Þjóðmál - 01.06.2012, Page 73

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 73
72 Þjóðmál SUmAR 2012 Forystumenn Evrópusambandsins (ESB) hefur frá upphafi dreymt um, að með þessu ríkjasambandi, sem leynt og ljóst er verið að þróa í átt að sambandsríki, nái Evrópu ríkin viðspyrnu í samkeppni sinni um stjórn málaleg, viðskiptaleg og síðar hern að ar leg áhrif í heiminum við BNA, Banda ríki Norður­Ameríku . Þetta er yfir­ skyggj andi markmið hugmyndafræðinga og búró krata ESB í Brüssel . Hvað þurfa þeir til að ná þessu markmiði? Aðgengi að orku og hráefnum Sumarið 1972 var tekizt grimmilega á í Noregi um samning, sem þá hafði verið gerður um inngöngu Noregs í Efna­ hags bandalag Evrópu, EBE, forvera ESB . Barátt an var tilfinningaþrungin af því, að fjöl margir Norðmenn litu svo á, að Þjóð­ verjar væru nú að undirbúa endurkomu sína eftir hrun Þriðja ríkisins 1945 til að ná tangar haldi á auðlindum Noregs, en fjöldi Norðmanna átti á árinu 1972 enn bitrar minningar frá stríðsárunum og hernámi Wehrmacht á árunum 1940–1945 . Árið 1972 höfðu nýlega fundizt miklar olíulindir í Norðursjó, sem Norðmenn höfðu einsett sér að nýta sjálfum sér til fram dráttar . Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Noregs að EBE haustið 1972 snerist af þessum sökum um yfirráð auðlinda í norskri lögsögu . Fiskimið Norðmanna og yfirráð þeirra voru þar með mjög í um­ ræðunni á milli Já­ og Nei­fólks . Ekki þarf nú að fara í grafgötur um, að ákvörðun Norðmanna þá og aftur árið 1994 um að hafna ESB­aðild var rétt miðað við þjóðarhagsmuni þeirra . Enn horfa þjóðir ESB til norðurs . Þar eru gríðarleg hafflæmi, sem lúta stjórn Ís­ lendinga og Norðmanna . Þarna er að finna mikilvægt fæðuforðabúr Evrópu, og að öllum líkindum eldsneytislindir, sem létt gætu á óvissum orkuaðdráttum Evrópu vestan Rússlands . Sem dæmi má nefna, að olíubirgðirnar, sem taldar eru vera undir hafsbotni ís­ lenzka hluta Drekasvæðisins, nema um 10 milljörðum tunna . Miðað við að vinna 1 Mtu/d,1 sem er fremur afkastamikil vinnsla af einu olíusvæði, mundu þessar lindir endast í um 30 ár . Ef reiknað er með söluverði þessarar framleiðslu 150 USD/tu, sem er lágmark þess, sem vænta má að 10 árum liðnum,2 munu árssölutekjur þessarar vinnslu nema 35 590 milljörðum kr . eða sem jafngildir landsframleiðslu 22ja ára á Bjarni Jónsson Hagsmunir ESB á Íslandi

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.