Þjóðmál - 01.06.2012, Side 40

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 40
 Þjóðmál SUmAR 2012 39 höggnir . Sá Vesturheimur, sem innflytjendur kynntust um og eftir miðja átjándu öld, var því miklu ósnortnari af manna höndum en hinn, sem Kólumbus kom að 1492 . Raunar höfðu indíánar í Vesturheimi haft þann sið að brenna skóg sem mest þeir máttu, því að dýr þau, sem þeir veiddu sér til matar, vísundar, elgir og dádýr, undu sér best á sléttum, þar sem áður hafði staðið skógur . Ein veiðiaðferð indíána var líka mjög kostnaðarsöm . Hún var að reka vísunda í hjörð saman fram af háum klettum, svo að þeir hröpuðu og drápust . Margar dýra­ tegundir höfðu einnig horfið í Norður­ Ameríku, áður en Norðurálfumenn bar þar að garði, til dæmis loðfíll, vígtannaköttur, risaletidýr, risabjór og hestur . Hafa frum­ byggjar sennilega útrýmt þeim . Einnig er talið, að frumbyggjar í Ástralíu, á Madagaskar og Nýja­Sjálandi hafi útrýmt ýmsum dýrategundum .23 S igurður Nordal skrifaði í Íslenzkri menningu: Ein af þeim skynvillum, sem algengastar eru um frumsögulega tíma, er hugmyndin um frelsi og sjálfræði . Nútíðarmenn horfa frá þröngbýli sínu í borgum og byggðum, skipulagi og stjórn, sem leggur á þá alls konar hömlur, frá ríkistrú með skorðuð­ um kennisetningum, — og hugsa sér veiðimann, sem reikar óháður um merkur og á allt undir afli sínum og vopnum .24 Hugmyndin um hina göfugu villimenn, sem lausir séu við ýmsa fylgikvilla menningarinnar og lifi í sátt við náttúruna, er eitt af sköp­ unarverkum menningarinnar . Hún lýsir óþoli sumra Vesturlandamanna og þrá eftir ein faldari heimi . En fátt er óskynsamlegra en að reyna að endurskapa slíkan heim . Göfugu villi mennirnir voru aldrei til, og við komum ekki í veg fyrir umhverfisspjöll með því að snúa baki við menningunni, heldur með því að nýta hana, ekki síst með tækninni . Ef taka á umhverfið með í reikninginn, þá verða menn ekki aðeins að kunna að reikna, heldur líka að hafa hag af því . Menning og náttúra eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sömu tilverunni . Tilvísanir 1 Þessi ritgerð er þáttur í rannsóknarverkefninu „Umh­ verfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“, sem höfundu r annast fyrir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands . 2 „Ísland í erlendum miðaldaheimildum fyrir 1200 og hafsvæði þess . Safn þýddra texta; brot,“ þýð . Björn Sigfússon . Saga, 2 . b . (1954), 466 .–467 . bls . Sigurður Nordal vísaði í bók sinni um ís­ lenska menningu á bug goðsögninni um göfuga villimenn, sem reikuðu glaðir í bragði um merkur og ættu allt sitt undir afli sínu og vopnum . Ljósmynd: Vigfús Sigur geirsson .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.