Þjóðmál - 01.06.2012, Page 67

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 67
66 Þjóðmál SUmAR 2012 á hina glæsilegu Hamborg sem blasir við, verður manni þakklæti í huga fyrir okkar hlutskipti, Íslendinga, en það er varið af NATO og annarri vestrænni samvinnu . Mín afstaða er skýr . * Löngu síðar lá leiðin aftur til velmegandi Berlínar í sameinuðu Þýskalandi . Fátt minnti á dapurlega fortíð . Helst væri það þá Brandenborgarhliðið en þar höfðu Austur­ Berlínarbúar fagnað frelsi 1989 . Einhverjar hugleiðingar um þetta setti ég í blaðgrein frá 2010 („Berlín“, Fréttablaðið 28/10 2010) sem hér fer á eftir . * Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni . Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar . Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga . Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur­ og Austur­Berlín . Farið var í gegnum hinn fræga Checkpoint Charlie inn í Þýska alþýðulýðveldið . Í end ur reisninni var um að ræða tvær borg­ ir, að vísu aðskildar en þó samvaxnar og hvor mjög svo með sínum brag, önnur spennandi, hin grá og leiðinleg; vestur­ hlutinn var birtingarmynd allsnægta fyrir hina fangelsuðu austurbúa . Ekki var útlit fyrir annað en að hin tilkomulitla Bonn yrði höfuðborg Vestur­Þýskalands um ókomin ár . En 1989 féll Berlínarmúrinn, Þýskaland sameinast 3 . október 1990 og með að höfuðborg þá hina sömu og fyrrum varð til sem stórborg á keisaratímanum . Berlín varð að rísa að nýju og gefur það borginni sérstakan sess meðal stórborga eins og París, London og Washington . Um 80% miðborgarinnar voru eyðimörk eftir stríðið og einu mesta byggingarátaki sög­ unnar er það að þakka að þarna er núna nær 4 milljóna manna glæsileg nýtískuborg . Og höfuðborg Þýskalands, stærsta aðildar ríkis Evrópusambandsins, sómir sér vel á vatna­ skilum sinnar erfiðu fortíðar og bjartrar framtíðar nýrrar Evrópu . Branden borgar­ hliðið, sem áður var á mörkum Austur­ og Vestur­Berlínar, er táknrænt nýtt hlið við að þungamiðja Evrópu sambandsins hefur færst til austurs . En það verður heldur ekki hlaupið frá fortíðinni . Átakanlegt geipistórt minnismerki er um milljónir gyðinga sem myrtir voru af mönnum Hitlers . Sýnishorn er af múrnum og Checkpoint Charlie . Því geyma Þjóðverjar þessa fortíð og sinna nýju hlutverki . Þeirra er stærsta hagkerfi Evrópusambandsins sem hefur notið hins frjálsa innri markaðs um vöxt og viðgang undanfarna áratugi . Ein afleiðing söguþróunarinnar, þegar Þýska land sameinast og höfuðborgin flyst til Berlínar, var að samvinna Norðurlandanna tók á sig nýja og glæsilega mynd . Tekið var höndum saman um að byggja þar sam eigin­ lega sendiráðsskrifstofur landanna fimm . Hvergi er sendiráð Íslands betur sett en í því samfélagi . Höfundur átti þess kost fyrir skemmstu að heimsækja þarna hinn marg­ reynda sendiherra Gunnar Snorra Gunnars­ son, fyrrum ráðuneytisstjóra, og starfslið hans . Ánægjulegt var að geta kynnst því að í þessu sameiginlega sendiráða svæði hefur á rösk­ um áratug áunnist sterk staða í Þýskalandi, hvort sem er í stjórn málatengslum, viðskipt­ um eða menn ingarlegri útbreiðslu . Og starf sendi ráðsins í Berlín er sömuleiðis rækt eftir föngum í Póllandi, Króatíu, Serbíu og Montenegró . Sé litið til austurs er Berlín ákjósanlegur staður .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.