Þjóðmál - 01.06.2012, Page 79

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 79
78 Þjóðmál SUmAR 2012 konar „frístundasvæði“ . Þeir sem fást við viðskipti búa og hugsa undir nokkurs konar hjálmi og sjá illa út fyrir hann nema þá helst í gegnum glugga á eilífri ferð um borð í flugvél á leið til höfuðborga útlanda . Firr ingin hefur náð svo langt að margt fólk á höfuð borgarsvæðinu heimtar nú að þing­ kosninga atkvæði bóndans, sem sjálfur þarf landrými mælt í hekturum, til að halda lífinu í 200 manns sem býr á fimmtán hundruð fermetra lóð undir einni blokk á höfuðborgarsvæðinu, hafi jafnmikið, eða öllu heldur, jafnlítið þjóðríkislegt vægi og atkvæði þeirra sem búa á svæði sem er minna en gólfið sem hann þarf undir tvo tugi fjár á vetrarfóðrum . Hér er hætta á ferðum . Norður­Atlantshafsatkvæðin í þing kosn ing­ um í Danmörku fóru oft illilega í taugarn ar á Dönum í Danmörku . Erum við á leið í þessa átt? Já, svo sannarlega . Nýjar kynslóðir, sem eingöngu hafa vaxið upp á höfuðborgarsvæðinu, sjá heil lönd sem höfuðborgir og koma ekki auga á tækifærin utan þeirra . Ég óttast að við­ skiptalífið í Reykjavík sjái ekki skóg sinn vegna trjáa . Það sama gildir um marga þing menn og fylgifiska þeirra . Komin heim Síðan við fluttum aftur heim til lands okkar hef ég hundrað sinnum mátt hlusta á fólk spyrja þeirrar spurningar sem hljóðar svo: Hvernig Ísland viljum við? Þetta finnst mér vera spurning úr öllu sam hengi við raunveruleikann og frekar dapurleg . Spurningin ætti að vera þessi: Ætlum við að eiga Ísland eða ekki? Þetta er sú spurning sem þjóðin ætti að spyrja sig nú . Ætlum við að halda landinu eða ætlum við að tapa því úr höndum okkar? Land, sem er ekki notað, verður alltaf á endanum tekið af fólkinu . En fólkið verður að sjá tækifæri í byggða­ stefnu . Það verður að gera það á sama hátt og það sá tækifærin í Reykjavík og fluttist þangað þeirra vegna . Þegar byggða­ stefna er nefnd á nafn í dag sér fólkið fyrir sér kjör dæma pot þingmanna en ekki tæki­ færi . Og þegar „byggða stefna“ er nefnd á nafn utan höfuðborgar svæð isins sér lands­ byggðin einungis fyrir sér brostnar vonir, svikin loforð og hræsni . Byggðastefna til góðs eða ills Það er hægt að nota byggðastefnu sem valdaverkfæri til að ná fram ákveðinni þróun og árangri en oftast til að ná fram öðru af tveimur markmiðum: a) Byggðastefna er notuð til að mynda, styrkja og halda þjóðríki borgaranna sam­ an . Þá er hún notuð sem verkfæri í þágu þjóð ríkis borg aranna og til að styrkja það . Byggða stefna er þá lím (ethos) fyrir land þjóð ríkis fólks (demos) sem á sér sam eiginleg mark mið (telos), þ .e .a .s . þann sameigin lega til gang og markmið sem mynd ar þjóðríki þeirra . b) Byggðastefna er notuð til þess að slökkva og til að sundra og þurrka upp þann jarð veg sem þjóðríki borgaranna getur þrifist í . Undir þannig skipulagi og laga ramma er byggðastefna notuð sem eins konar slökkvi­ tæki og verkfæri niðurrifs . Hún kem ur inn í samfélag þjóðríkisins sem tund ur spillir . Þannig stefna getur einnig komið innan frá úr þjóðríkinu með aðstoð og fyrir til ­ stilli utan að komandi afla eins og við erum að upp lifa í dag sem Evrópu sambands ­ martröð ríkis stjórn ar Jóhönnu Sigurðar dótt­ ur og Stein gríms J . Sigfússonar . Til gang ur­ inn er að sundra, spilla, etja fólki saman og upp á móti samfélagi sínu og koma þjóð ­ rík inu fyrir á biðlistanum eftir engu nema þeim hægfara dauða sem ég kynnt ist svo vel í dreif býli meginlands Evrópu . Þetta ætti ekki að koma á óvart því

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.