Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 35
34 Þjóðmál SUmAR 2012 Lýsingar á fjarlægum þjóðum í tíma eða rúmi, nægjusömum og ánægðum, hafa oft sagt meira um fordóma höfundarins en sjálft frásagnarefnið .1 Til dæmis fræddi þýski sagnritarinn Adam frá Brimum lesendur sína á því á elleftu öld, að langt úti í hafi mætti finna eyþjóð eina, er Íslendingar nefndust . Þeir hefðu viðurværi af kvikfjárrækt, klæddust skinnfeldum af fénu og byggju með því í hellum í jörðu . Lifðu þeir „í heilögum einfaldleik“ og kærleik, sem leiddi til þess, að með þeim væri allt sameiginlegt, jafnt handa gestum sem íbúunum sjálfum .2 Danski sagnritarinn Saxi lýsti Íslendingum svo á tólftu öld: Eigi má heldur iðja Íslendinga gleymast í þögn . Vegna ófrjósemi lands síns eru þeir lausir við óhóf í mat og uppfylla stöðugt skyldur hófseminnar, eru vanir að nota ævina hverja stund til að afla þekkingar um dáðir annarra, vega skort sinn upp með andlegri dáð .3 Ekki þarf að segja neinum Íslendingi með lágmarksþekkingu á sögu þjóðar sinnar, að þessar lýsingar voru fjarri lagi . Alkunna er síðan, hvernig þeir Charles de Montesquieu og Jonathan Swift lýstu kynnum annarra þjóða af Vesturlandamönnum í því skyni að gagnrýna ýmsa siði náunga sinna .4 Guðmundur Kamban notaði sama stílbragð í leikriti sínu, Sendiherranum frá Júpíter .5 Hugmyndin um „göfuga villimenn“ skýrðist þó ekki fyrr en Norður álfu­ menn fundu Vesturheim í lok fimmt ándu aldar . Þegar sæfarinn Kristófer Kólumbus sneri aftur til Spánar vorið 1493 eftir háskalega siglingu vestur um haf þá um haustið og veturinn, samdi hann skýrslu til spænsku konungshjónanna, sem höfðu styrkt hann til fararinnar . Þar vildi hann kveikja áhuga þeirra á frekari könnunar­ leiðangrum til Vesturheims . Kvað hann eyjar Karíbahafs byggðar sakleysingjum, sem elskuðu náunga sína eins og sjálfa sig, væru blíðir og skapgóðir, bæru engin vopn og beittu ekki ofbeldi . Margir Norðurálfumenn gleyptu við frásögnum sem þessum, enda töldu þeir sig geta lært sitt hvað af hinum dygðugu villimönnum . Einn þeirra var franski rithöfundurinn Michel de Montaigne . Í ritgerðinni „Um mannætur“, sem birtist árið 1580, sagðist hann styðjast við frásagnir manns, sem hefði dvalist árum saman á meðal frumbyggja í Brasilíu . Indíánarnir þar stunduðu engin viðskipti, kynnu hvorki að skrifa né telja og notuðu ekki hugtök eins og yfirráð eða undirgefni, auð og eklu . Þeir stunduðu engin störf, heldur dönsuðu um allan daginn, klæddust ekki fötum og kynnu Hannes Hólmsteinn Gissurarson Göfugir villimenn?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.