Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 53
52 Þjóðmál SUmAR 2012
lögum, Bjarni Benediktsson, sagði eitt sinn
á fundi, þegar umræðan í efnahagsmálum
snerist um það hvernig ástandið væri ef
ríkisstjórnin hefði gert þetta eða hitt, að það
væri endalaust hægt að segja „Ef og ef og
hefði hefði“, en það hefði enga raunverulega
þýðingu . Stjórnvöld yrðu að taka afstöðu
til raunverulegra viðfangsefna þegar þörf
væri á en ekki fyrr . Það væri síðan pólitískt
viðfangsefni hvort það hefði gengið vel eða
ekki og stjórnmálamenn yrðu að sætta sig
við dóm kjósenda í þeim efnum .
Sá merki lagamaður Bjarni Benediktsson
hefði sennilega aldrei látið sér til hugar
komið að eftirmaður hans á stóli for
sætis ráðherra yrði ákærður og sakfelldur
á forsendum „Ef og ef og hefði hefði“
sjónar miða . Slíkar forsendur og niðurstaða
meirihluta landsdóms eru raunar mjög
gagn rýnis verðar .
Nú, þegar niðurstaða landsdóms liggur
fyrir, fer því fjarri að eitthvert uppgjör við
„Hrunið“ hafi átt sér stað .
II .
Landsdómsákæran byggði á því að fyrrverandi forsætisráðherra hefði bakað
sér refsiábyrgð með aðgerðaleysi í átta mán
uði á árinu 2008, þ .e . frá febrúar til þess
tíma að bankahrunið varð . Talað var um
van rækslu á starfsskyldum forsætisráðherra
gagn vart stórfelldri hættu sem vofði yfir
íslensk um fjármálastofnunum og ríkis
sjóði . Þá var gengið út frá því að ákærða
hefði mátt vera kunnugt um þessa hættu .
Ákæruliðirnir voru upphaflega sex . Tveim
var vísað frá dómi áður en til aðalmeðferðar
málsins kom . Af þeim fjórum ákæruliðum
sem eftir stóðu var forsætisráðherra sýkn
aður af þrem, en sakfelldur fyrir að hafa látið
undir höfuð leggjast að halda ráðherra fundi
um þessi málefni á tímabilinu .
Í góðri grein sem Róbert R . Spanó,
prófessor við lagadeild Háskóla Íslands,
skrifar í Fréttablaðið 15/5 2012 segir hann
m .a .:
„Meiri og minnihlutinn voru aftur á
móti einnig sammála því að ákæruvaldinu
hefði ekki tekist að sýna fram á að
hugsanlegar athafnir ákærða hefðu getað
dregið úr hættunni þannig að skapað
hefði refsiábyrgð . Var ráðherrann því með
nokkuð sannfærandi rökum sýknaður af
þessum hluta ákærunnar .“
Fyrr í greininni vekur prófessor Róbert
athygli á því að þess misskilnings hefði gætt
í þjóðfélagsumræðunni að skilyrði refsi
ábyrgðar í þessu tilviki sé, að ákæruvaldinu
tækist að sýna fram á að forsætisráðherra
hefði beinlínis getað komið í veg fyrir
bankahrunið .
Þá vekur hann athygli á því að miðað við
þau refsiákvæði sem gildi um meint brot af
þessu tagi megi refsa þótt ekkert tjón hafi
hlotist af verknaði .
Svigrúm landsdóms til að sakfella á
grund velli huglægra viðhorfa dómara var
því mjög rúmt . Landsdómur sýknaði samt
Geir H . Haarde af þeim ákæruliðum sem
skiptu efnislega máli . Sú niðurstaða dæmir
í raun ákærendurna á Alþingi .
III .
Sakfelling meirihluta landsdóms yfir forsætisráðherra byggir á því að hann
hafi látið farast fyrir að hlíta fyrirmælum
17 . gr . stjórnarskrárinnar um að halda
ráðherrafundi til að takast á við þann mikla
vanda sem honum hafi hlotið að vera ljós frá
því í febrúar 2008 . Meirihluti landsdóms
gefur sér að hefði slík stefna verið mörkuð
megi leiða rök að því að draga hefði mátt
úr tjóni sem hlaust af falli bankanna og
einnig að greiða hefði mátt úr vanda Glitnis
á yfirvegaðri hátt en gert var .
Minnihluti landsdóms vildi sýkna Geir