Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 16
Þjóðmál SUmAR 2012 15
Vilhjálmur Eyþórsson
Barrabas — og beina
lýðræðið
Frægasta „þjóðaratkvæðagreiðsla“ sögunn ar fór fram í Jerúsalem fyrir tæpum
tvö þúsund árum, þegar Barrabas var kosinn,
en Jesús krossfestur . Ég minni á þetta vegna
þess að upp á síðkastið hafa orðið æ háværari
hrópin um „beint lýðræði“, að „þjóðin“ eigi
að ráða og koma að ákvarðanatöku um hin
aðskiljanlegustu mál . Ýmsir halda því fram,
að ákvarðanir skuli teknar með sífelldum
skoðanakönnunum meðal lýðsins . En væri
það skynsamlegt?
„Lýðræði“ er, eins og „mannréttindi“,
eitt af þessum fallegu orðum sem menn,
einkum þó vinstri menn, endurtaka ótt og
títt án þess að botna upp né niður í því hvað
í orðinu felst . Í meginatriðum felur það í
sér að meirihluti kjósenda eigi að ráða . En:
„fái þjóðirnar að kjósa milli kúgunar og
stjórnleysis, velja þær alltaf kúgarann“,
sagði Aristóteles . Í mörgum löndum er
„lýðræði“ nefnilega einungis annað orð
fyrir aðgerðaleysi, spillingu og upplausn og
það er alls ekki sjálfgefið að almenningur
kjósi lýðræði, fái hann að velja . „Fólkið“ eða
„þjóðin“ vill stundum fá „nýja menn“ til
valda í stað stjórnvalda, sem eru ekki talin
vanda sínum vaxin . Þetta var t .d . raunin á
Ítalíu og í Þýskalandi millistríðsáranna . Það
voru nefnilega ekki illmenni heldur kjánar
sem settu Hitler og Mussolini á valdastóla,
Þeir komust báðir til valda með víðtækum
stuðningi almennings, sem vildi fá til valda
„nýja menn“ með „nýjar lausnir“ .
ÍWeimarlýðveldinu höfðu andstæðingar lýðræðis, kommúnistar og nasistar,
meiri hluta atkvæða samanlagt . Í Alsír
reyndi herforingjastjórn að halda lýðræðis
legar kosningar, en þá kom í ljós að yfir
gnæf andi meirihluti þegnanna kaus islam
ista, and stæð inga lýðræðis sem einnig vildu
af nema flest það sem við nefnum grund
vall ar mann réttindi að dæmi Khomeinis eða
talíbana . Kosningarnar voru ógiltar og eru
„mann rétt indafrömuðir“ síðan með bögg
um hildar út af öllu saman . Hvert eiga
þeir að snúa sér með vandlætingu sína og
for dæm ingu? Eiga þeir að býsnast út í her
for ingjana sem vildu koma á vestrænum
gildum, svipað og Íranskeisari á sínum
tíma, eða á að fárast út í lýðræðislegan
vilja kjósenda sem vildu afnema allt sem
heitir lýðræði og mannréttindi? Ekki
aðeins íranskur almenningur, heldur líka
Amnesty og gjörvöll vinstri hreyfingin á
Vestur löndum studdi Khomeini til valda,