Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 63
62 Þjóðmál SUmAR 2012
lagt til að 1 .000 mia króna, sem nú eru í
lausum innstæðum, yrðu færðar yfir á efna
hagsreikning Seðlabankans og yrðu þar
með skuld Seðlabanka við innstæðuhafana
þótt viðskiptabankar sæju áfram um öll
samskipti við innstæðuhafa . Á móti myndi
Seðlabankinn eignast jafnháa kröfu á
bankana . Sú krafa myndi innheimtast jafn
óðum og útlánasafn bankanna innheimtist,
hugsanlega á tíu árum . Bankarnir hefðu
því góðan tíma til að laga rekstur sinn að
breyttu umhverfi .
Það verður að teljast ólíklegt að inn
stæðuhafar myndu vilja liggja með 1 .000 mia
á vaxtalausum innistæðureikningum í Seðla
bankanum . Þeir myndu trúlega frekar vilja
færa verulegan hluta af þeim krónum yfir á
bundna innlánsreikninga sem gæfu vexti .
Það er rétt að taka fram að þótt
peningavaldið yrði tekið af bönkum myndi
það ekki þýða að bankar yrðu ríkis vædd
ir . Einkabankar myndu eftir sem áður
bjóða upp á innlánsreikninga, lánveitingar,
greiðslu miðlun, gjaldeyrisviðskipti og flest
sem heyrir til bankastarfsemi í dag .
Mikill ávinningur
Með þessum breytingum þyrfti ekki að óttast áhlaup á bankana, því að
inn stæður á óbundnum reikningum væru
ávallt til reiðu hjá Seðlabanka og bundin
innlán væru ekki til útgreiðslu fyrr en bindi
tíminn væri liðinn . Leggja mætti því niður
hið kostnaðarsama og gagnslausa inni
stæðutryggingakerfi . Einnig mætti draga úr
ýmsum öðrum íþyngjandi kröfum á banka
kerfið .
Seðlabankinn myndi geta stýrt peninga
magni með beinum og skilvirkum hætti .
Þótt peningastefnunefnd tæki ekki alltaf
réttar ákvarðanir um peningamagn er
nánast öruggt að slík nefnd myndi ná
betri árangri fyrir þjóðina en þau hags
munaöfl sem hingað til hafa ráðskast með
peningavaldið .
Með þessum breytingum væri einnig
búið að aðskilja ákvörðunina um aukningu
pen ingamagns og ráðstöfun þess . Hvorki
stjórnvöld né einkabankar gætu lengur
stjórnað peningamagninu . Krónan myndi
þar með verða miklu stöðugri gjaldmiðill
en hingað til og verðtrygging yrði að öllum
líkindum óþörf .
Tugmilljarða árlegur myntsláttuhagn að
ur bankanna myndi lækka ár frá ári um leið
og skuld þeirra við Seðlabank ann greidd
ist upp . Seðlabankinn (ríkissjóð ur) myndi
framvegis fá myntsláttuhagn að af nýj um
rafkrónum og hann mæti nota til að lækka
skatta eða greiða niður ríkisskuldir .
Betri króna er framtíðin
Talsverð umræða hefur verið um upptöku erlendrar myntar en þeim mun
minna fjallað um leiðir til að ná betri árangri
með krónu sem framtíðargjaldmiðil .
Nú ríkir óvissa um framtíð myntbandalags
Evrópusambandsins og viðhorfskannanir
benda til þess að þjóðin sé mótfallin aðild .
Skoðanir eru mjög skiptar um kosti þess að
taka einhliða upp erlenda mynt .
Líklegt má telja að krónan verði enn
um sinn gjaldmiðill Íslands og því ekki
eftir neinu að bíða að gera endurbætur á
umgjörð hennar . Stjórnmálamenn ólíkra
flokka ættu að geta fallist á nauðsyn þess
að koma peningavaldinu í skjól, efla þar
með verðstöðugleika og færa tug milljarða
myntsláttuhagnað bankanna til þjóðar
innar .
Heimildir:
Huber & Robertson: • Creating New Money, a monetary
reform for the information age, 2000 .
Fisher: • The Chicago Plan for Monetary Reform, 1933 .
Zarlenga: • The Lost Science of Money, 2002 .
Positivemoney .org .uk .•