Þjóðmál - 01.06.2012, Page 80

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 80
 Þjóðmál SUmAR 2012 79 stór hluti hins vinstri vængs stjórnmála, hérlendis sem erlendis, hefur svo oft hræðst þjóðríkið, frekar en hitt . Hræðst sterkar frjálsar stofnanir velmegandi lýðræðislegs þjóðríkis eins og til dæmis lögreglu, dóm­ stóla, peningastofnanir og sterkan engil­ sax nesk an markaðskapítalisma . Í öflugu þjóð ríki er erfiðara fyrir þessa menn að komast til valda og æsa til ófriðar . Póli­ tísk skiptimynt þeirra verður minna virði . Erfiðara verður fyrir þá að framselja hluta fullveldis þjóðríkisins í pólitískum vöru­ skiptum og erfiðara að koma sér undan ábyrgð gagnvart kjósendum . Þjóðríki eða keisaraveldi Hér er staður til að skilgreina hvað ég á við með orðinu „þjóðríki“ . Þjóðríki er ríki þar sem einungis borgarar þess (demos) — sem eiga með sér sameiginleg markmið (telos) og sameiginlegan tilgang og sam­ eiginlegt siðferði (ethos) — setja þau lög sem ríkja í ríki þeirra og bara fyrir þá sjálfa, en ekki fyrir þá sem standa utan þess . Við sjálf og einungis við sjálf semjum, og búum við, þau lög sem hjá okkur gilda og þau gilda bara fyrir okkur sjálf en ekki fyrir aðra . Allir þeir sem standa utan þjóðríksins eru utanaðkomandi (alien) . Þjóðríkið get ur tek ið á móti utanaðkomandi með þeim skilyrð um uppfylltum að þeir gangi í það og taki upp viðtekin sameiginleg mark mið, siðferði og tilgang þeirra sem byggja þjóðríkið . Best farnast þjóðríkinu ef þar viðhelst öflugt lýð­ ræði sem elur af sér frjálst markaðs hag kerfi af engilsaxneskum toga . Þá verður þjóð ríkið sterkt og til friðs í heim inum . Lýðræðis ríki fara að jafnaði ekki í styrjöld við önnur lýðræðisríki . Það gerist einungis þar sem lýðræði er á undanhaldi, visnandi og virkar ekki lengur . Einræðisríki og keisaradæmi eru á hinn bóginn líkleg til að heyja stríð við lýðræðisríki . Þá þurfa lýðræðisríki að búast til varnar . En þau leysa yfir leitt ágreiningsmál sín á milli með friðsam leg­ um hætti . Keisaraveldi, í ætt við Sovétríkin sálugu, eru af allt öðrum toga . Þau hafa hvorki demos né telos og ekki heldur sameiginlegt ethos . Þegar utanaðkomandi (alien) bankar á dyr „keisaraveldis“ eins og t .d . Evrópusambands­ ins eða Sovétríkjanna, er honum iðulega hleypt inn . En þegar inn er komið verður hann ekki hluti af þjóðríki heldur áfram framandi vera . Valdabygging og löggjöf í keisaraheimsveldi er með allt öðrum hætti en í þjóðríkinu og skapar innri ófrið . Að lokum fer eins og þegar keisaraveldi Evrópu rákust saman og kveiktu elda heimsstyrjaldar árið 1914 . (Hér ber að hafa í huga að breska heimsveldið hafði engin ítök í Evrópu .) Hinn sundurtætti jarðvegur meginlands ­ ins varð síðan sú glóðvolga gróðurmold sem ól af sér nasismann . Hann og hugmynda­ stefnur sem honum líkjast geta aldrei þrifist í sterku þjóðríki . Þýskaland nasism ans var ekki þjóð ríki . Það var rústir keisara velda í upp lausn, hafði ekkert með þjóðríkið að gera en hins vegar allt með stjórnleysi og upp­ lausn að gera (anarki) . Ríki stjórnleysis náði völd um í rústum keisaraheimsvelda . Nas­ ism inn er sú útgáfa kommúnismans þar sem fólkið sjálft og stjórnmál þess eru þjóðnýtt . Álíka andlýðræðisleg öfl ófrelsis þríf ast allt af best í rústum keisara­ og sovét­ velda . Rústir þeirra eru gróður mold einræðis þessara afla . Þar verða til sovét ríki og hin þriðju ríki fortíðar og nú tíðar . Það er því ýtrasti þvættingur að stofnun Evrópu­ sam bandsins á megin land inu, undir vafn­ ingi hinna fyrstu þriggja til sex ríkja þess, hafi nokkurn tíma komið eitt hvað að varðveislu friðar í Evrópu . Ekkert er meira fjarri sanni . Evrópusambandið er einungis gamli 1871­þráðurinn frá því fyrir 1914, tekinn og spunninn upp á ný, þar sem bæði Þýskaland og Frakkland sjá sig komast

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.