Þjóðmál - 01.06.2012, Side 52

Þjóðmál - 01.06.2012, Side 52
 Þjóðmál SUmAR 2012 51 Jón Magnússon Ferðalok pólitískrar ákæru Landsdómur kvað upp dóm í máli fyrrverandi forsætisráðherra, Geirs H . Haarde, þ . 23 . apríl s .l . á grundvelli laga um ráðherraábyrgð . Dómurinn er að vissu leyti tímamót bæði í pólitískri sögu lýðveld is ins og réttarsögunni . Forsendur þeirra sem stóðu að pólitískri ákæru á hendur fyrrverandi forsætis ráð­ herra voru þær að hann hefði vitað fyrri hluta árs 2008 um erfiðleika íslenskra banka sem mundu leiða til þess að þeir færu í þrot . Einnig taldi þetta fólk að hann hefði getað gripið til ráðstafana á þeim tíma, sem hefði komið í veg fyrir gjaldþrot þriggja stærstu viðskiptabanka Íslands í byrjun október 2008 . Stór hópur þeirra þingmanna sem vildu ákæra og réðu sennilega úrslitum um að ákært var í málinu taldi að með ákær unni væri um að ræða uppgjör við „Hrunið“ . Margir í þeim hópi töldu raunar að ákæra ætti alla ráðherra í ríkisstjórn Geirs H . Haarde sem hefði verið í samræmi við þær pólitísku forsendur sem þessir ákærendur gáfu sér . Þær forsendur voru hins vegar rangar, en tóku mið af hatursumræðunni frá bankahruni . Undir þessari umræðu var kynt með stjórnsýslumiðuðum og oft á tíðum röngum ályktunum í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem virðist skrifuð miðað við lýðþóknun „pópúlisma“ . Ályktanir þeirra einstaklinga sem skipuðu rannsóknarnefnd Alþingis voru stimplaðar gagnrýnislaust af Alþingi sem heilagur sannleikur . Sama gerði háskólasamfélagið og fjölmiðlafólk . Biskupinn yfir Íslandi fann í skýrslunni nýtt guðspjall, sem hann mæltist til að yrði dreift á alla kristna söfn uði landsins . Ef til vill sýnir það umfram annað í hvers konar andlegu ástandi þjóðin var og í takmörkuðu sambandi við raunveru­ leikann og ástæður bankahrunsins . Hvað það var sem forsætisráðherra hefði átt að gera öðru vísi en hann gerði svör­ uðu ákærendurnir á Alþingi aldrei . Við meðferð málsins fyrir landsdómi var þeirri spurn ingu heldur ekki svarað . Saksóknari Alþingis gerði að engu leyti grein fyrir því hvað forsætisráðherra hefði getað gert til að niðurstaðan hefði orðið önnur og betri fyrir þjóðina en raun varð . Í dómi meirihluta landsdóms segir sem röksemd fyrir sakfellingu forsætisráðherra, að leiða megi rök að því að draga hefði mátt úr því tjóni sem hlaust af falli bankanna í byrjun október 2008 ef ríkisstjórn hans hefði markað pólitíska stefnu til að takast á við vandann sem ákærða hafi hlotið að vera ljós í febrúar 2008 . Sá merki stjórnmálamaður og prófessor í

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.