Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 55

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 55
54 Þjóðmál SUmAR 2012 lánaskuldbindingar . Kaupþing hafi styrkt lausafjárstöðu sína með því að falla frá kaupum á NIBC og staða Landsbankans sé góð þrátt fyrir vissa áhættu vegna net­ reikninga . Af framangreindu er ljóst að þó að for sætis­ ráðherra hafi fengið upplýsingar um mögu­ legar áhyggjur fulltrúa matsfyrirtækja í byrjun febrúar var mat þessara fagaðila ekki það að bankarnir væru á leið í gjaldþrot . Í umræðum á Alþingi um fjár­ og efna­ hagsmál vorið 2008 datt engum í hug eða var um það fjallað að íslensku bankarnir gætu orðið gjaldþrota . Á þeim tíma var það ekki viðfangsefni af því að sú vá sem síðar kom var ekki talin yfirvofandi þó að öllum mætti vera ljóst hvað bankarnir voru viðkvæmir . Í röksemdum minnihluta landsdóms er rakið með hvaða hætti hlutir þróuðust vorið og sumarið 2008 og hversu fráleitt það er að vandi íslensku bankanna og hugsanlegt hrun þeirra hafi verið talin líkleg á þeim tíma . Vissulega er bent á þau vandamál sem upp gátu komið og þess vegna var til viðbragðshópur og nefndir til að fjalla um með hvaða hætti þyrfti að takast á við þann vanda sem gæti skapast ef það ólíklega gerðist . Meira að segja í ágúst árið 2008, hvað þá í febrúar sama ár, vissi enginn að ís­ lenska bankakerfið væri að hruni komið og mundi hrynja nokkrum vikum síðar . Slíkt var þvert á þær upplýsingar sem frá bönk­ unum komu og þvert á þær upplýsingar sem lágu fyrir varðandi árshlutauppgjör og sjónarmið matsfyrirtækja . Hvað hefði gerst hefði forsætisráðherra upp á sitt ein dæmi farið að boða til ráðherrafunda á þessum tíma um yfirvofandi eða hugsanlegt banka­ hrun? Þá hefði það orðið nokkrum dögum eftir að ráðherrafundi hefði lokið . Hvergi annars staðar en hér á landi hefur stjórn málamönnum verið kennt um banka­ hrun . Meira að segja á Írlandi, þar sem hægt er að benda á að teknar hafi verið vafa samar ákvarðanir í aðdraganda banka hrunsins og lagðar drápsklyfjar á almenning hefur enginn stjórn málamaður verið ákærður og stendur ekki til . Írar voru fyrstir til að lýsa yfir fullri ábyrgð ríkisins á innistæðum í írskum bönku m og einnig ábyrgð á skuldum írskra banka . Hvernig á því stóð að umræðan hér þróaðist með þeim hætti í kjölfar „Hruns­ ins“ og beindist fyrst og fremst að stjórn­ málamönnum og stjórnsýslunni er um­ hugs unarefni . Nauðsyn krefur að um þau efni sé fjallað ítarlega og það gæti gefið betri innsýn í marga hluti sem hafa orðið út undan í umræðunni . Í því sambandi má benda á þá handvömm að skipa ekki rannsóknarnefnd Alþingis fólki með reynslu af fjármálamarkaði . Ferðinni í rannsóknarnefnd Alþingis stýrðu tveir stjórnsýslulögfræðingar sem að sjálf­ sögðu beindu sjónum sínum einkum að stjórnsýslunni og hvort nógu mörg minnis­ blöð, úttektir og fundir hefðu verið haldnir . Það segir mest um gæði rannsóknarinnar, að nefndin kallaði aldrei fyrir menn eins og t .d . Lýð Guðmundsson, stjórnarformann Exista og stjórnarmann í Kaupþingi, Björgólf Thor Björgólfsson, Ólaf Ólafsson, Hannes Smárason, Jón Sigurðsson, forstjóra FL Group, Karl Wernersson, Pálma Haraldsson eða Bjarna Ármannsson, svo bent sé á nokkur athyglisverð dæmi . V . Fjármálaráðherra Bandaríkjanna árið 2008, Henry M Paulson jr ., skrifaði bókina On the Brink um fjármálakreppuna í heiminum árið 2008 . Þar segir hann m .a . að ástandið árið 2008 hafi verið að versna eftir því sem leið á árið . Hann átti hins vegar ekki von á því að menn stæðu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.