Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 70

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 70
 Þjóðmál SUmAR 2012 69 afþreyingu . Tíðni átaka og glæpa er meiri í fjölbreyttari samfélögum samkvæmt rann sóknum, en í staðinn eru þau gjarnan frjórri og dýnamískari en eins­ leit samfélög . Innflytjendastraumur getur aukið mannmergð á þeim svæðum sem hann beinist að og hann eykur fjölbreytni við kom andi samfélaga í samræmi við fjölda hinna nýju íbúa og bakgrunn þeirra . Mikill fjöldi innflytjenda frá ólíku menningarsvæði getur haft áhrif á staðbundin samfélagsleg verðmæti, sem hafa orðið til á löngum tíma, eins og tungumál, trú, svipmót, fagurfræði, siðvenjur og aðra menningarlega þætti . Lýðfræðileg (e . demographic) samsetning samfélaga skiptir óneitanlega máli fyrir fólk, ekki síst í nútíma lýðræðislegum vel ferðarríkjum, þar sem nágranni þinn hefur pólitískt vald yfir þér í gegnum kosn ingarétt sinn og efnahagslegt vald yfir þér í gegnum velferðarkerfið, sem er fjár magnað með skatttekjum ríkisins . Hið pólitíska og efnahagslega vald verður ef til vill ekki virkt á meðan innflytjendur hafa ekki ríkisborgararéttindi, en þau verða virk þegar sá réttur er fenginn, sem gerist iðulega á endanum, annaðhvort eftir nokkurra ára búsetu eða í gegnum afkomendur . Ef samfélagsbreytingar, sem fylgja miklum inn flytjendastraumi, hafa ekki áhrif á nú verandi kynslóðir munu þær nær örugg lega hafa áhrif á komandi kynslóðir . Ekki er hægt að leggja hlutlægan mæli­kvarða á hvort áhrifin séu góð eða slæm; það fer eftir atvikum hverju sinni og lífsviðhorfum þess fólks sem í hlut á . Aukn­ ir búferlaflutningar tengjast hnatt væðing­ unni og hafa svipaða kosti og galla og hún . Suðu pottar ólíkra hópa eru spennandi stað­ ir og vettvangur alls kyns gerjunar og úr­ vals í matargerð, listum, vísindum, íþrótt­ um og fleiru . En viljum við endilega að allt „hráefnið“ fari í slíka suðupotta? Mynd­ um við gera jörðina að litríkari og áhuga­ verðari stað með því vinna markvisst að því að umbreyta menningarlega íhalds sömum og eins leitum svæðum í opin, frjálslynd og heims borgaraleg svæði eins og London og New York? Getur ekki líka fólgist auður í varðveislu ýmissa samfélagslegra einkenna? Slík einkenni geta ekki aðeins orðið frjálslyndri „heimsborgaravæðingu“ að bráð, heldur geta þau einnig vikið fyrir yfirgangi annarrar íhaldssamrar menn­ ingar . Meira að segja eru dæmi um að inn­ flytjendastraumur sé hreinlega skipulagð­ ur og notaður sem aðferð til að ná land­ pólitísk um (e . geopolitical) markmiðum . Eitt slíkt dæmi er Tíbet . Beijing­valdið hefur um nokkurt skeið hvatt Han­Kínverja til að setjast að í Tíbet, en slík Kínavæðing svæð isins eflir tilkall kínverskra stjórnvalda til svæðisins og stuðlar að varanlegum yfirráðum . Annað dæmi er frá dögum Sovét ríkj­anna, þegar Moskvuvaldið beitti sér fyrir búferla flutningum Rússa til Eystrasalts­ ríkjanna og fleiri svæða undir sovéskum yfir­ ráðum . Tilgangurinn var í raun áþekkur og í tilfelli Tíbeta og Kínverja . Hinir skipulögðu þjóðflutningar í Sovétríkjunum urðu reynd ar kveikjan að því að einn virtasti og atkvæða mesti hugmyndafræðingur frjáls­ hyggju manna á tuttugustu öld, Murray Rothbard, endurskoðaði afstöðu sína til inn flytjendamála . Áttu hinar kúguðu þjóðir ekki rétt á að verja landsvæði sitt gegn rússneskum innflytjendum? Getur verið að hin fallega hugmynd frjálshyggjunnar um búsetufrelsi standist ekki próf raun­ veruleikans? Þá væri frjálshyggjan gallað hugmyndakerfi sem bæri að kasta fyrir róða, því að hugmyndir verða að vera góðar fyrir þann heim sem við lifum í, en ekki fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.