Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 32

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 32
 Þjóðmál SUmAR 2012 31 mennari en Ísland, en þau eru engu að síður smáríki í samanburði við Bandaríki Norður­ Ameríku, evrusvæðið, Japan, Kína, Indland, Rússland, Brasilíu og Indónesíu, sem öll eru með meira en 100 milljónir íbúa og mun stærri hagkerfi . Greinarhöfundur er ekki að gera því skóna að íslenska krónan yrði jafnsterk og eftirsótt og Singapúrdollar eða norsk króna og alls ekki víst að slíkt væri heppilegt, en stærðarrökin eru bábilja . Jafnvel þó svo að Íslendingar tækju upp nokkuð stöðugan gjaldmiðil er ekki gefið að slíkt leiddi til stöðugleika íslenska hag­ kerfisins . Þvert á móti má búast við því að ýmsir þættir, sem fyrrum hafa leitt til óstöðugleika, muni gera það áfram . Birt­ ingar myndin yrði fremur í stærri sveiflum í atvinnustigi og gjaldþrotum fyrirtækja . Þó að ætla mætti að hegðun landsmanna breyttist eitthvað við að taka upp gjaldmiðil sem þeir gætu á engan hátt stýrt, þá sýnir reynslan af evrusvæðinu að upptaka erlends gjaldmiðils (evrunnar) breytti ekki hegðun stjórnvalda og íbúa þeirra landa nægilega til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar sveiflur . Lægri vextir: Það er ekki gefið að vextir á Íslandi lækki endilega við upptöku erlends gjald miðils . Vextir ráðast af framboði og eftirspurn, svo og mati á mótherjaáhættu í lána viðskiptum . Á upphafsdögum evrunnar gerði fjármála­ markaðurinn þau mistök að krefjast svo til sömu ávöxtunar á öllu evrusvæðinu . Afleiðingin varð m .a . gríðarleg fasteignabóla á Írlandi og á Spáni, svo og ofskuldsetning ríkja eins og Portúgals og Grikklands . Þó svo að vextir á fasteignalánum á Írlandi hafi lækkað eftir upptöku evrunnar hækkaði sú upphæð sem Írar þurftu að greiða samtals í vexti og afborganir húsnæðislána, vegna hærra fast eigna verðs, sem nú hefur gengið til baka — en það sama á ekki við um höfuðstól lán anna sem tekin voru . Lágir vextir þýða ekki endilega að heimilin hafi meira á milli hand anna, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það eru einnig heimilin sem eru spari fjáreigendur . Í dag er ástandið annað á evrusvæðinu . Vextir eru nú orðnir misjafnir milli landa, sem endurspeglar misjafnt aðgengi að fjármagni og áhættumat, þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu dæli fjármagni inn í bankakerfið . Afnám verðtryggingar: Við upptöku nýs gjaldmiðils falla gerðir samningar ekki niður, heldur breytast þeir yfir í skuldbindingar í nýja gjaldmiðlinum . Þannig er farið samkvæmt lögum ESB ef tekin er upp evra og dómar Hæstaréttar í svokölluðum gengislánamálum staðfestu að ekki megi hrófla við umsömdum ákvæðum lánssamninga, svo sem vöxtum, þrátt fyrir að skipt sé um gjaldmiðil . Það verður því að gera ráð fyrir að verðtryggð skuldabréf og lánssamningar, sem þegar hefur verið stofnað til, haldist óbreytt . Það ræðst síðan af ákvæðum þessara samninga hvort og hvernig hægt er að greiða upp lán fyrir lok samningsbundins lánstíma .3 Hvað ný lán varðar mun framboð óverð­ tryggðra lána ráðast af áhuga fjárfesta á 3 Það er þrálátur misskilningur að verðtrygging lána sé rótin að misgengi húsnæðisverðs og húsnæðislána . Hækkun verðtryggðra lána er birtingarmynd vandans en ekki orsök hans . Misgengi húsnæðisverðs og húsnæðislána stafar af raunlækkun húsnæðisverðs, en raunvirði húsnæðisverðs getur sveiflast gríðarlega og hefur gert það í svo til öllum löndum á einhverjum tímabilum . Þar sem verðbólga er lítil er birtingarmyndin hins vegar mikil lækkun á nafnvirði húsnæðis á meðan upphæð höfuðstóls slíkra lána helst óbreytt . Dæmi um slíkt er lækkun fasteignaverðs í Finnlandi upp úr 1990 og á Írlandi á síðustu árum, en í báðum tilfellum lækkaði húsnæðisverð um meira en 50% að nafnvirði á skömmum tíma . Þegar raunvirði húsnæðis lækkar er vandi húseiganda hinn sami hvort sem hann býr við verðtryggð lán og verðbólgu eða óverðtryggð lán og nafnvirðislækkun húsnæðis . Eigið fé rýrnar hratt, sérstaklega ef stór hluti fjárfestingarinnar er fjármagnaður með lánsfé . Það er því hrein fölsun að reyna að telja fólki trú um að með upptöku erlends gjaldmiðils yrðu vandamál tengd misgengi húsnæðisverðs og húsnæðislána minni en verið hefur á Íslandi fram til þessa .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.