Þjóðmál - 01.06.2012, Page 65

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 65
64 Þjóðmál SUmAR 2012 hefði mátt heyra saumnál detta þegar einir 1000 viðstaddra héldu niðri í sér andanum . Berlínarbúar gátu líka átt þess von að þetta yrði tilkynning um yfirvofandi árás rússneskra skriðdreka eins hótað hafði verið árinu áður . En það var þetta spennuþrungna andartak grafarþagnar sem sagði sitt . Og líka að á eftir virtust svo allir fara að skvaldra í einu, léttir í bragði . Úr bréfi til Elsu frá Berlín, 1 . nóv . ´62 Ég ætla að hripa þér nokkrar línur áður en ég fer að sofa, en þetta hefur verið mikill og merkilegur dagur . Í morgun fórum við í ferðalag meðfram Berlínarmúrnum . Hann var reistur í fyrra og lokar öllum samgangi milli Vestur­ og Austur­Berlínar . Eins og þú veizt af frétt­ um hafa Austur­Berlínarbúar stöðugt verið að reyna að komast yfir múrinn, en hans er gætt af vopnuðum vörðum austan megin . Margir, sem reynt hafa þetta, hafa verið drepnir undanfarið ár, og eru krossar og minnismerki um þá víða með múrnum . Það er óskaplegt að sjá þennan múr og fólkið og verðina austan megin . Yfir þessu öllu liggur einhver ólýsanleg spenna og tragedía . Nú er búið að hækka múrinn og auka gaddavírsgirðingarnar, þannig að manni virðist óskiljanlegt að nokkur skuli reyna að komast yfir hann . Þó kemur það fyrir — núna í nótt slapp einn yfir um . Hann þurfti að auki að synda yfir á . Það gengur þó ekki alltaf jafn vel . Það var skotið á ungan mann fyrir nokkrum mánuðum og verðirnir létu hann svo eiga sig í næst um klukkutíma . Fólkið vestan megin horfði á manninn á meðan honum var að blæða út — ekki ætti ég kannske að vera að orðlengja þetta en það hafði mikil áhrif á mig . Hér í nokkurra kílómetra fjarlægð er sem sagt allt þetta fólk í fangelsi . Okkur var boðið í hádegisverð hjá einum hverfisborgarstjóra hér og síðan í sightseeing um Berlín . . . Í kvöld fórum við á My Fair Lady sungið á þýzku . Það var ekkert betra en heima . . . Úr bréfi til Elsu frá Hamborg, 2 . nóv . ´62 Ekki verður sagt að Austur­Berlín hafi verið kvödd með neinum tárum eftir nokkurra klukkustunda heimsókn þar árdegis í dag áður en flogið var hingað . En þessi lokapunktur í heimsókninni til Berlínar verður okkur Varðbergshópnum minnisstæður dagur, víst er um það . Múrinn illræmdi blasti þarna við, en útlendingum er víst yfirleitt ekki meinað að fara inn fyrir og heimsækja austurhlutann, en það geta Þjóðverjar ekki . Okkur var skipt niður í þrjá bíla og var okkur ekið af Jórdana sem er við háskólanám í Þýskalandi . Var farið í gegnum þann kvikmyndalega fræga Checkpoint Charlie og þegar ég afhenti diplómatapassann minn sagði Volkspolizei­fyrirliðinn með hríðskotabyssu að ég og samferðafólk mitt færu í gegn óskoðuð þar sem ég staðfesti að vera ekki með neitt tollskylt . Nöfn voru nóteruð og það væri á mína ábyrgð að farþegar, bílstjóri og Opel­bílinn skiluðu sér aftur á sömu stöð fyrir kvöldið . Hjá hinum var mikið skoðað og rexast en síðar skildu leiðir . Jæja, þá var maður kominn inn í alla dýrðina . Og auðvitað blasti það við, að allt var ósköp aumt og ósmekklegt samanborið við Vestur­Berlín . Austan megin við Brand­ en borgarhliðið hafa verið reistar þessar kassa legu Sovétstílsbyggingar og geypi leg sigur mónument . Þetta og Karl Marx­breið­ gatan eiga að vera hrífandi en ná því síður en svo . Það gerir ósköp ömurlegt og gleði­

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.