Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 40

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 40
 Þjóðmál SUmAR 2012 39 höggnir . Sá Vesturheimur, sem innflytjendur kynntust um og eftir miðja átjándu öld, var því miklu ósnortnari af manna höndum en hinn, sem Kólumbus kom að 1492 . Raunar höfðu indíánar í Vesturheimi haft þann sið að brenna skóg sem mest þeir máttu, því að dýr þau, sem þeir veiddu sér til matar, vísundar, elgir og dádýr, undu sér best á sléttum, þar sem áður hafði staðið skógur . Ein veiðiaðferð indíána var líka mjög kostnaðarsöm . Hún var að reka vísunda í hjörð saman fram af háum klettum, svo að þeir hröpuðu og drápust . Margar dýra­ tegundir höfðu einnig horfið í Norður­ Ameríku, áður en Norðurálfumenn bar þar að garði, til dæmis loðfíll, vígtannaköttur, risaletidýr, risabjór og hestur . Hafa frum­ byggjar sennilega útrýmt þeim . Einnig er talið, að frumbyggjar í Ástralíu, á Madagaskar og Nýja­Sjálandi hafi útrýmt ýmsum dýrategundum .23 S igurður Nordal skrifaði í Íslenzkri menningu: Ein af þeim skynvillum, sem algengastar eru um frumsögulega tíma, er hugmyndin um frelsi og sjálfræði . Nútíðarmenn horfa frá þröngbýli sínu í borgum og byggðum, skipulagi og stjórn, sem leggur á þá alls konar hömlur, frá ríkistrú með skorðuð­ um kennisetningum, — og hugsa sér veiðimann, sem reikar óháður um merkur og á allt undir afli sínum og vopnum .24 Hugmyndin um hina göfugu villimenn, sem lausir séu við ýmsa fylgikvilla menningarinnar og lifi í sátt við náttúruna, er eitt af sköp­ unarverkum menningarinnar . Hún lýsir óþoli sumra Vesturlandamanna og þrá eftir ein faldari heimi . En fátt er óskynsamlegra en að reyna að endurskapa slíkan heim . Göfugu villi mennirnir voru aldrei til, og við komum ekki í veg fyrir umhverfisspjöll með því að snúa baki við menningunni, heldur með því að nýta hana, ekki síst með tækninni . Ef taka á umhverfið með í reikninginn, þá verða menn ekki aðeins að kunna að reikna, heldur líka að hafa hag af því . Menning og náttúra eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sömu tilverunni . Tilvísanir 1 Þessi ritgerð er þáttur í rannsóknarverkefninu „Umh­ verfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“, sem höfundu r annast fyrir Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands . 2 „Ísland í erlendum miðaldaheimildum fyrir 1200 og hafsvæði þess . Safn þýddra texta; brot,“ þýð . Björn Sigfússon . Saga, 2 . b . (1954), 466 .–467 . bls . Sigurður Nordal vísaði í bók sinni um ís­ lenska menningu á bug goðsögninni um göfuga villimenn, sem reikuðu glaðir í bragði um merkur og ættu allt sitt undir afli sínu og vopnum . Ljósmynd: Vigfús Sigur geirsson .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.