Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 31

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 31
30 Þjóðmál SUmAR 2012 viðurkennt að viðskiptahöft eru skaðleg fyrir hagkerfið, hafa stjórnvöld hérlendis enn ekki afnumið takmarkanir á ýmsum innflutningi, né heldur tolla og vörugjöld . Þá er íslenska ríkið þegar búið að innleiða höft á fjármagnsflutninga, sem upphaflega áttu að vara í nokkra mánuði en hafa nú varað á fjórða ár og ítrekað verið hert á þeim tíma . Það er því alls ekki útilokað að lendi íslenskt samfélag í djúpri kreppu, sem það eigi erfitt með að leysa vegna þess að landið notast við erlendan gjaldmiðil, komi fljótt fram hugmyndir frá illa upplýstum lýðskrumurum um að framkvæma innri gengisfellingu með innflutningshöftum . Val á gjaldmiðli Greinarhöfundur fær með engu móti skilið hvers vegna þeir sem tala fyrir upp töku erlends gjaldmiðils á Íslandi eru með hugmyndir um að taka upp tiltölulega litla gjaldmiðla eins og Kanadadollar eða norska krónu, gjaldmiðla sem afar lítil við­ skipti eru með á alþjóðlegum vettvangi . Vilji menn á annað borð fara út í þá áhættu sem felst í upptöku erlends gjaldmiðils á Íslandi ættu menn að velja stærsta og lang­ mikil vægasta gjaldmiðil heims, Bandaríkja­ dollar . Slíkt myndi auka ávinninginn af upptöku erlends gjaldmiðils; en ekki er greinarhöfundur að hvetja til þess . Vart kemur til greina að taka einhliða upp næststærsta gjaldmiðil heimsins, evruna . Með einhliða upptöku væri Ísland að skapa sér mikla óvild ESB, sem er mjög mót­ fallið einhliða upptöku evrunnar í lönd­ um utan gjaldmiðilssambandsins (næg eru deilumálin milli Íslands og ESB, án þess að menn fari að óþörfu að bæta þar á) . Þá fælist í því veruleg áhætta vegna þess að óvíst er með öllu hvort evran verði til sem gjaldmiðill eftir nokkur ár og verði hún til er líklegra en ekki að aðildarlöndin verði ekki að öllu leyti þau sömu og í dag — verður evran germönsk eða latnesk? Eina skyn samlega leiðin til að taka upp evruna er með aðild að ESB . Það er ferill sem myndi taka fjölda ára, því að fyrst þyrfti Ísland að uppfylla skilyrði Maastricht­sáttmálans, þ .m .t . afnema öll gjaldeyrishöft, auk þeirra við bótar skilyrða sem líklega verða sett á næst unni . Það verður enginn „afsláttur“ veitt ur við upptöku evrunnar eftir allt það sem á undan er gengið í Evrópu . Þeir gjaldmiðlar sem koma á eftir dollar og evru í alþjóðaviðskiptum eru breska pundið og japanska jenið, en aðrir gjaldmiðlar skipta svo til engu máli í alþjóðaviðskiptum . 2 Mýtur um erlenda gjaldmiðla Umræðunni um upptöku erlends gjaldmiðils á Íslandi hafa fylgt ýmsar mýtur um kosti upptöku erlends gjaldmiðils umfram það að vera með þjóðargjaldmiðil . Aðrar algengar mýtur eru: Stærð gjaldmiðils leiðir til stöðug­ leika: Það er vissulega rétt að það dregur úr við­ skiptakostnaði að nota Bandaríkjadollar í alþjóðaviðskiptum og það er dýpri mark­ aður í viðskiptum með stóra og miðl ungs­ stóra gjaldmiðla en litla gjaldmiðla eins og krónuna . Hins vegar er það rangt sem oft er fullyrt að stærð hagkerfis ráði stöðug­ leika gjaldmiðils og vaxtastigi . Nokkur af fámennari ríkjum heims búa við mjög stöðuga gjaldmiðla, sem sumir eru jafnvel eftir sóttari meðal sparifjáreigenda en gjald­ miðlar stórríkja . Sem dæmi má nefna Noreg (5 milljónir íbúa), Nýja­Sjáland (4,4 milljónir íbúa) og Singapúr (5 milljónir íbúa) . Vissulega eru þessi lönd mun fjöl­ 2 Kannski ættu Íslendingar að taka upp kínverskt yuan . Þá væri mynd af Maó formanni á öllum seðlum í umferð, en það hefði sumum yfirmönnum Seðlabankans án efa hugnast vel á sínum yngri árum!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.