Þjóðmál - 01.06.2012, Side 21

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 21
20 Þjóðmál SUmAR 2012 Jónas Ragnarsson Leiðin til Bessastaða 1952 Þegar þjóðin kaus forseta í fyrsta sinn Sveinn Björnsson forseti Íslands lést 25 . janúar 1952, 70 ára að aldri .1 Sveinn hafði verið kjörinn forseti af Alþingi á Þingvöllum 17 . júní 1944 og þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu 1945 og 1949 . Áður hafði Sveinn starfað sem lögfræðingur í Reykjavík, verið sendiherra í Kaupmannahöfn og hann var fyrsti ríkisstjóri Íslands . „Í fyrsta sinn syrgjum við innlendan þjóð­ höfðingja, íslenskan forseta,“ sagði Ásg eir Ásgeirsson alþingismaður í minn ingar orð­ um .2 „Með glæsimennsku sinni, virðuleika og prúðmennsku tókst honum að móta þetta æðsta embætti landsins þannig að af því stóð ljómi, tign og fyrir mennska, án nokkurs tildurs eða prjáls,“ sagði séra Bjarni Jónsson .3 Þess má geta að farið var að tala um for­ setann sem sameiningartákn þjóðarinnar á fyrri hluta starfstíma Sveins, árið 1947 .4 Áður hafði svipað orðalag verið notað um íslenska fánann . 1 Forseti Íslands Sveinn Björnsson andaðist aðfaranótt föstudags kl . 3 .30 . Banamein hans var hjartaslag . Morgunblaðið, 26 . janúar 1952, bls . 1 . 2 Ásgeir Ásgeirsson: Minning Sveins Björnssonar forseta . Alþýðublaðið, 2 . febrúar 1952, bls . 2 . 3 Bjarni Jónsson: Þannig á forseti að vera . Morgunblaðið, 2 . febrúar 1952, bls . 2 . 4 Forsetaveisla bæjarstjórnar á 161 . afmælisdegi Reykjavíkur . Morgunblaðið, 19 . ágúst 1947, bls . 2 . Margir nefndir til sögunnar Viku eftir útför Sveins var farið að ræða um það í blöðum að „flokkarnir“ ættu að sameinast um forsetaframbjóðanda .5 Blöðin nefndu hugsanlega frambjóðendur svo sem Ásgeir Ásgeirsson alþingismann og bankastjóra, Gísla Sveinsson fv . alþingis­ mann, Halldór Kiljan Laxness rithöfund, Jón Pálmason alþingismann, Ólaf Thors ráðherra, Pálma Hannesson rektor, Sigurð Nordal prófessor, Thor Thors sendiherra og Vilhjálm Þ . Gíslason útvarpsstjóra .6 Rödd fólksins nefndist blað sem samtök frjálslyndra manna hófu að gefa út í byrjun mars til að beita sér fyrir því að Gísli Sveinsson yrði kosinn þjóðhöfðingi .7 Hálf­ um mánuði síðar sagði blaðið að enginn maður hefði jafn mikið fylgi og Gísli .8 Um miðjan mars var Ásgeir Ásgeirsson talinn lík leg astur sem frambjóðandi svonefndra 5 Hannes á horninu (Vilhjálmur S . Vilhjálmsson): Vett­ vangur dagsins . Alþýðublaðið, 9 . febrúar 1952, bls . 3 . 6 Ajax (Ólafur Hansson): Forsetaefnin . Mánudagsblaðið, 11 . febrúar 1952, bls . 4 . Starkaður: Baðstofuhjal . Tím­ inn, 23 . febrúar 1952, bls . 4 . 7 Við kjósum nýjan þjóðhöfðingja í vor . Rödd fólksins, 1 . mars 1952, bls . 1 . 8 Forsetavalið . Rödd fólksins, 15 . mars 1952, bls . 1 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.