Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 50

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 50
 Þjóðmál SUmAR 2012 49 fjármálakerfisins . Aðgangur ríkisins að erlendum fjármálamörkuðum við erfiðar aðstæður er þannig merki um ákveðinn árangur á þessu sviði . Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið mikil og langvarandi óvissa um grundvallarstefnumál sem óhjákvæmilega truflar afnám gjaldeyrishafta . Þetta er miður, því að framangreind nálgun hefði haft áhrif á umræðuna um afnám haftanna og fært hana í annan farveg en hún hefur verið í . Umræðan hefur að stórum hluta snúist um hvernig hægt væri að losa úr landi gríðarlega háar fjárhæðir í eigu erlendra aðila . Þeim möguleika hefur verið gefinn lítill gaumur að stór hluti fjármagnsins kynni að vilja vera hér áfram eða, að lágmarki, léti ekki bjóða sér hvaða útgöngugengi sem er . Þá er lítt rætt um mögulegt aukið innstreymi fjármagns við afnám hafta .19 Þrátt fyrir gegndarlausa umræðu um snjóhengjuna svokölluðu styðja fyrirliggjandi gögn ekki „flóttakenninguna“ .20 Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki er einungis óþarft að losa út stærstan hluta aflandskróna, heldur getur það beinlínis verið skaðlegt . Eftirsóttasta fjármögnun sem hvert ríki getur hugsað sér er í eigin gjaldmiðli . Ef stór hluti aflandskrónueigenda er tilbúinn að fjármagna íslenska ríkið eða aðra innlenda aðila í íslenskum krónum er það þvert gegn hagsmunum landsins að reyna að þvinga þá úr landi með fé sitt, til þess eins að leita hátt og lágt að öðrum sem væru tilbúnir til að koma í þeirra stað . * 19 Efnahagserfiðleikar í Evrópu og jákvæð umræða á alþjóðavettvangi um viðsnúning í efnahagslífi Íslands getur gert það freistandi fyrir fjárfesta að flytja fjármuni til landsins . 20 Bæði seðlabankastjóri (t .d . í kvöldfréttum RÚV í útvarp­ inu 10 . maí 2012) og aðstoðarseðlabankastjóri (t .d . í erindi á ráðstefnu FVH 22 . mars 2012) hafa reyndar lýst því yfir að ekki sé þörf á að losa nema hluta aflandskróna en ummæli þeirra í þessa veru hafa hlotið takmarkaða athygli . Þrátt fyrir að ýmislegt hefði mátt betur fara hingað til í vinnu við losun gjaldeyrishafta er það skoðun mín að nægilegur árangur hafi náðst til að skapa möguleika á tiltölulega skjótu afnámi gjaldeyrishafta ef vel er haldið á spöðunum . Það vonleysi sem virðist hafa gripið um sig meðal margra tel ég að stafi að hluta af því að viðfangsefnið er oft og tíðum rangt skilgreint í umræðunni og þar af leiðandi er umfang vandans stórlega ofmetið . Fælingaráhrif gjaldeyrishaftanna valda líka vanmati á mögulegu innstreymi við afnám þeirra . Þau halda aftur af innflæði fjár­ magns af margvíslegum ástæðum . Þau eru merki um að stjórnvöld treysti sér ekki til að stýra þjóðarskútunni án þeirra . Fjárfestar gætu óttast að stjórnvöld nýti sér það svigrúm sem þau skapa til óskynsamlegra aðgerða og að ekki sé á það að treysta að eðlileg sjónarmið ríki gagnvart erlendu fjár­ magni . Nýfjárfestingu fylgir skriffinnska og óþægindi . Tvöfalt gengi (álandsgengi, annars vegar, og aflandsgengi, hins vegar) og tak markanir á fjármagnsflutningum valda óvissu um „rétt“ gengi krónunnar og auka því áhættu við fjárfestingu . Svona mætti áfram telja . Óskýr áætlun um afnám hafta hefur einnig haft sitt að segja . Nauðsynlegt er að auka upplýsingagildi útboða Seðlabankans, skapa betri skilyrði til fjárfestinga og beita hagstjórn á þann veg að auka sem mest traust á efnahagslífi landsins . Heimildir Arnór Sighvatsson (2012), Erindi á ráðstefnu FVH 22 . mars 2012 . Árni Páll Árnason (2012), Það er margt sem angrar, en ekki er það þó biðin, erindi á morgunfundi Samtaka atvinnulífsins 16 . maí 2012 (http://www .sa .is/ files/%C3%81rni%20P%C3%A1ll_188580734 . pdf) . Erlendur Magnússon ofl . (2011), Afnám á einu ári – Áætlun um afléttingu gjaldeyrishafta, desember
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.