Þjóðmál - 01.06.2012, Page 77

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 77
76 Þjóðmál SUmAR 2012 Hvað eiga Mónakó, Kuwait, Lúxem­borg og Ísland sameiginlegt? Jú, mest ur hluti fólksins í þessum löndum býr á höfuð borgarsvæði þeirra . Vegna plássleys­ is; land fræðilegs eða andlegs . Á Íslandi búa nú um það bil 320 þúsund manns, tæplega þre faldur sá mann fjöldi sem gaf út sjálf stæðis yfirlýsingu íslenska lýð veld­ isins árið 1944 . Á höf uð borgar svæð inu búa nú um 205 þúsund manns . Þjóðríki Ís lend­ inga er 103 þúsund ferkíló metrar að flatar­ máli, ofan sjávar . Og þjóðríki okkar hefur aðsetur á átjándu stærstu eyju heimsins . Að flatarmáli er hún helmingur Stóra­Bret lands og 325 sinnum stærri en eyjan Malta . Land ­ helgi þjóðríkis okkar er um 750 þúsund ferkílómetrar að stærð . Við höfum því tæp­ lega milljón ferkílómetra til umráða . Þetta er mun meira en í Mónakó þar sem allt fólkið í ríkinu neyðist nánast til að hírast í ein um peningaskáp . En samt búa 205 þús­ und ir af 320 þúsund manna þjóð okkar á aðeins tuttugu þúsund hekturum lands, eða sem svar ar til rúmlega helmings jarð næðis Gríms staða á Fjöllum . Á aðeins tvö hundr­ uð fer kílómetrum búa sextíu og fjögur prós­ ent þjóð arinnar . Mestur hluti þjóðarinnar býr sem sagt í eins konar skráargati að Ís­ landi . Í þjóðríki Íslendinga ríkir engin byggða­ stefna . Engin . Þegar landið okkar var numið var hins vegar sterk byggðastefna í gildi; að nema landið . Hún var einföld og öflug og hún virkaði án aðstoðar bygging ar reglu gerða og embættismanna veld is . En tólf hundruð árum síðar búa um það bil sextíu og fjögur prósent mannfjölda þjóð ríkis okkar á aðeins 200 ferkílómetrum þess lands sem numið var . Sem svarar til núll komma tveggja prósentu hlutfalls þjóð ríkisins . Á hinum 102 .800,09 ferkíló metrum Íslands, rúm­ lega tíu milljón hekturum, búa nú jafnvel færri eða álíka margir og bjuggu þar á tímum Snorra Sturlusonar um og upp úr alda­ mótunum 1200 . Hvernig gat þetta gerst? Af svona byggðastefnu leiðir: • Verðbólga verður meiri. Það þekkja þeir Gunnar Rögnvaldsson Byggðastefna undir sjálfstæðisyfirlýsingu Vegurinn opnaður vegna jarðarfarar?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.