Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2011, Blaðsíða 55
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 5. tbl. 87. árg. 2011 51 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER umbunin aðallega frá sjúklingunum. Einnig var rætt um traust milli starfsmanna og fannst þátttakendum það vera mikilvægur þáttur í starfinu. Þátttakendur sögðu að sjúklingahópurinn á sjúkrahúsinu væri að eldast og fólk væri orðið veikara þegar það legðist inn á sjúkrahús. Erfitt reynist að útskrifa sjúklinga á aðrar stofnanir og lágu þeir þá oft lengi inni. Einnig fannst þátttakendum meira um að sjúklingar legðust inn aftur og aftur, enn veikari en áður stuttu eftir að þeir væru útskrifaðir af sjúkrahúsinu. Að auki kom fram að sjúklingahópurinn væri að breytast. Töluvert væri um fíkniefnaneytendur og sjúklinga sem lagðir voru inn eftir afleiðingar ofbeldisverka. Þátttakendur voru uggandi yfir þessari þróun því þessir sjúklingar væru oft erfiðir, æstir og leituðu að ýmsum efnum á deildunum, auk þess sem erfiðir vinir og aðstandendur kæmu inn á deildina. Sjúkraliðarnir voru sammála um að þeir væru oft varnarlausir gagnvart þessum sjúklingum. Rætt var um að fræðslu vantaði fyrir starfsfólk um þennan sjúklingahóp og einnig að námskeið í sjálfsvörn gæti verið þarft. Sjúkraliði með tæplega þrjátíu ára reynslu sagði: Sjúklingahópurinn virðist vera að eldast og eldast og núna bætast við fórnarlömb ofbeldisverka, ribbaldar og dópistar sem var bara eiginlega aldrei þegar ég var að byrja ... þá sá maður þetta fólk eiginlega aldrei, það er að bætast mikið við ... þannig að það er eins og ofbeldið sé að skila sér inn á deild til okkar. Annar sjúklingahópur, sem hafði stækkað inni á deildum sjúkrahússins, voru of feitir einstaklingar. Þeir skapa mikið álag á starfsfólk og hjálpartæki ekki alltaf til staðar. Þessir sjúklingar voru oft mjög veikir og þurftu aðstoð við allt í daglegu lífi. Einn þátttakandi lýsti þessu svona: ... en svo er annar hópur, sem hefur breyst líka, það er yfirþyngdin og það er ekki bara í yfirþyngd eins og vart var við hér áður ... hann er ekki sá fyrsti sem er yfir 200 kg hjá okkur þannig að þá hugsar maður: Hvernig verður þetta í framtíðinni þegar við fáum fleira fólk yfir 150 kg á þyngd. Álagið á starfsfólk var mikið og virtist það ekki hafa orku í neitt nema að vinna, að sögn þátttakenda. Mikið var um að hringt væri í þátttakendur og þeir beðnir um að taka aukavaktir. Þetta var þreytandi og erfitt að sögn þátttakendanna og töluðu þeir um að fá samviskubit, annars vegar gagnvart vinnunni og hins vegar gagnvart fjölskyldunni. Það var því togstreita þarna á milli og sögðu þátttakendur það vera mjög íþyngjandi. Einn sjúkraliði lýsti þessu svo: „Ja ... ég hlakka ekki lengur til fjögurra daga frís því það er legið í manni ... maður er hættur að segja það ef maður á langt frí.“ Tafla 1. Þemu, flokkar og tilvísanir úr viðtölum. Þemu Samstarf og nýting þekkingar Styðjandi vinnuumhverfi Umfang starfs Flokkar Samstarf Verkferlar Húsnæði Aðföng Sjúklingar Þættir Tilvísanir sem liggja til grundvallar Vinnuumhverfi Veikindi í baki. Tíð veikindi. Góður starfsandi. Góður stuðningur. Umbun mikilvæg. Aðeins því brýnasta sinnt. Húsnæðisþrengsli. Álag vegna mikillar göngu í vinnu. Skortur á hjálpartækjum. Biluð hjálpartæki. Skortur á líni og aðföngum. Stöðugt vinnuálag. Aukið vinnuálag. Stöðugt álag á frívöktum. Tafir og truflanir Símsvörun. Tíð veikindi. Tungumálavandi. Bið eftir hjúkrunar­ fræðingi. Flutningur sjúklinga milli deilda. Leit að eigum sjúklinga. Gott skipulag hjúkrunar. Þrengsli hamla starfi. Leit að hjálpartækjum. Starfskröfur Skortur á trausti. Ósamræmi í starfskröfum. Vannýting á kunnáttu sjúkraliða. Skortur á símenntun. Sjl. vilja krefjandi verkefni. Vantar staðfestingu á hæfni og þekkingu sjl. Skipulag og stjórnun Störf sjl. lítið rædd á deildarfundum. Gott samband við stjórnendur. Jákvæður deildar­ stjóri mikils virði. Deildastjórar uppteknir vegna manneklu. Mikilvægt að hafa starfsmannafundi. Skýrt skipulag á vakt. Félagsleg samskipti Félagsleg samskipti við samstarfsfólk utan vinnu í hófi, jákvæð. Reglulegir fræðslufundir á einstaka deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.