metnaðarfull markmið um fjölgun sér­ fræðinga í hjúkrun nái fram að ganga. Ýmsar breytingar í heilbrigðiskerfinu og í samfélaginu krefjast fleiri hjúkrunar­ fræðinga. Í stefnu FÍH er kveðið á um að þarfir þjóðfélagsþegna fyrir hjúkrunarþjónustu séu það grundvallaratriði sem markar störf hjúkrunarfræðinga. Ber þeim undir öllum kringumstæðum að tryggja gæði hjúkrunar með hagsmuni skjólstæðinga að leiðarljósi. Vinna þarf mun öflugar að forvörnum og heilsueflinu en gert hefur verið. Með styttri legutíma á sjúkrahúsum færist heilbrigðisþjónusta við fólk á öllum aldri frá sjúkrahúsum og til annarra stofnana og til heimilanna. Það kallar á aukna þjónustu hjúkrunarfræðinga. Jafnframt eiga sér stað breytingar á aldurssamsetningu þjóðarinnar og vegna þróunar í meðferð lengist meðalævi landsmanna. Um leið fjölgar sífellt alvarlegri og langvinnari heilsufarsvandamálum og það kallar einnig á aukna þjónustu. Á tímum efnahagsörðugleika geta þarfir þjóðfélagsþegna fyrir heilbrigðisþjónustu breyst og því er brýnt að meta þarfirnar svo hægt sé að bregðast við þeim. Áætlanir stjórnvalda Hjúkrunarfræðingar og læknar, þessar tvær burðarstéttir hins íslenskra heilbrigðis­ kerfis, hafa saman og hvorir í sínu lagi, kallað eftir framtíðarsýn stjórnvalda um skipulag heilbrigðisþjónustunnar og mati á þeim mannafla sem þarf til að veita þjónustuna. Því miður hafa stjórnvöld ekki svarað því kalli. Við undirbúning þessa erindis óskaði ég eftir því við aðstoðarmann velferðarráðherra að fá upplýsingar um áætlanir stjórnvalda um breytingar á heilbrigðisþjónustunni og ­kerfinu á næstu árum. Þær upplýsingar voru ekki fáanlegar. FÍH hefur lýst yfir áhyggjum vegna þess hve hratt hefur verið farið í breytingar á skipulagi heilbrigðiskerfisins á undan­ förnum misserum, oft án mikils samráðs við heimamenn á þeim landsvæðum sem breytingar verða á. Félagið hefur lagt áherslu á að grund vallarbreytingar á þjónustu verði gerðar í viðráðanlegum skrefum svo íbúar geti aðlagast breytingunum. Félagið hefur einnig lagt áherslu á mikilvægi þess að meta heildaráhrif breytinga á kerfinu, faglegar og fjárhagslegar, til lengri tíma litið. FÍH hefur á undanförnum árum leitast við að hafa áhrif á stefumótun stjórnvalda í heilbrigðismálum. Til að leggja sitt af mörkum til stefnumótunar hefur félagið nú sett fram stefnu í hjúkrunar­ og heilbrigðismálum til ársins 2020. Félagið leggur meðal annars áherslu á: • að forsenda fyrir framförum í hjúkrun og góðri heilbrigðisþjónustu sé að hjúkrunarfræðingar séu í forystu og hafi forræði yfir hjúkrunarþjónustu, þróun hennar og skipulagi • að hjúkrunarfræðingar séu virkir þátt­ takendur í allri umræðu og ákvarðana­ töku varðandi heilbrigðis þjónustu og heilbrigðismál • að þekking, reynsla og sjónarmið hjúkrunar fræðinga séu nýtt við stefnu­ mótun og breytingar innan heilbrigðis­ þjónustunnar • að hjúkrunarfræðingar sýni sjálfstæði og frumkvæði í að nýta þá möguleika sem felast í breytingum innan heilbrigðis þjónustunnar. Lokaorð Það er von mín að mér hafi tekist að veita nokkra innsýn í hvaða áhrif djúp efnahagskreppa getur haft á lítið heilbrigðiskerfi í fámennu landi. Einnig þau áhrif sem kreppan og viðbrögð við henni hafa á þá sem njóta og þá sem veita heilbrigðisþjónustu. Á krepputímum sem öðrum skapast þó alltaf tækifæri – tækifæri til endurskoðunar, til breytinga, til áhrifa. Hjúkrunarfræðingar geta, í krafti þekkingar sinnar og þjálfunar í heildrænni nálgun og markvissri áætlanagerð, tekið frumkvæði og orðið breytingarafl í heilbrigðiskerfum þjóða – skjólstæðingum okkar, hjúkrunarstéttinni og samfélaginu öllu til hagsbóta. Eftirtaldir veittu upplýsingar og efni við undirbúning erindanna og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir: Anna Björg Aradóttir, sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu, Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, stjórn deildar hjúkrunarstjórnenda í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. World Class á 9 stöðum Vertu í formi með 20 % afsláttur Upplýsingar á worldclass.is eða í síma 55 30000 Skólakort World Class - HEILSURÆKT FYRIR ÞIG - World Class Laugum Reykjavík • Kringlunni Reykjavík • HR Reykjavík • Spönginni Grafarvogi Dalshrauni Hafnarfirði • Ögurhvarfi Kópavogi • Turninum Kópavogi • Lágafellslaug Mosfellsbæ • Sundlaug Seltjarnarness Korthafar fá aðgang að Laugardalslaug, Lágafellslaug og Sundlaug Seltjarnarness C M Y CM MY CY CMY K skólakort okt 2011.pdf 1 10/7/11 3:24 PM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.